Málaði sig viljandi eða óviljandi í vonlausa stöðu

Það er alltaf leitt að fólk missi vinnuna. Og ég hef samúð með Láru Ómarsdóttur. Stundum fer þó þannig í tilverunni að mistök geta verið dýrkeypt hvort sem það er á þessu sviði eða einhverju öðru.

Það er líklegast að hún hafi ekki notið stuðnings fréttastofunnar úr því að hún lætur sjálfviljug af starfi fréttamanns. Hún hefði trúlega bara setið þetta af sér ef yfirmenn hennar hefðu stutt hana eindregið til þess. Fólki er leyft að halda sem mestu af andlitinu og óþarfi að gera fólki erfiðara fyrir en þarf í þessari stöðu.

Eins og henni kippir kyn til hef ég litlar áhyggjur af því að hún finni ekki annað starf sér til lifibrauðs. Hún hefur næga hæfileika til þess.


mbl.is Hættir sem fréttamaður á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég hlustaði á Láru í Kastljósinu og hún er greinilega og eðlilega beygð vegna málsins.  Bloggarar og aðrir "haukar" hafa verið sakaðir um að hafa krafist  blóðs hennar í  bloggheimum (leiðindasamheiti fyrir sjálfstæða  pistlahöfunda). Nú finnst manni eins og sumir tali eins og bloggarar séu að verða fimmta valdið?! 

Þó ég reyni að gerast hlutdrægur, henni í hag, fæ ég ekki séð hvernig nokkur eða nokkuð gat bjargað henni út úr þessu klúðri. Því miður.

Haukur Nikulásson, 25.4.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það tíðkast ekki þar Gunnar Þór, því miður!

Haukur Nikulásson, 26.4.2008 kl. 11:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 264861

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband