Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Ekki bara hárlenging

Roskin hjón horfðu á þátt á Discovery Channel þar sem svartir búskmenn í vestur-Afríku höfðu allir typpi sem voru 24 tommur að lengd. Á vissum aldri voru drengirnir látnir hafa lóð sem bundið var við lim þeirra með spotta og það síðan fjarlægt þegar 24 tommunum var náð.

Síðar um kvöldið horfði konan á mann sinn koma úr sturtu og spurði: "Hvað finnst þér um að prófa svona lóð í bandi eins og hjá svertingjunum?" Eiginmaðurinn samþykkti þetta og þau bundu lóð í lim hans.

Nokkrum dögum síðar spurði konan mann sinn: "Hvernig gengur svertingjatilraunin okkar elskan?"
Maðurinn svaraði: "Þetta hlýtur að vera um það bil hálfnað".
"Hvað segirðu!" hrópaði konan. "Er hann orðinn 12 tommur!?"
"Nei," svaraði maðurinn. "en hann er orðinn svartur!"


Það er aulagangur að láta bestu fréttamennina fara

Þóra Kristín er með skarpari fréttamönnum sem ég hef fylgst með. Aldrei hefur maður fengið á tilfinninguna annað en að hún sé almennt mjög vel að sér og verið sáttur við efnistök hennar og skarpa sýn á aðalatriði málanna.

Hún er einn af örfáum fréttamönnum sem maður hefur nánast treyst fullkomlega til að segja manni satt og rétt frá og það meira að segja á mannamáli!

Hvað skyldu líða margir dagar áður en RÚV hefur vit á að ráða hana til sín? 


mbl.is Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er þolinmæðisverk að stela ríkisfyrirtækjum

Það er augljóst þegar menn ljúga þá virðast þeir byrja á því að fyrra bragði að afneita næsta skrefi í fyrirætlunum sínum, jafnvel án þess að vera spurðir um það!

Ég þreytist seint á því að vara við sölu svona þjónustufyrirtækis sem á að sinna grunnþörfum í okkar samfélagi þ.e. að sjá okkur fyrir rafmagni, vatni og frárennsli. Það er í mínum huga landráðatal og þjófnaður að vera með fyrirætlanir um einkavæðingu þessarar samfélagsþjónustu. Þeir hafa þegar seilst of langt í þessum fyrirætlunum og á að stoppa.

Ef íslendingar vilja hasla sér völl erlendis geta þeir gert það með því að stofna ný fyrirtæki og láta þennan sameiginlega grunn okkar óhreyfðan.

Ég verð reiður í huga þegar ég hugsa um andskotans græðgina sem liggur þarna að baki. 


mbl.is Stefnt að því að breyta OR í hlutafélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortur á samkeppni er þjóðarmeinsemd íslendinga

Nánast öldum saman gátu íslendingar kvartað yfir einokunarverslun dana á Íslandi.  Frelsi til viðskipta fékkst á endanum og það má núna færa rök fyrir því að langþráð viðskiptafrelsið hafi í raun liðið undir lok allt of snemma.

Íslenska ríkið tók við sumum þessara viðskiptaþátta og halda sumum þeirra enn sbr. sölu á áfengi og tóbaki í gegnum ÁTVR. Þetta hef ég stundum leyft mér að kalla ríkiseinokaða eiturbyrlun. Þetta er óhreina barnið hennar Evu, því hið opinbera úðar þessu í fólk og skammast svo yfir afleiðingunum og vill helst ekkert af þeim vita. Okrið á þessum vöruflokki á sér ekki hliðstæðu með óhóflegum tollum sem og áfengisgjaldi.

Samkeppni þar sem menn hafa frjálsa aðkomu hefur líka átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna þess að hörðustu fulltrúar græðginnar eru að teygja anga sína í öll möguleg og ómöguleg viðskipti. Völd og áhrif í viðskiptum eru nefnilega að færast á alltof fáar hendur og þar eru notuð óvönduð meðul til að koma samkeppnisaðilum fyrir kattarnef.

Öðru hvoru berast okkur raddir þeirra sem finna fyrir óþverrabrögðum í viðskiptum og við hlustum á þau með öðru eyranu og gleymum jafnharðan, kemur okkur ekki við. Samkeppnisstofnun á að taka þessi mál upp en gerir lítið sem ekkert, trúlega vegna þess að siðferði ríkisins er oft ekki hótinu betra.

Nýjustu dæmin sem ég man eftir eru hvernig reynt er að koma í veg fyrir að Atlantsolía komist inn á markaðinn með því að undirbjóða verð þeirra í næsta nágrenni við þeirra stöðvar. Hitt dæmið er aðferð stóru lyfjakeðjunnar við að drepa apótekarann á Akranesi. Hann á að svelta burtu þó það þýði að lyfjaverð sé langlægst á Akranesi á meðan það gengur yfir. Lyfjakeðjuna munar ekkert um þetta í smá tíma á meðan lífið er murkað úr litla aðilanum. Tíma- og staðbundin undirboð á vöru og þjónustu eru miskunnarlaust notuð í þessum heimi. Almenningur lætur sér fátt um finnast vegna þess að stóra lyfjakeðjan er með lægra verð og felur sig með aðstoð skammtímagræðgi almennings sem hreinlega skilur ekki aðferðarfræðina. Þegar litli aðilinn er horfinn sökum vanmáttar hækkar lyfjarisinn verðið hægt og bítandi og situr síðan einn að öllu.

Mín tilfinning er sú að samkeppni er nær horfin á allt of mörgum sviðum og nefni hér heild- og smásölu, banka- og fjármálastarfsemi, bensín- og olíusölu, orkusölu, tryggingasölu og ótal fleiri veigaminni sviðum. Hafi einhverjum dottið í hug að samráðsfundir á borð við þá sem fóru fram í Öskjuhlíðinni forðum daga séu liðnir undir lok þá má fólk íhuga málin betur. Þeir fara núna fram um borð í einkaþotum á leið til útlanda. Þar eru tryggðarbandalögin mynduð í dag. Smærri aðilar í viðskiptum finna vel fyrir því að eiga enga möguleika á sölu á samkeppnisfærri vöru og þjónustu vegna þess að tilheyra ekki réttri viðskiptaklíku. Þeir sem ráða lögum og lofum í íslenskum viðskiptaheimi eru löngu hættir allir samkeppni á Íslandi, hér ríkir fullkomið samráð. Þeir láta nægja að berjast í útlöndum, ýmist einir eða í samstarfi ef svo ber undir.

Ríkið er ekki sannfærandi í að beita sér gegn ólöglegu samráði vegna þess að það ástundar sjálft dæmalaust okur í gegnum ÁTVR og viðheldur sóðalegu okri á matvælum með verndartollum og haftastefnu í landbúnaðarmálum til að verja hagsmuni síðustu manna í bændastétt, sem telja sig, líkt og kvótakóngarnir í fiskinum, eiga rétt á áskrift að milljörðum úr vösum almennings sér til viðhalds.

Smærri aðilar í viðskiptum hafa ekkert bolmagn til að reka dómstólamál gegn svona óþverrahætti í viðskiptum. Lögfræðikostnaður er of hár til þess. Stjórnmálamenn hjálpa heldur ekkert, ástæðan er nefnilega sú að hörðustu viðskiptahéðnarnir eiga ítök inn í pólitíkina og fjármagna að stórum hluta.

Þegar frelsið er komið á endastöð sökum ójöfnuðar og einkaeinokunar hvað gerum við þá? Tillögur eru vel þegnar!


Fjárhagslegt öryggi okkar í voða með endalausri hernaðarhyggju

Ég ætla að lýsa því hreint út að ég dauðsé eftir atkvæði mínu á Samfylkinguna í vor.

Ég hef alltaf talið að mér bæri að nota atkvæði mitt eftir bestu skynsemi og vitund og tók því ákvörðun miðað við málflutning frambjóðenda fyrir kosningarnar.

Samfylkinguna kaus ég mest vegna álits míns á Ágústi Ólafi, Katrínu Júlíusdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur sem ég taldi vonarpeninga Samfylkingarinnar. Mér til mikillar gremju urðu þau Ágúst Ólafur og Katrín áhrifslaus eftir kosningarnar. Jóhanna hefur sem betur fer komist í þolanlegan gang.

Solla er dottinn á höfuðið í eitthvert ótrúlegasta varnar-, hernaðar- og utanríkismálabrölt síðari tíma og virðist hafa einsett sér að friðaþægja allt mögulegt ofsóknaræði þeirra sem verst eru haldnir hjá íhaldinu, sem ennþá sjá kaldastríðsógn og rússakomma í hverju horni sem raunverulega ógn við þetta land. Solla hefur því miður nægilega mikil áhrif og völd til að ég óttist raunverulega að hún eigi eftir að kosta okkur íslendinga of marga milljarða í þessum kjánalega útgjaldalið.

Frammistaða ráðherra á borð við Össur og Björgvin er því miður falleinkun, Þórunn hefur ekkert gert og Kristján Möller er bara búinn að gera þá einu bommertu að skella Grímseyjarferjuklúðrinu í heilu lagi á skipaverkfræðinginn að vandlega óathuguðu máli. Hann hefur ekkert dregið til baka og gerir sjálfan sig með því dómgreindarlausan, lítinn og ómerkilegan í upphafi síns ferils.

Ef þetta væri þriggja mánaða reynslutími í starfi fengi ekkert af þessu fólki fastráðningu hjá mér nema Jóhanna.


mbl.is Unnið að gerð ógnarmats fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann mun ekki deyja úr hógværð!

Flestir sem þekkja til slíkra mála vita að hógværð er ekki talinn sérstakur kostur hjá listamönnum. Enn síður í hópi tónlistarmanna og allra síst hjá söngvurum.

Björgvin Halldórsson er með flotta Myspace síðu sem vert er að skoða og þar er þessi hógværa lýsing á honum sem söngvara:

"Nat King Cole, Elvis Presley, Rod Stewart, Ray Charles, Johnny Cash, Mario Lanza,Tony Bennett , Sam Cooke, Randy Travis, John Lennon, Nilson and Haukur Morthens...rolled into one"

Annað eftirtektarvert atriði á þessari síðu er að Bubbi Morthens hefur ekki haft nein áhrif á hann og eru þó taldir upp býsna ansi margir minni spámenn á þeim lista. Hefur Bo alveg misst af Bubba í gegnum tíðina?


... og verða allra kerlinga elstar!

Það vantar inn í þessa umræðu hvort þeim íslensku verði yfirleitt nokkuð meint af meintri offitu.

Danir þakka hjólreiðum minni þyngd en þeir mættu líka athuga hvort þær dönsku reyki ekki líka meira en þær íslensku? Danir reykja mest allra á norðurlöndum og reykingar halda niðri vigt. 

Kannski er bara kjörþyngdin of lág? Íslenskar konur hljóta að vera næst raunverulegri kjörþyngd ef þær verða nokkurn veginn allra kerlinga elstar í heiminum eða hvað?

Íslenskar konur eru afbragð annarra kvenna í heiminum. Um það efumst við ekkert! 


mbl.is Íslenskar konur þyngri en þær dönsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga hæstaréttarlögmenn að kjósa hæstaréttardómara?

Á næstunni mun verða skipaður enn einn hæstaréttardómarinn og einu sinni enn kemur það í hlut Björns Bjarnasonar. Að þessu sinni fer ráðningin að hluta til fram á bloggsíðunni hans.

Ekki veit ég hvaða maður stendur næst hjarta Davíðs Oddssonar en einhvern veginn kemur upp í hugann pólítískt val einkavina í dóminn, sem á endanum verður bara bridgeklúbbur gamla forsætisráðherrans. Er ekki kominn tími á að Björn ráði einu sinni faglega í starfið og láti vinaklúbbinn eiga sig að þessu sinni?

Væri ekki faglegast að hæstaréttarlögmenn kjósi hæstaréttardómara úr sínum hópi? Það myndi trúlega gefa ráðningunni faglegasta yfirbragðið. A.m.k. tel ég að orstír meðal þeirra sjálfra sé nægilega útbreiddur til að skila bestu fagmönnum og konum í réttinn.


Veiðiheimildirnar voru vanhugsuð fljótræðisgreiðasemi við einkavinina!

Það var flestum ljóst áður en Einar Guðfinnsson veitti Kristjáni Loftssyni heimild til hvalveiða að það væri glapræði á alla lund. Veiðiheimildin var í upphafi með óeðlilegt fyrirgreiðsluyfirbragð.

Íslendingar voru yfirleitt hættir að vilja borða þennan mat. Hvalkjöt var hvort eð er alltaf metið neðst af kjötmetinu hér áður fyrr. Kjötið þurfti forverkun til að losna við þráabragð sem skein síðan samt alltaf í gegnum alla matseld.

Það sem hins vegar styggir okkur íslendinga er að við þolum alls ekki að láta segja okkur fyrir verkum um það hvernig við förum með náttúruauðlindir okkar. Það er óskoraður réttur að veiða hvali ef okkur sýnist svo um það geri ég ekki ágreining og einnig er orðið nokkuð ljóst að hvalir eru langt í frá í nokkurri útrýmingarhættu. Þó að við hættum hvalveiðum þýðir ekki að við séum að beygja okkur fyrir rugluðum náttúruverndarsinnum.

Nú virðist næstum öllum ljóst að þessu er sjálfhætt af því að við bara étum þetta ekki lengur og fáum heldur ekki aðra til að gera það. Til hvers þá að veiða hval?
mbl.is Ekki gefin út ný hvalveiðileyfi vegna markaðsaðstæðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki bjórsjálfsala á hvert götuhorn í miðbænum?

Ég geri nú ekki mikið af því að skemmta mér í miðbænum um helgar.

Af einskærum kvikindisskap dettur mér nú samt í hug að við gætum haft bjórsjálfsala í miðbænum á vegum ÁTVR sem seldi menni ölið, vel kælt, á aðeins skaplegra verði um helgar en veitingahúsin gera.

Í Japan eru tóbakssjálfsalar á hverju götuhorni. Það er því örugglega hollara að við íslendingar hefðum bjórsjálfssala á hverju horni í miðbænum. Verðið á ölinu réttlætir sko örugglega betri þjónustu!

Til að setja örlitla alvöru í þennan pistil má bæta því við að það er löngu tímabært að ríkið fari að verðleggja áfenga drykki í samræmi við einhvern annan veruleika en þann að það sé komin hefð á að það megi okra stórkostlega á okkur smælingjunum. 


mbl.is Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband