Hef ekki trú á að lögreglustjórinn hafi tekið þessa heimskulegu ákvörðun

Mér finnst allt lykta af því að ákvörðun um að ganga hart gegn mótmælendum komi frá æðri embættismanni heldur en lögreglustjóranum í Reykjavík.

Það má hver sem er mín vegna giska á það hvern dreymir um stórt og voldugt lögreglulið og jafnvel her.

Það er ekki leiðin til sátta að svara frönsku mótmælum vörubílstjóranna með ofbeldi af hendi lögreglu. Það þarf nefnilega tvo til að til átaka komi og varla hefðu trukkararnir farið að berja hvern annan?

Ég velti fyrir mér hversu lengi Birni Bjarnasyni verði sætt á stóli dómsmálaráðherra eftir þetta fiasko sem mig grunar að sé runnið undan honum frekar en nokkrum öðrum embættismanni í kerfinu. 


mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér ég styð bílstjórana 100% það er komin tími til að ráðamenn hunskist til að hlusta á fólkið í landinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Sammála þér Haukur... Það er bjarnarlykt í bólinu í þessu dæmi... Mér finnst líka eins og að löggan hafi verið harðari eftir að trukkarnir tepptu Geirr H Haarde um daginn... En hvað varðar kommentið frá Obi Wan Kenobi að þá verð ég að segja að þú ert fífl... það hafa ekki verið neinar ofbeldisaðgerðir frá bílstjórum.... allt friðsamlegt og samt ákveðið... tími til að taka á þessum ruddum? Sumir eru bara of veikir til að taka hart á málunum... Sumir eru bara eins og fangelsistíkurnar og tilbúnir að snúa sér við í fyrstu sturtuferðinni !

Helgi Þór Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

obi van er sem betur fer skáldsagnapersona og því alger óþarfi að láta svona athugasemdir lafa...

Annars er það svo að ef íslenska lögreglan væri betur vopnuð mundu þessir óhæfu yfirmenn lögreglunnar á íslandi gefa skipun um notkun þeirra.

Áfram Trukkar.

Óskar Þorkelsson, 23.4.2008 kl. 13:45

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég skil ekki vandamálið - einhverjir menn voru að fremja lögbrot og löggan brást við því. Eins má taka fram að þetta er ekki táragas, þetta er piparúði og mér vitanlega hefur hann ekki drepið neinn.

Og Ásthildur - íslenskir ráðamenn hafa voðalega lítið að gera með heimsmarkaðsverð á olíu.

Ingvar Valgeirsson, 23.4.2008 kl. 14:56

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Lögreglan átti að halda sig til hlés. Að lögreglan birtist í óeirðagöllum með kylfur, skildi, hjálma og úðabrúsa espar bara upp þá villtustu í trukkaraliðinu og svo stigmagnast málið upp í tóma vitleysu sem ég held að allir skammist sín fyrir svona eftir á að hyggja.

Þrennt mun sitja eftir í minningunni: Lögreglan að hlaupa menn uppi, fellandi þá og setjandi í handjárn, lögreglumaðurinn sem hljóp með rauða úðabrúsan gargandi eins og vitfirringur "GAS-GAS-GAS" og úðandi í allar áttir, og síðan kyrrstæð röð lögreglumanna sem stóð grafkyrr og lét krakkaskríl henda í sig eggjum (af hverju fóru þeir ekki bara?).

Ingvar, í þessu tilviki átti löggan að haga sér eins og sá sem þarf að velja um það að eiga réttinn í umferðinni eða vera dauður. Stundum er til eitthvað sem heitir heilbrigð skynsemi og þarna átti löggan bara að halda sig til hlés. Það er hættulegt að hefja handtökur með þeim hætti sem gert var þarna. Æsingur getur drepið fólk úr hjartaáföllum og eins er alltaf hætta á að einhver ærist alveg og missi gjörsamlega stjórn á sér. Hver hefði viljað bera ábyrgð á dauðsföllum þarna?

Umferðarslys geta lokað umferðaræðum langtímum saman og af hverju gátu þeir ekki bara beðið átekta, tekið myndir og skýrslur og sektað svo liðið í framhaldinu fyrir brotin? Mér þykir hér er stjórnun ábótavant svo vægt sé til orða tekið.

Haukur Nikulásson, 23.4.2008 kl. 15:22

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband