Ken Hensley er hljómborðsleikari frekar en gítarleikari

Þetta eru kannski ómerkilegar fréttir en það er samt óþarfi að segja ekki rétt frá.

Sem gamall Uriah Heep áðdáandi get ég upplýst að Ken Hensley spilaði að mestu á hljómborð í þeirri hljómsveit þó svo að hann hafi tekið í gítara af og til. Hann ætti ekki allavega ekki að kalla "breska gítarleikarann" því hann hefði aldrei orðið, og var aldrei, þekktur sem slíkur.


mbl.is Ken Hensley gengur úr híðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Heill og sæll Haukur og þakka þér fyrir athugasemdina.

Hún er samt ekki alveg rétt hjá þér því Ken Hensley, var og er enn, ágætlega þekktur fyrir góðan gítarleik þó svo að Hammond B3  hafi verið hans aðal hljóðfæri síðustu áratugina.

Þegar Ken Hensley stofnaði hljómsveitina The Gods var hann í upphafi aðal gítarleikari þeirrar hljómsveitar sem varð ágætlega þekkt.  Hann áttiði sig bara á því að hinn gítarleikarinn, Mick Taylor, var einfaldelga betri gítarleikari og þess vegna fann hann sér annað hljóðfæri og þá orgelið.  Síðan hefur það verið hans aðal hljóðfæri hans en hann er enn mjög lipur á gítarinn og spilar á hann á öllum sínum tónleikum.

En ég er svo sem alveg sammála þér um það að í kynningunni hefði farið best á að segja "Tónlistarmaðurinn"

En hvað um það. Ég hef verið Heep aðdáandi líka. Allar götur frá þeirra fyrstu plötu.  Og Ken Hensley hefur alla tíð verið meðal "minna manna" í rokkinu. Ásamt Jon Lord, Alvin Lee, og Steve Marriott svo einhverjir séu nefndir.  Og hrifning mín af Hensley dofnaði ekki eftir að hafa eytt heilum laugardagseftirmiðdegi í kringum hann.  Hann er einfaldlega afskaplega hlýr og jarðbundinn náungi og spilar bæði á gítar og hljómborð.  

Kveðja

Guðni

Dunni, 15.8.2007 kl. 15:40

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband