Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
14.8.2007 | 23:05
Mikið eru þeir heppnir að hafa bandaríska herinn til að verja sig!
Á meðan íslendingar hvetja til þess að hér sé haldið úti heræfingum til að verjast m.a. hryðjuverkaárásum sjáum við hversu vel þeim gengur með allt sitt lið í Írak.
Við ætlum að verja nokkur hundruðum milljóna, jafnvel milljörðum til að þóknast bandalagsþjóðum í NATO. Aðeins með því að segja landið úr NATO til að hætta afskiptum af þjóðum sem koma okkur ekki við getum við losnað við fjárkúgun af þessu tagi.
Hvaða gagn gerir Ísland sem aðili að NATO í dag?
175 féllu í tilræðum í Írak í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stóra tilvistarspurningin er mér ofarlega í sinni. Ég veit eiginlega ekkert um það hvort margir séu á sama plani og ég, leitandi að stóra sannleikanum á hverjum degi án árangurs.
Ég er hins vegar kominn að einni niðurstöðu og hún er falin fyrirsögn pistilsins. Það er búið að sannfæra mig um það að upphaf Biblíunnar sem orðs Guðs er hvergi að finna. Þetta "rit" nær trúlega ekki lengra en til ársins 300 eftir Krist og er þar með frekar vafasöm heimild svo vægt sé til orða tekið. Einnig fara af því óljósar sögur hvernig þessu riti var ritstýrt og fær maður á tilfinninguna að Biblían hafi að stórum hluta verið notuð til að hafa stjórn á almenningi aðallega með hótunum um Vítisvist ef ekki væri farið að "vilja Guðs" í Biblíunni. Í seinni tíð er einn af fulltrúum Guðs á jörð, Gunnar í Krossinum, að agnúast út í einhverjar þýðingarbreytingar (að ég held aðallega um homma!) sem fara fyrir brjóstið á honum. Ef ég tók rétt eftir þá ætlar hann að hamstra eldri útgáfu Biblíunnar af því að sú nýja sé "handónýt".
Sá Guð sem Biblían lýsir virkar á mann sem allt í senn: Heimskur, einfaldur, hefnigjarn, smámunasamur og óréttlátur. Þetta eru einkenni hálfgerðs dusilmennis. Ef hann er almáttugur, af hverju talar hann ekki við okkur beint? Hvers vegna eigum við að trúa því að hann sé svona almáttugur að setja mannkynið í gegnum einhverja barnalega uppeldisleiki? Ef hann skapaði manninn í sinni mynd hvaða rétt hefur hann á því að reiðast manninum fyrir heimsku sína? Af hverju skapaði hann ekki manninn fullkomnari ef hann er almáttugur? Í hvaða tilgangi skapar hann andvana fædd börn eða vangefin? Er ekki einfaldast fyrir hann að halda fyrir okkur námskeið ef við þörfnumst lagfæringar og innrætingar?
Ég gæti endalaust haldið áfram að úða út spurningum sem allar bera að sama brunni. Þessi Guð Biblíunnar getur einfaldlega ekki verið til. Þetta er bara of heimskulegt dæmi til að ganga upp.
Ég veit ekkert frekar en aðrir hvort það sé líf eftir dauðann eða hvort einhver guð sé til. Rökhyggjan segir okkur að eftir dauðann taki ekkert við nema eilíft óminni. Óskhyggjan segir okkur hins vegar að það verði tekið vel á móti okkur eftir dauðann og við viljum mörg trúa því. Fyrir ótal marga er þetta hugsefjun, hinn eilífi óminnisdauði er of skelfilegur út frá kærleikshugsun okkar.
Sum okkar ganga reyndar svo langt að veðja á þann möguleika að það sé líf eftir dauðann og okkur beri að lifa til góðs. Ég reyndar veðja á það og hef gert það með þeim rökum að mér líður sjálfum yfirleitt betur ef ég geri öðrum mönnum og dýrum eitthvað gott fremur en illt. Í því sambandi skal ég játa að boðorðin frá 2 til 10 henta mjög vel sem almenn siðfræði.
Í þessa umræðu fæst engin niðurstaða. Þess vegna á samfélagið ekki að styðja trúfélög úr sameiginlegum sjóðum, hvorki kristin né önnur. Það er kominn tími til að endurskoða útgjöld samfélagsins til kirkju- og trúmála og gera þetta að því sem það á að vera: Einkamál hvers og eins.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook
14.8.2007 | 18:50
Nú erum við Birna í sama liði!
Einu sinni var ég ungt íhald, sem var áskapað að hata kommúnisma og alla kommúnísta. Kalda stríðið var notað til að ala þetta upp í okkur.
Þá var Birna Þórðardóttir holdgervingur hinna illu afla, myndir af henni sem mótmælanda spriklandi í höndum lögreglumanna vakti hjá okkur í stuttbuxnaíhaldinu meinfýsinn hlátur.
Svo liðu árin. Birna er hætt að vera kommúnisti og ég er hættur að vera íhald (var það raunar aldrei þegar á reyndi).
Nú gleðst ég yfir því að Birna sé ekki hætt að berjast gegn hernaðarbrölti og NATO tel að við séum eftir allt saman í sama liði. Ísland úr NATO og hernaðarbröltið burt!
Hernaðarandstæðingar mótmæla heræfingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook
14.8.2007 | 08:32
Ken Hensley er hljómborðsleikari frekar en gítarleikari
Þetta eru kannski ómerkilegar fréttir en það er samt óþarfi að segja ekki rétt frá.
Sem gamall Uriah Heep áðdáandi get ég upplýst að Ken Hensley spilaði að mestu á hljómborð í þeirri hljómsveit þó svo að hann hafi tekið í gítara af og til. Hann ætti ekki allavega ekki að kalla "breska gítarleikarann" því hann hefði aldrei orðið, og var aldrei, þekktur sem slíkur.
Ken Hensley gengur úr híðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2007 | 08:06
Golf er stundum eyðilegging á góðum göngutúr
Ég er hættur í fótbolta og farinn að spila golf. Eftir því við hvern þú talar þá er þetta ýmist elli- eða þroskamerki. Sannast sagna fannst mér að ég væri orðinn of gamall og vitur til að nenna lengur að eiga í fótboltameiðslum stundum mánuðum saman og það væri bara kominn tími á þetta enda þá kominn um fimmtugt.
Golfið er á köflum ágæt blanda af góðum göngutúr, góðu veðri, góðum félagsskap og gó... nei köflóttu spili. Golfhringurinn á nesinu með Arnari og KR-ingunum var einn sá skrautlegasti á ferlinum. Ég ætla ekki að lýsa öllum hörmungunum en ein holan var leikin svona:
Við erum á 7. teig og það er meðvindur. Boltinn var kominn á tíið. Síðan fór í gang aftursveifla og svo átti að taka á því í framsveiflunni. Þegar dræverinn átti eftir u.þ.b. 20cm í boltann lak hann fram af tíinu, kylfan rétt fleytti skallann á honum og hann ýttist út af teignum og lá í kverkinni fyrir neðan, illsláanlegur. Upphafshöggið náði ekki nema einum metra. Það brast á hlátur hjá meðspilurunum, enda ekki furða. Boltinn hafði eins og viljandi laumað sér burt af tíinu.
í erfiðri stöðu fór boltinn næst 5 metra og ég ekki kominn fram yfir kvennateig, þriðja högg fer inn á braut og stoppar rétt við brautarglompu, heppinn! Í næsta höggi tekst mér að setja kylfuhælinn í boltann og hann skondrast því beint í glompuna sem ég hafði verið svo "heppinn" að sleppa við. Ég komst upp úr glompunni í næsta höggi og klára holuna á 9 höggum.
Þessi golfhringur var með þeim lakari á sumrinu og þá reynir á að félagsskapurinn, veðrið, göngutúrinn og aðrar aðstæður séu í góðu lagi. Annars myndi maður bara hreinlega tapa sér!
14.8.2007 | 00:29
Lengsti dráttur sem hann hefur fengið!
Þetta var spennandi. Hún iðaði hreint af lífi. Hann fann titringinn og lét vaða. Hann fann að eitthvað blotnaði, hann hægði á sér og stoppaði. Síðar var skaftið tekið útundan og hann fékk síðar einn lengsta drátt sem hann hafði fengið um sína daga.
Hann hafði verið á ferðalagi. Leiðin lá inn í Þórsmörk um helgina og það var farið á mörgum jeppum. Það er alltaf viss blanda af spennu og kvíða að fara yfir Krossá. Hún virtist ansi kraftmikil þarna seint á föstudagskvöldinu og það var keyrt yfir ána í fyrstu án vandræða. Síðan þurfti að lóðsa næstu fjóra jeppa með óvanari Þórsmerkurförum yfir ána. Þá fór í verra. Vatn komst inn á vélina hún festist. Bíllinn var skilinn eftir á árbakkanum. Á sunnudaginn var haldið til baka. Til að hægt væri að draga sjálfskiptan bílinn þurfti að fjarlægja drifskaftið til að sjálfskptingin myndi ekki eyðleggjast vegna hitamyndunar. Bíllinn var í drætti alla leið í bæinn.
Að öðru leyti heppnaðist ferðin hreint með ágætum.
Danir vonast til þess að geta slegið eign sinni á Norðurpólinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2007 | 08:42
Er metnaðurinn að vera hæstlaunaði varamaðurinn?
Manni virðist af umræðunni að peningarnir séu orðnir svo mikið aðalatriði að það skipti hreint ekki máli hvort hann fái að spila eða ekki. Ég held að flestir séu meðvitaðir um að launaseðillinn skipti máli bara einn dag í mánuði. Alla aðra daga sé spurning hvort þú sért hamingjusamur í því sem þú fæst við.
Ég held að flestum okkar verði morgunljóst til hvers hugur Eiðs Smára stendur varðandi þetta eftir þennan vetur. Ætlar hann að láta peningana alfarið ráða ferðinni?
Ég vona sannarlega að þessi geðþekki maður taki rétta ákvörðun.
Segir launakröfur Eiðs Smára háar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2007 | 08:22
Er viðskiptaráðherrann einfaldur?
Það er hreinlega ekki hægt að verjast ofangreindri spurningu þegar maður les þessa grein.
Það vita allir sem eru í viðskiptum að þú "étur" ekki gengishækkanir bara af því að þú ætlir að vera svo "góður" við almenna neytendur að hækka ekki vöruverð þegar innkaupsverðið þeirra hækkar.
Ég hef færst sífellt nær þeirri skoðun að Björgvin G. Sigurðsson hafi verið kosinn til ábyrgðarstarfa vegna þess að hann hefur slétt og fellt útlit, hófsaman talanda og verið forystunni sauðtryggur og umtalsgóður í hennar garð. Björgvin hefur líka sýnt af sér að vera vel meinandi. Þar með held ég að kostir hans séu upptaldir. En þetta dugir bara ekki til að vera alvöru viðskiptaráðherra.
Ummæli hans á mörgum sviðum undanfarið eru að sannfæra mig um að hann sé í raun allt of einfaldur og skaplaus til að geta sýnt einhver tilþrif í stöðu viðskiptaráðherra. Ég held reyndar í alvöru að hann skilji alls ekki eðli viðskipta.
Mér kæmi ekki á óvart að hann færi í gegnum sinn pólitíska feril eins og Valgerður Sverrisdóttir, sem var nægilega foringjaholl og hugguleg til að þrífast allt of lengi í toppstöðum þrátt fyrir algjöran skort á hæfileikum.
Verslanir og birgjar taki á sig hækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2007 | 17:55
Er þessi kona fræg, rík, hamingjusöm, og heilbrigð?
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 265496
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson