Því miður misheppnuð tilraun til að klóra yfir groddaskap í fréttamennsku

Það þarf ekki að hlusta neitt sérstaklega oft og mikið á upptökuna til að meta sem svo að fleiri samstarfsmenn hefðu talið hana mæla í alvöru þessi orð fremur en gríni. Það voru heldur engin kátínu- eða grínviðbrögð við þessari tillögu hennar um að leikstýra fréttunum.

Hún má eins og aðrir eflaust njóta vafans í þessu máli en fréttastjórinn hennar situr eftir með "vafasaman" fréttamann, hver vill það? Betri fréttamenn en Lára hafa verið látnir fjúka af mun minna tilefni. Nú kemur í ljós hvernig tengslanetið virkar. Ég mun eftir þetta taka hennar fréttamennsku með fyrirvara, það er erfitt að byggja upp hjá manni traust að nýju.


mbl.is Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt það heyrðust engin kátínu eða grínviðbrögð , en það er hægt að brosa breitt og sýna kátínuviðbrögð á margan hátt en það sem eyrað nemur sem betur fer

Það er erfitt að trúa öðru en þetta hafi verið sagt í öðru en gríni.  Ég tek yfirlýsinguna til greina.

jonas (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Stöð tvö er að skíta upp á bak.  Ekki nokkur maður trúir að þessi fréttakona hafi verið að grínast né að hún hafi verið að gera þetta í fyrsta og síðasta skiptið.  Síðan er alveg á hreinu að "fréttafólkið" á Stöð tvö er allt með í þessu!

Björn Heiðdal, 24.4.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hann Björn Heiðdal er sko með hlutina á hreinu.

Árni Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur oft komið fram í fréttaflutningi Láru, hversu erfitt hún á með að taka ekki hlutlausa afstöðu. Hún segir ekki bara fréttir, hún býr þær til

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Lára er reyndar sama númer og Helgi Seljan. Hvorugt hafa þau getað leynt því með hverjum þau "halda" þegar þau fjalla um málin. Hafa of sterkar skoðanir til að geta verð nothæf sem hlutlausir fréttamenn. Verð líka oft var við þetta hjá Jóhönnu Vilhjálmsdóttur á RÚV.

Haukur Nikulásson, 24.4.2008 kl. 23:51

6 Smámynd: Landfari

Gunnar Th. ef Lára á erfitt meða að taka ekki hlutlausa afstöðu hlýtur hún nú lang oftast að taka hlutlausa afstöðu. Segir það sig ekki alveg sjálft?

Annars sammála Hauki með Helga Seljan og Jóhönnu en einhvern vegin ekki pælt í þessu hjá Láru áður.

Landfari, 25.4.2008 kl. 13:37

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 264902

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband