Fé almennings notað til að vernda hina ríku?

Miðað við þessar fréttir fær maður sterklega á tilfinninguna að Seðlabanki bandaríkjanna sé að nota almannafé til að halda uppi verði á mörkuðum og þá er það bara til að vernda eigendur verðbréfa þ.e. hina ríku.

Vonandi verður ríkissjóður Íslands ekki misnotaður til að halda uppi hlutabréfaverði í íslenskum fyrirtækjum þegar kemur að því að bull- og bjartsýnishækkun undanfarinna ára fer að síga til baka. 


mbl.is Davíð: Markaðurinn þráði góðar fréttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Segjum tveir Haukur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.8.2007 kl. 21:02

2 identicon

Sæll, Haukur - gamli vinur

 Ég hef ekkert á móti því að skattpeningar mínir verði notaðir til þess að halda uppi verðmæti lífeyrissparnaðar míns og þeirrar hlutabréfahýru sem ég er búinn að koma mér upp til elliáranna. Betra en að öll skattgreiðsla mín samtals á síðustu tuttugu árum hafi verið notuð á örskotsstund í ónýta Grímseyjarferju vegna óráðsíu siðblindra stjórnmála- og embættismanna. Ég sé meira eftir þeim yfirvinnustundum öllum sem hafa farið í að borga fyrir það. Hefði betur verið heima hjá fjölskyldunni allar þær helgar og kvöldstundir sem það tók mig að vinna fyrir því.

Jón Skaptason (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 21:32

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Detta mér nú nokkrar dauðar! Sæll doktor Jón! Það er gaman að heyra í þér hér.

Ekki vissi ég að þínir skattpeningar hefðu farið í ónýta Grímseyjarferju. Ég held að ég geti upplýst á móti að hluti af mínum fóru í óráðsíueinkaklósettið hennar Sólveigar í dómsmálaráðuneytinu af því að hún treysti sér ekki að gera 1 og 2 á starfsmannaklósettunum. Hinn hlutinn er notaður til að borga tvö- og þreföld eftirlaun alþingismanna og ráðherra.

Vona að þú hafir það gott Jón, komdu þér upp bloggsíðu svo ég geti tuðað hjá þér. Kíktu við hjá mér í Furugerðinu í kaffi!

Haukur Nikulásson, 20.8.2007 kl. 22:38

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband