Það er þolinmæðisverk að stela ríkisfyrirtækjum

Það er augljóst þegar menn ljúga þá virðast þeir byrja á því að fyrra bragði að afneita næsta skrefi í fyrirætlunum sínum, jafnvel án þess að vera spurðir um það!

Ég þreytist seint á því að vara við sölu svona þjónustufyrirtækis sem á að sinna grunnþörfum í okkar samfélagi þ.e. að sjá okkur fyrir rafmagni, vatni og frárennsli. Það er í mínum huga landráðatal og þjófnaður að vera með fyrirætlanir um einkavæðingu þessarar samfélagsþjónustu. Þeir hafa þegar seilst of langt í þessum fyrirætlunum og á að stoppa.

Ef íslendingar vilja hasla sér völl erlendis geta þeir gert það með því að stofna ný fyrirtæki og láta þennan sameiginlega grunn okkar óhreyfðan.

Ég verð reiður í huga þegar ég hugsa um andskotans græðgina sem liggur þarna að baki. 


mbl.is Stefnt að því að breyta OR í hlutafélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mæltu manna heilastur Haukur,sammála þessu algjörlega/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.8.2007 kl. 00:19

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta er partur af þeirri glæpamennsku sem hefur verið látin átalalaust þegar ríkisjarðir eru seldar kosningastjórum ákveðinna flokka og jafnvel þingmönnum þeirra á afkáralegu undirverði. Fiskurinn í sjónum er núna eign fjárfestingaraðila og barnabarna útgerðarmanna leikandi sér í útlöndum. Vatnið, loftið, hálendið, mengunarkvótinn og þjónustufyrirtæki almennings eru næstu blóðmjólkurkýr íslensks aðals enda hefur enginn burði til að standa í hárinu á þeim sem eiga Ísland. Og ef þú dirfist er hætt við að bankafyrirgreiðslan, lóðaumsóknin þín og fleira fái aðra afgreiðslu en ella. Þú tekur ekki stórt upp í þig með að kalla þetta landráð enda er græðgisvæðing lénsherra Íslands að sliga almenning nú þegar með okri sínu og verðsamráði.

Ævar Rafn Kjartansson, 31.8.2007 kl. 00:33

3 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Þetta er ósköp einfalt gott fólk, við hverju öðru er að búast þegar við lifum í þriðja heims bananalýðveldi? Ísland er ekki lýðræðisríki!!! Er enginn annar búinn að fatta þetta? Lítið á vægi atkvæða, niðurstöður kosninga vs ráðamenn á eftir. Bankana, einokunina, okrið, sukkið, svindlið og svínaríið. Er einhver ennþá svo barnalegur að halda að við búum í lýðræðisríki???

Ingi Geir Hreinsson, 31.8.2007 kl. 08:25

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 264893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband