Af hverju ekki bjórsjálfsala á hvert götuhorn í miðbænum?

Ég geri nú ekki mikið af því að skemmta mér í miðbænum um helgar.

Af einskærum kvikindisskap dettur mér nú samt í hug að við gætum haft bjórsjálfsala í miðbænum á vegum ÁTVR sem seldi menni ölið, vel kælt, á aðeins skaplegra verði um helgar en veitingahúsin gera.

Í Japan eru tóbakssjálfsalar á hverju götuhorni. Það er því örugglega hollara að við íslendingar hefðum bjórsjálfssala á hverju horni í miðbænum. Verðið á ölinu réttlætir sko örugglega betri þjónustu!

Til að setja örlitla alvöru í þennan pistil má bæta því við að það er löngu tímabært að ríkið fari að verðleggja áfenga drykki í samræmi við einhvern annan veruleika en þann að það sé komin hefð á að það megi okra stórkostlega á okkur smælingjunum. 


mbl.is Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Mæltu manna heilastur, Haukur. Þetta er galinn veruleiki hér á landi, og ekki hækkar greindarvísitala umræðunnar við innlegg/útspil borgarstjórans, sem hefur meiri áhyggjur af köldum bjór en fullmönnuðum leikskólum ef marka má umræðu síðustu daga ... (andvarp)

Jón Agnar Ólason, 23.8.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til (aftur) ?? Please!!

Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 19:58

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband