Hið opinbera vill græða á eiturbyrluninni en banna allar afleiðingar!

Við rekum okkur endalaust á það að ríkið sé í ótal þversögnum og rugli í fjöldamörgum málum.

Einkaeinokun ríkisins á sölu áfengra drykkja og tóbaks er eitthvert óhóflegasta langtímaokur sem þjóðin hefur farið í gegnum í allri hennar sögu. Reglugerðir um veitingastaði í þá veru að áfengi megi bara nýtast innan dyra og tóbak utandyra hlýtur að vera ærandi heimska í eyrum eigenda og viðskiptavina þessara staða. Í raun er málið svo heimskulegt að þeir sem standa að lagasetningum af þessu tagi koma líklegast aldrei á þessa staði til að njóta afleiðinga starfa sinna.

Þegar svona er komið þá fjölgar eðlilega fólki sem er utandyra að smóka sig og þá virðist hinn ungi og blauti (á bak við eyrun) lögreglustjóri hafa ályktað að nú sé ástandið orðið alveg óviðunandi og kennir opnunartímanum um!

Miðað við þær reglugerðir sem þegar hafa verið settar þá held ég að það sé hreint ekkert heimskulegra að banna með öllu notkun áfengis og tóbaks í miðbænum og krefjast þess að skemmtistaðir loki kl. 23.00 á kvöldin. Nú má hver sem er reyna að afneita því að þetta myndi ekki duga til að leysa miðbæjarvandamálið... og hana nú! 


mbl.is Sammála um að bæta þurfi ástandið í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Snilldarhugmynd. Svo mætti skikka fólk til að vera heima hjá sér eftir miðnætti og lesa húslestur. Það myndi bæta siðferði fólks almennt til mikilla muna.

Þarfagreinir, 16.8.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Sigurjón

Ég er sammála þér Haukur og bendi á skrif mín um málið.

Sigurjón, 17.8.2007 kl. 01:57

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nú eru nokkrir staðir sem hafa beinlínis gert út á "seinni vaktina". Má búast við því að grundvöllur að rekstri þeirra staða hyrfi með öllu ef farið væri aftur í 3-pakkann.

Ingvar Valgeirsson, 17.8.2007 kl. 12:05

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við sko sammála Haukur ,þessum tviskyningi verður að ljuka,Einkasala og okur á Vini og Tóbaki er og hefur verið til ósóma,svo sem þetta reykingabann er lika til þess að þeir sem vilja reykja geta ekki nema uti á götum,þetta á að leisa i ser reykherbergjum,eins og talað hefur verið um/við munum þegar vinið mátti hvergi drekka nema heima og á Hotel borg,en samt selt á okri/allt þetta er tvöfald siðgæði/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 17.8.2007 kl. 15:31

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Styð þessa hugmynd. Svo mætti bæta því við að Lögreglukórinn mæti í miðbæinn og syngi vögguvísur á kvöldin meðan fólk bíður eftir taxa.

Ævar Rafn Kjartansson, 18.8.2007 kl. 16:51

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 264887

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband