Forstöðumenn þurfa að velja: Veita lögbundna þjónustu eða halda sig við fjárlög

Það verður stundum að sýna visst umburðarlyndi og skilning á þessum málum.

Þetta er eins og ýmislegt annað samspil hluta sem eru oft ekki viðráðanlegir. Í mörgum tilvikum þurfa forstöðumenn ríkisstofnana að velja á milli þess að halda fjárlögin en geta ekki haldið uppi að sama skapi lögbundinni þjónustu. Algengast er þetta í heilbrigðis- og tryggingarkerfi landsmanna. Gleymið því til dæmis ekki að landsmenn eiga völ á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Þessi krafa sumra laga er mjög oft að stangast á við fjárlög og hvað þá? Eiga forstöðumenn að loka dyrum stofnana sinna, segja upp starfsfólki og segja svo við landsmenn: Sorrí, aurinn er búinn og ég vil ekki verða rekinn fyrir bruðl!

Upphrópanir og brigslyrði eiga oft rétt á sér, en við megum líka alveg vera meðvituð um þann raunveruleika sem boðið er upp á, óháð því sem Alþingi vill með fjárlögum sínum. Þessi mál verða aldrei klippt og skorin, hins vegar er sjálfsagt að það sé eftirlit með frammistöðu forstöðumanna á hverju ári. Þeir sem ítrekað geta ekki rekið stofnanir innan fjárlagarammans eiga þá að sjálfsögðu að víkja.


mbl.is Ríkisendurskoðun gagnrýnir agaleysi forstöðumanna stofnana og ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Úff. Ef orðatiltækið "að vera milli steins og sleggju" á einhvern tímann við,,,,,,,,

Halla Rut , 15.8.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Sigurjón

Af þessu missti greinilega ríkisendurskoðun.  Hún þyrfti greinilega að taka til í túnfætinum...

Sigurjón, 17.8.2007 kl. 02:00

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband