Lengsti dráttur sem hann hefur fengið!

Þetta var spennandi. Hún iðaði hreint af lífi. Hann fann titringinn og lét vaða.  Hann fann að eitthvað blotnaði, hann hægði á sér og stoppaði. Síðar var skaftið  tekið útundan og hann fékk síðar einn lengsta drátt sem hann hafði fengið um sína daga.

Hann hafði verið á ferðalagi. Leiðin lá inn í Þórsmörk um helgina og það var farið á mörgum jeppum. Það er alltaf viss blanda af spennu og kvíða að fara yfir Krossá. Hún virtist ansi kraftmikil þarna seint á föstudagskvöldinu og það var keyrt yfir ána í fyrstu án vandræða. Síðan þurfti að lóðsa næstu fjóra jeppa með óvanari Þórsmerkurförum yfir ána. Þá fór í verra. Vatn komst inn á vélina hún festist. Bíllinn var skilinn eftir á árbakkanum. Á sunnudaginn var haldið til baka. Til að hægt væri að draga sjálfskiptan bílinn þurfti að fjarlægja drifskaftið til að sjálfskptingin myndi ekki eyðleggjast vegna hitamyndunar. Bíllinn var í drætti alla leið í bæinn.

Að öðru leyti heppnaðist ferðin hreint með ágætum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband