Golf er stundum eyðilegging á góðum göngutúr

Ég er hættur í fótbolta og farinn að spila golf. Eftir því við hvern þú talar þá er þetta ýmist elli- eða þroskamerki. Sannast sagna fannst mér að ég væri orðinn of gamall og vitur til að nenna lengur að eiga í fótboltameiðslum stundum mánuðum saman og það væri bara kominn tími á þetta enda þá kominn um fimmtugt.

Golfið er á köflum ágæt blanda af góðum göngutúr, góðu veðri, góðum félagsskap og gó... nei köflóttu spili. Golfhringurinn á nesinu með Arnari og KR-ingunum var einn sá skrautlegasti á ferlinum. Ég ætla ekki að lýsa öllum hörmungunum en ein holan var leikin svona:

Við erum á 7. teig og það er meðvindur. Boltinn var kominn á tíið. Síðan fór í gang aftursveifla og svo átti að taka á því í framsveiflunni. Þegar dræverinn átti eftir u.þ.b. 20cm í boltann lak hann fram af tíinu, kylfan rétt fleytti skallann á honum og hann ýttist út af teignum og lá í kverkinni fyrir neðan, illsláanlegur. Upphafshöggið náði ekki nema einum metra. Það brast á hlátur hjá meðspilurunum, enda ekki furða. Boltinn hafði eins og viljandi laumað sér burt af tíinu.

í erfiðri stöðu fór boltinn næst 5 metra og ég ekki kominn fram yfir kvennateig, þriðja högg fer inn á braut og stoppar rétt við brautarglompu, heppinn! Í næsta höggi tekst mér að setja kylfuhælinn í boltann og hann skondrast því beint í glompuna sem ég hafði verið svo "heppinn" að sleppa við. Ég komst upp úr glompunni í næsta höggi og klára holuna á 9 höggum.

Þessi golfhringur var með þeim lakari á sumrinu og þá reynir á að félagsskapurinn, veðrið, göngutúrinn og aðrar aðstæður séu í góðu lagi. Annars myndi maður bara hreinlega tapa sér! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Var það Churchill sem sagði að golf væri góð leið til að spilla góðum göngutúr?

Sigurjón, 15.8.2007 kl. 00:49

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það getur vel verið að hann eigi þá staðhæfingu. Hún getur bara á stundum verið svo innilega sönn!

Haukur Nikulásson, 15.8.2007 kl. 09:37

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 264914

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband