Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
23.4.2008 | 18:48
Var Lára Ómarsdóttir að LEIKSTÝRA fréttum á Stöð 2?
Ekki veit ég hvort það var grín í þætti Sverris Stormskers á útvarpi Sögu að upptaka af rödd sem eignuð var Láru Ómarsdóttir sagði: "Ég get nú kannski fengið einhvern til þess að kasta eggi rétt á meðan við erum "læf" á eftir!"
Ef þetta er orð Láru og rétt er með farið tel ég þetta mjög alvarlega "yfirsjón" hjá henni og beinlinis siðlausa með öllu. Gaman væra að heyra hvað aðrir vita um þetta mál.
Mótmælin fóru úr böndunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.4.2008 kl. 13:32 | Slóð | Facebook
23.4.2008 | 13:19
Hef ekki trú á að lögreglustjórinn hafi tekið þessa heimskulegu ákvörðun
Mér finnst allt lykta af því að ákvörðun um að ganga hart gegn mótmælendum komi frá æðri embættismanni heldur en lögreglustjóranum í Reykjavík.
Það má hver sem er mín vegna giska á það hvern dreymir um stórt og voldugt lögreglulið og jafnvel her.
Það er ekki leiðin til sátta að svara frönsku mótmælum vörubílstjóranna með ofbeldi af hendi lögreglu. Það þarf nefnilega tvo til að til átaka komi og varla hefðu trukkararnir farið að berja hvern annan?
Ég velti fyrir mér hversu lengi Birni Bjarnasyni verði sætt á stóli dómsmálaráðherra eftir þetta fiasko sem mig grunar að sé runnið undan honum frekar en nokkrum öðrum embættismanni í kerfinu.
Lögregla beitir táragasi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2008 | 18:17
Sendiherra í Palestínu?! - Það vantar þá enn 150 sendiherra Solla
Ég hef ekki nú mikla trú á að Solla leysi deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs. Mér finnst einhvern veginn nærtækara að hún snúi sér að því að leysa einhver mál hérna heima.
Eftir að hún varð utanríkisráðherra hefur hún farið geyst í að auka útgjöld til utanríkis- og varnarmála. Fjölga þarf vopnuðum íslenskum friðargæsluliðum hingað og þangað. Hún er líka að mínu mati dottin í þá stórmennskudrauma að hún verði konan sem friði arabaheiminn og fái síðan friðarverðlaun Nóbels.
Með því að skipa sérstakan sendiherra í hálf ósjálfstæðu landi þar sem menn dunda við að drepa hvern annan er mér óskiljanlegt. Miðað við þetta þá sé ég ekki hvernig hún getur neitað því að skipa sendiherra í öllum öðrum sjálfstæðum löndum heimsins. Það vantar líklega ekki nema 150 slíka þessa stundina.
Er ekki kominn tími til að vakna af dagdraumunum og vitleysunni?
Friðarfundur á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2008 | 08:52
Mogginn ritstýrir VÍST efni á blogginu - Til hvers er UMRÆÐAN?
Þetta mun vera 614. pistillinn sem ég skrifa á Moggabloggið. Upphaflega hóf ég að skrifa hér vegna pólitísks áhuga og hugleiddi alvarlega að koma mér á framfæri í pólitík og starfaði að því fyrir síðustu kosningar.
Vegna trúnaðarbrests Sjálfstæðisflokksins við kjósendur sagði ég skilið við flokkinn eftir rúmlega 30 ára skilyrðislausan stuðning. Ástæðan: Forysta flokksins valdi að styðja dæmdan þjóf inn á þing. Það var meira en ég þoldi. Þetta var ótrúlegur siðferðisbrestur Geirs Haarde, Björns Bjarnasonar og Gunnlaugs Claessen forseta hæstaréttar. Þessir þremenningar misnotuðu handhafavald forsetans til að koma þessu til leiðar. Upphafning þjófa er ekki til fyrirmyndar. Slíkir menn eiga eiga að vera með krumlurnar áfram í opinberum sjóðum. Hvað voru þeir að hugsa?
Ég reyndi samstarf við ýmsa hópa um hugsanleg framboðsmál og hrærði í mönnum og öðrum með slíka hluti, enda ekki þekktur maður sjálfur og gerði mér ljóst að sökum óþekktar væri ég ekki leiðtogaefni í slíku framboði, en gæti litið á þetta sem hugsanlega byrjun.
Ég hafði tekið eftir því að Mogginn hampaði allnokkrum bloggurum í svipaðri stöðu í kynningardálknum Umræðan og óskaði ég eftir því við Árna Matthíasson að fá að vera hluti af þessum hóp, ég taldi að ég ætti erindi með boðskapinn minn.
Árni hefur ekki séð ástæðu til þess að gera það enn, og finnst mér trúlegt að það sé tilkomið vegna gagnrýni minnar á spillingu, bruðli og sjálftöku íhaldsins, því að dæmdi þjófurinn á þingi er mikið tengdur Mogganum, og því að ég á það líka til að gagnrýna Moggann og umfjöllun hans um menn og málefni. Ekki er það vegna þess að ég sé ekki málefnalegur eða skrifandi á íslensku. Ég tel að Mogginn hampi í umræðunni mörgum ómerkilegri pennum en mér og það jafnvel nafnleysingjum sem hafa verið gagnrýndir fyrir óvægin og rætin skrif í gegnum tíðina. Einnig hampar Mogginn andstæðingum Sjálfstæðisflokksins og sýnist manni hann hampa mest þeim eru öfgafyllstir í skoðunum og eru þar með málstað Sjálfstæðisflokksins bara hagstæðir og má þar nefna t.d. Sóleyju Tómasdóttur sem ég tel oft og einatt vera úti á túni í sínum málflutningi.
Mogginn getur því ekki neitað því að með því að stýra því handvirkt hverjir fara í Umræðuna er verið að ritstýra, hvers vegna er Ingvar að segja þarna ósatt? Ritstjórn fellst jú í því að koma hlutum á framfæri ekki satt?
Óánægja með lokun umdeilds bloggs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook
Til að taka af allan vafa er rauði textinn grín að mestu:
Geir H. Haarde hefur greinilega enga fordóma. Hann er alveg tilbúinn að skoða hugmyndir um o-há-effun á Landspítalanum. Það gerir allan rekstur spítalans þægilegri. Hverjum leiðast ekki þessar endalausu spurningar um ráðningar og sporslur stjórnenda, ferðir og fríðindi sem eru bara niðurrifsstarfsemi og öfund á vel unnið verk? Er ekki bara betra að hafa þetta í föstum, földum og friðsömum skorðum eins og hjá RÚV ohf?
Sá fordómalausi lét Guðlaug Þór ráða konuna sína sem nefndarformann um byggingu hátæknisjúkrahúss sem Davíð var svo sniðugur að ákveða að byggja á þeim tíma sem hann veiktist sjálfur. Það getur varla verið mjög dýrt að láta Ingu Jónu verða forstjóra Landspítalans, hún hlýtur jú að vera á bærilegum launum sem nefndarformaður eftir að Guðlaugur Þór sparkaði don Alfreð út fyrir hana. Það ætti því ekki að þurfa að punga út mikið hærri launum á hana auk þess sem maðurinn hennar vinnur jú úti.
Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hversu miklum launum þessi hjón geta eytt með allri þessari vinnu? Auk þess að vera mikið á ferðalögum erlendis í dagpeningauppsöfnun, hún fer jú út með honum í eitthvað af þessum ferðum.
Í alvöru talað: Hvernig væri að einhver dugandi fjölmiðill, eins og t.d. Morgunblaðið, upplýsti okkur um launakjör nefndarformanns um byggingu hátæknisjúkrahússins, frú Ingu Jónu Þórðardóttur.
Ekki endilega besta hugmyndin að breyta Landspítala í hlutafélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook
Mér er það mikið umhugsunarefni þessa daga þegar kvíðinn yfir kreppunni sækir að fólki virðist valda því að vaxandi fjöldi vill skríða undir teppið. Hér er teppið Evrópusambandið.
Alveg er sama hvernig maður ögrar ESB sinnum aldrei fær maður bein svör við því hvernig ESB aðild á að bæta hér lífskjör umfram það sem við eru sjálf fær um að gera afskiptalaust og án íhlutunar miðstýrðs valds í Brussel.
Við getum fellt niður ósanngjarna tolla, vörugjöld aðra okurgjaldtöku eins og stimpilgjöld. Við getum ákveðið að binda gengi krónunnar við Evru og hætta með verðtryggingu á lánum og þar með getum við lækkað vexti. Við getum boðið út fiskikvótann til allra landsmanna á hverju ári. Við getum ákveðið að innleiða fullkomið trúfrelsi og hætta að moka fé í þjóðkirkjuna. Við getum lagt niður RÚV eins og hvern annan óþarfa. Við getum hætt að styrkja fullorðið fólk í leikaraskap með listir og menningu og íþróttir (sem hver og einn á að greiða sjálfur!). Við getum hætt að taka fé úr ríkissjóði til að greiða rekstur stjórnmálaflokka (sem er sjálftaka og þjófnaður með lögum) og eins til að greiða margúthrópað eftirlaunamál embættismanna, þingmanna og ráðherra. Allt þetta getum við gert hjálparlaust og án þess að afsala okkur rétti til að eiga viðskipti við allar þjóðir heims á jafnréttisgrunni og án þess að ganga í ESB. Það er manndómur að vingast við allar þjóðir heims á jafnréttisgrunni, það er þáttaka í einelti að vingast bara við Evrópuþjóðir.
Nú er svo komið að a.m.k. tveir ráðherrar hafa lýst þeirri skoðun að breyta þurfi stjórnarskrá til að sækja um aðild að ESB. Hingað til hefur því verið blákalt logið í þjóðina af ESB sinnum að við værum hvort eð er búnir að tapa sjálfstæðinu með EES samningnum. Hér er trúlega átt við að breyta þurfi 21. greininni sem hindrar að mínu mati landráð og sjálfstæðisafsal til erlends ríkis.
Ég hef orðið miklar efasemdir um að almenningi sé treystandi til að dæma um ESB aðild. Það er nefnilega ekki alltaf ljóst að fjöldinn viti best. Hvort myndir þú vilja einn heilaskurðlækni til að losa þig við æxli úr heilanum á þér eða tvö knattspyrnulið með dómaratríói? Til hvers er verið að kjósa stjórnmálamenn ef þeir eiga ekki að taka þær ákvarðanir sem þeir eru kosnir til?
Ef fólk heldur að það sé alltaf betra að vera stærri og fleiri mega hinir sömu hugsa sig um hvort þeir hefðu viljað vera sá hluti þjóðar sem kaus yfir sig George W. Bush eða Hitler? Andlegu atgervi mannsins hefur ekki farið mikið fram síðan þá. Þegar ESB verður það stórveldi sem marga dreymir er samt sem áður veruleg hætta á að fá einn nægilega valdabrjálaðan yfirstjórnanda sem setur allt á heljarþröm líkt og þeir tveir fyrrnefndu hafa gert. Með því að vera með heiminn í smærri stjórneiningum eru þó líkur á að enginn verði nægilega sterkur til að setja allan heiminn á annan endan. Hingað til hefur fólki verið ráðlagt að setja ekki öll eggin í sömu körfuna og ég spyr þá: Af hverju að gera það eitthvað frekar í pólitísku samhengi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook
19.4.2008 | 23:42
BUSI - DAVI - DORI
Mótmælandi Íslands hefur staðið vaktina á horninu á Langholtsvegi og Holtavegi í gegnum árin með ofangreinda áletrun á skiltinu sínu.
Það vita allir sem vilja vita hvað hann er að vísa til. Þessir kappar stóðu að því að Ísland lýsti yfir stuðningi við Íraksstríðið á sínum tíma og hafa ALDREI BAKKAÐ ÚT ÚR ÞEIM STUÐNINGI.
Á meðan mótmælandinnn stendur vaktina á götuhorninu skal ég ekki þreytast á að mótmæla þessu á blogginu.
Írak er ekki á leiðinni að því að upplifa friðartíma skv. þessum fréttum. Hverju skyldi vera um að kenna?
Sadr gefur lokaviðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2008 | 11:58
Ég er kominn heim
Ég var að hlusta á Arnþrúði Karlsdóttur á útvarpi Sögu og þar heyrði ég lagið Ég er kominn heim sem er nýtt í flutningi Bubba og Björns Jörundar. Varla var búið að spila lagið en að hlustandi hringdi inn og lýsti þeirri skoðun sinni að flutningur þeirra félaga væri stórkostleg afskræming á laginu. Já þeir félagar fengu þarna óvænta ádrepu, helstu hetjur íslensks popps í gegnum mörg ár. Hlustandinn taldi upp þrjá söngvara sem færu betur með lagið: Óðinn Valdimarsson, Björgvin Halldórsson og André Bachmann. Lauk samtalinu með því að Arnþrúður spilaði útgáfu André. Annar hlustandi, Ámundi, taldi útgáfu Óðins Valdimarssonar óviðjafnanlega og Arnþrúður lék hana bara líka. Og auðvitað spilaði hún síðan útgáfu Björgvins að kröfu aðdáenda hans. Ég verð að játa að ég er sammála um að Óðinn skili þessu best þessara flytjenda, þetta er jú hans lag í hugum flestra.
Ég fór að hugleiða að smekkur fólks er margbreytilegur. Einhverjum þykir eflaust útgáfa Bubba og Björns Jörundar flott og framúrstefnuleg og mér flaug í hug að oft hefur maður ánetjast vondum hlutum í gegnum tíðina og farið að þykja gott.
Náttúrulega vondir hlutir sem við ánetjumst er t.d. kaffi, áfengi, tóbak og ótal afbrigði af vondum mat. Allt eru þetta fyrirbrigði sem eru flestum í upphafi bragðvont en venst upp í það að verða ómissandi í mörgum tilvikum. Ég þekki mjög marga sem hafa lýst því hversu vont þeim þótti kaffi fyrst í stað.
Eins er þetta með lystina á listinni. Það sem einum þykir áheyrilegt í tónlist þykir öðrum hörmulegt. Í tónlist er dæmi um vonda söngvara sem verða ómissandi menn eins og áðurnefndur Björn Jörundur sem manni þótti hreint hörmung að heyra fyrst þegar hann byrjaði eins og skrækt og laglaust hænsni á sínum tíma. Hvernig datt mönnum eiginlega í hug að hampa honum sem söngvara? Með hækkandi aldri og meira umburðarlyndi hefur mér lærst að meta Björn Jörund og hann á sína fínu spretti í lögum sem hann á. Önnur dæmi um vonda söngvara sem maður fílar þó í tætlur eru t.d. Rod Stewart, Bonnie Tyler og ótal fleiri sem eru með blöndu af hæsi og grófleika sem viðkomandi tekst að nota sér til framdráttar og fá jafnvel út smekklega útkomu.
Bubbi er í annarri deild, hann er söngvari sem getur eiginlega það sem honum sýnist. Næstum allir þekktari söngvarar fyrri tíma höfðu áferðarfallegar raddir og voru tónvissir. Það er trúlega ekki fyrr en upp úr 1970 að almennt er farið að viðurkenna að vondir söngvarar geti gert "flott" lög. Nú þykir þetta ekkert tiltökumál. Enda er hægt að lagfæra hvaða tónvillinga sem er með tölvutækni t.d. forritum eins og Autotune og upptökur samtímans segja ekkert hvernig söngvarar eru raunverulega nema að hlusta á þá beint.
Okkur öllum til mikillar gleði, og endalausra skoðanaskipta, er að smekkurinn margbreytilegur og við þurfum ekki að þola eina ríkisrödd Marteins Mosdals.
16.4.2008 | 22:55
Sifjaspell?
Ættartölur í Biblíunni er miklar langlokur en eitthvað er upphafið málum blandið.
Samkvæmt Biblíunni skapaði Guð Adam í sinni mynd. Hann skapaði síðan Evu úr rifi Adams.
Þau áttu tvo syni Kain og Abel. Með hvaða konum áttu þeir svo börn?
16.4.2008 | 19:02
Ég er hættur öllu kynlífi...
...sagði hann mæðulega um leið og hann tók upp kaffibollann og saup á.
"Nú hvað er að?" spurði vinur hans áhyggjufullur - "Hefur eitthvað breyst?"
"Já," svaraði hann "Mér leiðist bara að vera svona upp á aðra kominn!"
--------------------------------
Hinn maðurinn var spurður að því hvort hann iðkaði mikið kynlíf.
"Já, a.m.k. einu sinni á dag!" sagði hann.
"Notarðu ekki gúmmí?" spurði vinur hans. "Veistu ekki að það er stórhætta á að fá illskeytta kynsjúkdóma t.d. lekanda, syfilis, klamidýju, sárasótt, HIV-vírus, kláðamaur og fleira" sagði vinurinn alvarlega.
Hann horfði á hægri hendina á sér um stund, snéri lófanum upp og sagði höstugur: "Nú verður þú sett í gúmmihanska góða, við tökum sko enga svona sénsa!"
Spaugilegt | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson