Eigum við þá að henda orðinu ÞÉTTIR?

Svo lengi sem ég hef fiktað við rafeindadót og tölvur hefur enska orðið "capacitor" átt hið góða og gegna íslenska heiti þéttir.

Ekki veit ég í hvaða umræðu ráðherrann hefur lent núna en hún endurspeglar ekki mikla þekkingu á viðfangsefninu.

Ef ég skil þetta mál rétt af litlum upplýsingum þá á að reisa annað hvort verksmiðju til að búa til þétta eða forvinna álið sem notað er í þynnurnar í þéttunum. Hvað svo málið er, þá þarf ekki að endurþýða orðið capacitor.


mbl.is Iðnaðarráðherra mælir með nýyrðinu aflþynna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Haukur. Þéttir er mun munntamara orð.

 AFÞYNNA FYNDIST MÉR AFTUR Á MÓTI FYRIRTAKS GÆLUNAFN FYRIR ÖSSUR !!!

Stebbi (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: Þarfagreinir

Þéttir er það orð sem ég lærði alla tíð í mínu námi. Vonandi verður því ekki varpað fyrir borð sisvona.

Þarfagreinir, 15.8.2007 kl. 14:27

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég veit ekki rassgat um tölvur, get varla fundið klám á netinu - en ég veit samt að capacitor er þéttir. Þó er ég ekki ráðherra.

Ingvar Valgeirsson, 15.8.2007 kl. 14:49

4 identicon

Hér hlýtur hreinlega einhver misskilningur að vera á ferð hjá Össuri. Hið ágæta og rammíslenska heiti þéttir hefur verið notað hérlendis síðan elstu menn muna.

Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 14:57

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eftir frekari skoðun er ég að velta fyrir mér af hverju þeir geta ekki notast við orðið álþynnu yfir þetta. Í venjulegum rafvakaþétti (sumir kalla þetta tunnuþétti eða dósaþétti) þá er tvær þynnur rúllaðar upp. Þessar þynnur mynda sinn hvorn pólinn í þéttinum. Önnur er húðuð og einangruð en hin ekki. Síðan er settur pappír á milli þeirra og dósin fyllt með rafvaka (electrolyte) sem er oftast leiðandi vökvi (þó hann geti stundum verið í öðru formi).

Þegar hátíðleikanum sleppir má eiginlega segja að þetta sé í raun bara framleiðsla á sérhæfðum álpappír, sem verður skorin niður í strimla fyrir þéttaframleiðslu. 

Haukur Nikulásson, 15.8.2007 kl. 16:27

6 identicon

Það virðist sem ráðherra sé á einhvern hátt að hylma yfir ál-iðju með nýyrðinu afl-iðju.  Skil samt ekki alveg tilganginn enda hef ég aldrei skilið Össur....  Gæti verið einhverskonar ál-hræðsla í gangi hjá Samfó?!?

H. Vilberg (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 18:53

7 Smámynd: Sigurjón

Held það.

Sigurjón, 17.8.2007 kl. 02:05

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband