Happdrættisfyrirkomulag á þjónustu við sjúklinga

Ríkið er skv. þessu að gera þær kröfur til þegnanna að þeir ákveði að veikjast fremur yfir vetrarmánuðina en sumartímann.

Skv. fréttinni verður dregið úr starfsemi sjúkrahúsanna og sýnist manni þá muni brátt verða líka dregið um það hverjir fá þjónustu og hverjir ekki.

Á þessum síðustu og verstu tímum er farið að bera á því að sumt fólk hafi forgang í heilbrigðiskerfinu sem ég hélt lengi vel að ætti ekki að eiga sér stað. Fólk á Íslandi ætti jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu eins og skólagöngu. Um það væri þjóðarsátt.

Einkavæðing heilbrigðiskerfisins er mér ekki að skapi. Hún eykur frekar á mismunun þegnanna. Einnig er farið að bera á því að ráðamenn landsins njóti sérstaks forgangs. Fá sig t.d. sótta í þyrlu þegar þeir fá magakveisur úti á landi eins og nýlegt dæmi er um. Hér vil ég ekki að dregið sé úr þjónustuna við ráðamennina, vil heldur að almenningur njóti nákvæmlega þessarar sömu þjónustu líka ef aðstæður eru metnar þannig.

Það er ekki mjög margt sem ég vil láta greiða úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Heilbrigðisþjónustan held ég að flestir séu sammála um að eigi að vera eins góð og efni okkar leyfa hverju sinni og flest annað megi víkja úr útgjöldum ríkisins áður en dregið er saman í þessari deild.


mbl.is Dregið úr starfsemi sjúkrahúsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 264872

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband