Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
22.8.2007 | 23:08
Þegar pólitísku áhrifin koma í ljós
Ég er einn þeirra sem var mjög hissa á því að leyfð hefði verið stórbygging við Glæsibæ við Álfheima á reit sem rúmar þetta ekki í raun og veru, ekki síst með tilliti til umferðaræðanna þar í kring. Þessi húsbygging fór ekki í grendarkynningu svo ég viti til meðal nágranna í Álfheimum, Gnoðarvogi og Ljósheimum sem verða fyrir verulegu skertu útsýni enda er hún helmingi hærri en blokkirnar við Álfheimana.
Nú þegar upplýst er hverjir séu að flytja þarna inn skilur maður betur hvernig hægt er að koma svona bákni inn í gróið hverfi og valta yfir íbúa svæðisins á skítugum skónum.
Ágústa Johnsen, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra (og fyrrum borgarfulltrúa) er að flytja þarna inn með starfsemi sína og þá hætti ég bara að vera hissa lengur. Lái mér hver sem vill!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook
21.8.2007 | 17:13
Rífast um tæknilegan tittlingaskít til að fela óráðsíubullið!
Þetta er alveg brakandi snilld hjá fjármálaráðherranum. Ef rökin hans fyrir útgjöldum standa geta ráðuneytin og stofnanir gert nákvæmlega það sem þeim sýnist. Ef peningar eru í kassanum megi þeir eyða þeim í hvaða vitleysu sem er.
Hér er hins vegar meiri snilld á ferðinni. Farið er út í að rífast um tæknileg útfærsluatriði út frá fjárreiðulögum til að fela raunverulega vandamálið sem felst í því að handstýra fjárveitingum í gjaldþrota fyrirtæki í kjördæminu í atkvæðakaupum fyrir kosningar.
Kristján L. Möller gerði mistök með því að kenna ráðgjafanum um. Vonandi sér hann að sér og biðst afsökunar. Ráðgjafinn virðist nefnilega reiðast nægilega mikið til að segja sannleikann um valdbeitinguna með fjármunina, en hann getur hins vegar kvatt þann möguleika að fá fleiri ráðgjafarverkefni í framhaldinu. Þeir sem ráða hjá ríkinu geta nefnilega bæði séð um sína og hefnt sín ef því er að skipta.
Segir fjármögnun Grímseyjarferju innan fjárreiðuheimilda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2007 | 15:24
Höfum við Þróttarar áhuga á einkavæðingu?
Athyglisverð er athugasemd Pálma um Þrótt.
Spurningin er hvort almennir félagsmenn Þróttar séu tilbúnir að einkavæða félagið? Er Pálmi tilbúinn að setja pening í félagið? Sumir hafa þar látið sig dreyma um meistaradeildarsæti og þá er eins gott að það komi einhver að málum með nægilega feitt veski til að gera það mögulegt.
Pálmi Haraldsson: Ég er ekki að kaupa Newcastle" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2007 | 18:56
Fé almennings notað til að vernda hina ríku?
Miðað við þessar fréttir fær maður sterklega á tilfinninguna að Seðlabanki bandaríkjanna sé að nota almannafé til að halda uppi verði á mörkuðum og þá er það bara til að vernda eigendur verðbréfa þ.e. hina ríku.
Vonandi verður ríkissjóður Íslands ekki misnotaður til að halda uppi hlutabréfaverði í íslenskum fyrirtækjum þegar kemur að því að bull- og bjartsýnishækkun undanfarinna ára fer að síga til baka.
Davíð: Markaðurinn þráði góðar fréttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook
19.8.2007 | 10:52
Miklatún - Seinni konsert - Tónlistargagnrýni
Hlustaði á seinni hluta tónleika rásar 2 á Miklatúni á netinu. Tónleikarnir fóru fram við bestu aðstæður.
Hér er upplifun mín af þessu:
Sprengjuhöllin: Er mjög sérstök samsetning. Tilþrifalítil og átakalaus sveit sem gerir það sem þá langar til og hefur meira segja tekist að komast í efsta sæti vinældalista með lagið Verum í sambandi. Þeir klikkuðu ekkert á sínu dæmi og hljómurinn var betri en ég átti von á. Einkunn. 3/5.
Eivør Pálsdóttir: Þetta er stórkóstleg söngkona á alla lund. Geðfelld með fallega rödd, vítt raddsvið, ótrúlega tónviss og með frábæra söngtækni. En þetta nægir nú reyndar ekki öllum því hún bætir um betur með fádæma smekkvísi í lögum sem gerir hana hreint frábæra og mann langar alltaf að heyra meira. Hljómsveitin hennar er nákvæmlega rétta númerið, sérstaklega flott í dramatíska flutningnum. Það var unun að hlusta á þau smella svona vel saman: Einkunn 5/5.
Á móti sól: Þessi hljómsveit og Magni eru orðin nokkuð þekkt stærð og rennur í gegn á sinn fyrirsjáanlega örugga hátt. Strákarnir eru í mikilli spilaæfingu og eru orðnir hæfilega afslappaðir án þess þó að vera orðnir jafn sloppy og Stuðmenn voru í gærkvöldi. Hljómur var í góðu lagi, hér gekk allt upp. Einkunn: 4/5.
Megas og senuþjófarnir: Mér þykir leiðinlegt að hafa ekki smekk fyrir Megas, aðrir virðast hafa það í góðum mæli fyrir mig. Ég næ því oft á tíðum ekki að eigi maðurinn að vera svona frábær textasmiður að hann skuli drekkja þeim í þvoglumæli sem í upphafi var stæling á söngstíl Bob Dylan upp úr 1970 (sem hann er löngu hættur að nota). Á hans eigin mælikvarða stóð hann sig þó með stökustu prýði og aðdáendur hans trúlega verið mjög ánægðir. Einkunn: 3/5.
Mannakorn og Ellen Kristjánsdóttir: Í upphafi var tónninn í Pálma verulega nefmæltur svo að það spillti söngnum mikið. Hvað gera hljóðmennirnir á svona tónleikum? Ég beið alltaf að þessir rútíneruðu atvinnumenn kæmust almennilega í gang en það einhvern veginn gerðist bara ekki. Söngurinn er fráleitt sterkasta hlið Magnúsar og svo bætti ekki úr skák að Ellen koma aldrei fram þrátt fyrir að vera kynnt. Jafnvel góðar hljómsveitir geta átt slæm gigg og eins og Stuðmenn í fyrrakvöld þá þurftu Mannakorn eiginlega að lenda í því sama, bara ekki alveg eins slæmir. Einkunn 2/5.
Alveg eins og á Laugardalsvellinum áttu sumir góða spretti á sviði.
17.8.2007 | 23:59
Svona stóðu þeir sig - Tónlistargagnrýni
Páll Óskar: Alltaf á tón og öruggur í því sem hann gerir. Hann er fyrsta flokks skemmtikraftur sem ég hef aldrei séð klikka. Stóð sig líka vel sem kynnir. Einkunn: 5/5.
SSSól: Sem hljómsveit virkaði allt hjá þeim. Tóku toppinn af sínu prógrammi og gerðu það bara vel. Helgi náði ágætu sambandi við áheyrendur og lagði sig allan fram. Einkunn: 4/5.
Luxor: Einar Bárðar notaði tækifærið og kynnti þessa drengi til sögunnar. Þeirra frammistaða var lituð af taugaveiklun og þá verður svona söngur þvingaður og vantar góða áferð. Sumir þeirra héldu ekki vel tóninum. Með meiri samæfingu geta þeir orðið eitthvað, en eitthvað segir mér að það sé ekki það mikið púður í þeim að maður þyldi meira en þrjú eða fjögur lög áður en maður vildi fara. Ég fékk á tilfinninguna að einn þeirra yrði kannski mjög góður söngvari innan skamms. Einkunn: 2/5.
Nylon: Mér finnst eiginlega leiðinlegt að finnast þessar sætu og geðþekku stelpur svona misheppnaðar á köflum. Það hreinlega læddist niður aulahrollur strax á fyrsta lagi. Þær eru samt betri með nýrra efnið, samt einhvern veginn með hálf óþroskaðar söngraddir. Kannski þurfa þær bara lengri tíma. Einkunn: 2/5.
Mugison: Mjög athyglisvert prógramm hjá honum. Næstum allt efnið nýtt sem er nánast bannorð á svona tónleikum. Lögin voru furðu góð við fyrstu hlustun. Meðspilararnir voru bæði kraftmiklir og greinilega í góðu stuði með honum. Þetta féll vel í kramið hjá mér. Einkunn: 4/5.
Garðar Thor Cortez: Þetta er mjög góður söngvari. Hann var samt ekki góður í kvöld og kom tvennt til. Hann belgdi sig of mikið í stíl við Kristján Jóhannsson og svo var hljóðmaðurinn á hljóðkerfinu ófær um að koma nefhljóðinu út úr EQ-inu. Garðar þarf ekki að belgja sig í söng. Hann hljómar vel þegar hann er á lýrískum og mjúkum tón eins og t.d. Carreras. Einkunn: 3/5.
Todmobile: Hjá þeim er alltaf topphljóðfæraleikur og gott grúv. Söngurinn þeirra er orðinn mjög köflóttur og á stundum hreint falskur. Hvorki Andrea né Eyþór voru í stuði. Eyþór má eiga það að líkamsræktin er að skila sér, en söngurinn er svolítið tapaður, kannski vegna vanrækslu í þeirri deild. Einkunn: 3/5.
Bubbi: Tók sitt númer óaðfinnanlega. Skilaði öllu því sem fólkið beið eftir og vildi heyra og það meira segja í hárréttri röð. Kórónan verður víst áfram hjá honum. Einkunn: 5/5.
Stuðmenn: Hljómsveitin mín og allra landsmanna missti sig alvarlega í kvöld. Spilaði eitthvert einkaflipp fyrir sjálfa sig í "eighties" hljóðgervlastíl. Hundleiðinlegt. Vantaði betri lögin í prógrammið og mér fannst það alvarleg sóun á að láta einn besta trommuleikara landsins spila á raftrommur. Egill var sá eini sem stóð sig eðlilega. Jakob á trúlega hugmyndina að útfærslunni og að þessu sinni floppaði hún. Hann mátti vita fyrirfram að þetta gengi aldrei upp á svona stórum konsert. Stundum fær maður það á tilfinninguna að Stuðmenn séu frekar að skemmta sér en áhorfendum. Það vantaði strengjasveitina Þórð og Tomma á réttu hljóðfærin. Stuðmenn urðu fyrir áfalli í kvöld. Einkunn: 1/5. Björgvin í pilsi var ekki alveg með sjálfum sér og átti ekkert erindi inn í Stuðmenn í algjöru óstuði.
Þessi konsert var mjög áhugaverð tilraun til að leiða fram landslið í tónlist og lukkaðist á köflum ágætlega.
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2007 | 20:06
Hver bað rússa um að koma?
Það vill svo skemmtilega til að rússarnir koma akkúrat þegar bresku og norsku þoturnar eru hérna!
Mikið erum við rosalega heppinn að það skyldi hafa verið hægt að senda þær á móti rússunum til að hafa "leikinn" svolítið raunverulegri.
Manni dettur í hug að rússarnir hafi verið beðnir um að koma á þessum tíma til að réttlæta útgjöld íslendinga til varnarmála og styrkja hergagnaiðnaðinn allsstaðar í heiminum, Bandaríkjunum, Evrópu og Rússlandi.
Góðir íslendingar, nú eiga allir að láta sannfærast um að milljarðaútgjöld séu réttlætanleg nokkur næstu árin af því að rússarnir hófu aftur svokallað "kaldastríðsflug" til Íslands.
Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn okkar vaxi upp úr þessum hálfvitagangi?!
Bandaríkjamenn hafa engar áhyggjur af mölkúluflugvélum Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2007 | 14:56
Hið opinbera vill græða á eiturbyrluninni en banna allar afleiðingar!
Við rekum okkur endalaust á það að ríkið sé í ótal þversögnum og rugli í fjöldamörgum málum.
Einkaeinokun ríkisins á sölu áfengra drykkja og tóbaks er eitthvert óhóflegasta langtímaokur sem þjóðin hefur farið í gegnum í allri hennar sögu. Reglugerðir um veitingastaði í þá veru að áfengi megi bara nýtast innan dyra og tóbak utandyra hlýtur að vera ærandi heimska í eyrum eigenda og viðskiptavina þessara staða. Í raun er málið svo heimskulegt að þeir sem standa að lagasetningum af þessu tagi koma líklegast aldrei á þessa staði til að njóta afleiðinga starfa sinna.
Þegar svona er komið þá fjölgar eðlilega fólki sem er utandyra að smóka sig og þá virðist hinn ungi og blauti (á bak við eyrun) lögreglustjóri hafa ályktað að nú sé ástandið orðið alveg óviðunandi og kennir opnunartímanum um!
Miðað við þær reglugerðir sem þegar hafa verið settar þá held ég að það sé hreint ekkert heimskulegra að banna með öllu notkun áfengis og tóbaks í miðbænum og krefjast þess að skemmtistaðir loki kl. 23.00 á kvöldin. Nú má hver sem er reyna að afneita því að þetta myndi ekki duga til að leysa miðbæjarvandamálið... og hana nú!
Sammála um að bæta þurfi ástandið í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook
Það verður stundum að sýna visst umburðarlyndi og skilning á þessum málum.
Þetta er eins og ýmislegt annað samspil hluta sem eru oft ekki viðráðanlegir. Í mörgum tilvikum þurfa forstöðumenn ríkisstofnana að velja á milli þess að halda fjárlögin en geta ekki haldið uppi að sama skapi lögbundinni þjónustu. Algengast er þetta í heilbrigðis- og tryggingarkerfi landsmanna. Gleymið því til dæmis ekki að landsmenn eiga völ á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Þessi krafa sumra laga er mjög oft að stangast á við fjárlög og hvað þá? Eiga forstöðumenn að loka dyrum stofnana sinna, segja upp starfsfólki og segja svo við landsmenn: Sorrí, aurinn er búinn og ég vil ekki verða rekinn fyrir bruðl!
Upphrópanir og brigslyrði eiga oft rétt á sér, en við megum líka alveg vera meðvituð um þann raunveruleika sem boðið er upp á, óháð því sem Alþingi vill með fjárlögum sínum. Þessi mál verða aldrei klippt og skorin, hins vegar er sjálfsagt að það sé eftirlit með frammistöðu forstöðumanna á hverju ári. Þeir sem ítrekað geta ekki rekið stofnanir innan fjárlagarammans eiga þá að sjálfsögðu að víkja.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir agaleysi forstöðumanna stofnana og ráðuneyta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2007 | 14:10
Eigum við þá að henda orðinu ÞÉTTIR?
Svo lengi sem ég hef fiktað við rafeindadót og tölvur hefur enska orðið "capacitor" átt hið góða og gegna íslenska heiti þéttir.
Ekki veit ég í hvaða umræðu ráðherrann hefur lent núna en hún endurspeglar ekki mikla þekkingu á viðfangsefninu.
Ef ég skil þetta mál rétt af litlum upplýsingum þá á að reisa annað hvort verksmiðju til að búa til þétta eða forvinna álið sem notað er í þynnurnar í þéttunum. Hvað svo málið er, þá þarf ekki að endurþýða orðið capacitor.
Iðnaðarráðherra mælir með nýyrðinu aflþynna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson