Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
23.4.2007 | 16:54
Átti Adolf Hitler meginsök á seinni heimsstyrjöldinni?
Set fram skoðanakönnun um það hvort Adolf Hitler hafi ráðið úrslitum um það að seinni heimsstyrjöldin var háð.
Hver er þín skoðun á því sögulega máli?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook
22.4.2007 | 15:24
Er ykkur alvara á suðurlandi? Vitið þið ekki hvað siðblinda er?
Siðblindur einstaklingur þekkir ekki mun á réttu og röngu. Ef hann veit muninn finnur hann upp ástæður til að réttlæta þjófnað og mútuþægni og lítur á það sem uppbót á léleg laun.
Árni Johnsen er siðblindur og á ekkert erindi á þing. Jafn sorglegt og það að hann sé siðblindur eru þeir kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem halda að hann sé "læknaður", eigi bara að fyrirgefa á kristilegan hátt og senda AFTUR Á ÞING! - Maður spyr bara í hófsamri einlægni: ERUÐ ÞIÐ HÁLFVITAR?
Til að vera dómbær á hvaða mann Árni hefur að geyma skulið þið lesa dóm hæstaréttar áður en þið greiðið þessum manni eða Sjálfstæðsflokknum atkvæði ykkar. Hann er bara jafngóður á þing eins og Steingrímur Njálsson í drengjaleikskólann!
![]() |
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2007 kl. 00:10 | Slóð | Facebook
22.4.2007 | 12:27
Andstæðingar VG hampa Sóleyju Tómasdóttur - hvers vegna?
Sóley Tómasdóttir er himinlifandi yfir því að vera boðið í Silfur Egils í dag. Skiljanlega, þar sem henni þykir sér sómi sýndur. Hún er samt að misskilja upphefðina og skilur ekki hvers vegna henni er boðið.
Egill Helgason býður Sóley í þáttinn af þessum tveimur helstu ástæðum: a) Hún talar gjarnan í fyrirsögnum og því eflaust skemmtilegt að fá hana og b) hún er svo öfgafull í feminískum skoðunum að hún skúrar burt hluta af fylgi VG í hvert skipti sem hún tjáir sig opinberlega. Þetta veit Egill og mun því brosa blítt til Sóleyjar þegar hún mætir.
Vera má að Sóley espi einhverjar konur til dáða en hún gulltryggir að flestir þeir karlmenn sem hana sjá og heyra munu ALDREI kjósa hana eða VG. Ég hef séð karlmenn taka undir málflutning hennar á bloggsíðunni hennar og ég veit satt að segja ekki undan hvaða pilsfaldi þeir koma sumir.
Sóley Tómasdóttir er EKKI málstað jafnréttisbaráttu kvenna til framdráttar á nokkurn hátt. Hennar málflutningur eykur bara stífnina á móti sem er miður. Sóley er nefnilega í stíl við háværa og heimtufreka krakka og maður lætur þá ekki hafa neitt fyrr en þeir stilla sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook
22.4.2007 | 10:16
Það er hægt að selja allt - meira að segja Framsóknarflokkinn!
Skoðanakannanir benda nú til að auglýsingar Framsóknarflokksins séu farnar að bera árangur. Hinn nýi formaður flokksins Jón "ekkert-stopp" Sigurðsson talar hlýlega niður til fólks í auglýsingum og setur stefnuna í "vinnuföt". Ég er reyndar einn þeirra sem aldrei hef skynjað hvað sumum finnst svo djúpviturt við Jón. Skyldi það vera skeggið? Músarlegu andlitskippirnir? Axlarkækirnir? Reynið t.d. að skilja þessa skýringu Jóns á "Ekkert stopp" slagorðinu þeirra. Ég reyndi að fá einhverjar skýringar á þessum málflutningi en fékk aldrei.
Í mínum huga er Framsóknarflokkurinn langspilltasti flokkur á Íslandi miðað við mannfjölda. Í raun finnst mér hann hafa verið svo spilltur að ekki væri orðum á hann eyðandi. Nú neyðumst við hins vegar til þess. Hann er nefnilega með sinn hluta að ránsfengnum úr ríkissjóði til að kaupa sig til áframhaldandi áhrifa þegar hann á ekkert betra skilið en að hverfa á öskuhaug sögunnar. Í gegnum alla pólitíska sögu sína hefur Framsóknarflokkurinn fengið meira út úr hverju atkvæði en nokkur annar flokkur. Á meðan ójafnvægi ríkti milli kjördæma var hann yfirleitt með flesta þingmenn miðað við atkvæðafjölda. Þegar þetta ójafnvægi var að hluta lagfært hefur Framsóknarflokkurinn aðlagast með því að semja vel við samstarfsaðilana. Þeir selja bara "málefnin" fyrir völdin. Nýjasta dæmið eru helmingaskipti við þá um stjórn borgarinnar. Sjálfstæðismenn hafa í 12 ár niðurlægt atkvæði sín með því að láta þá hafa helmingaskipti í ríkisstjórninni líka. Sjálfstæðismenn hafa ALDREI haft nema í mesta lagi einn þriðja vægi í atkvæðum á við Framsóknarflokkinn þegar kemur að skiptingu valda og áhrifa.
Framsóknarflokkurinn er oftast í stjórn bara af einni ástæðu, hann stendur ekki fyrir neitt annað en völd, áhrif og spillingu og getur þar af leiðandi alltaf átt "málefnastöðu" með hverjum sem er. Pólitískt vændi þessa flokks er "löglegt en siðlaust" eins og maðurinn sagði forðum.
Spyrjið hvers vegna Halldór Ásgrímsson treysti ekki sínum samferðarþingmönnum betur en svo að hann dró Jón "ekkert-stopp" Sigurðsson upp á dekk til að stjórna þeim eftir að hafa mistekist að upphefja Finn Ingólfsson?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook
21.4.2007 | 09:51
Geðþekkir menn og konur gera líka mistök
Það virðist ekki við það komandi að benda á þá hættu sem felst í þeim einkavæðingaráformum sem forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar að beita sér fyrir.
Ég hef rætt við þó nokkra Sjálfstæðismenn sem segja mér að Landsvirkjun og orkufyrirtækin verði ekki einkavædd, það sé einfaldlega of mikil andstaða við það.
Þrátt fyrir þetta fór í gegn um landsfundarályktun heimild fyrir þessa sömu forystu að "skoða" slík mál og þar með er heimildin komin. Ég get fullyrt að einkavæðingarliðið boðar ekki sérstaklega til nýs landsfundar til að fá söluleyfið þegar þeir verða búnir að ganga frá málum við sína einkavini.
Það efast fáir um að Geir Haarde sé annað en hinn geðþekkasti maður. Hann hefur rólegt yfirbragð, gerir sér far um að vera landsföðurlegur og leikur sitt hlutverk með ágætum. Það sem fólk sér ekki er að hann er ekki leiðtogi, mun í felum beita sér fyrir einkavæðingu orkuauðlinda landsins og koma fiskveiðiauðlindinni endanlega í hendur útvegsmönnum. Öll þessi fyrirtæki og auðlindir þeirra verða á endanum í höndum fjármálageirans.
Það er raunveruleg hætta á að íslendingar tapi þjóðarauði sínum og til að koma í veg fyrir það þarf að stoppa þessa einkavæðingu. Ég er á móti því að ríkið standi í rekstri þar sem fæst eðlileg samkeppni. Í orkugeiranum er hins vegar ekki nein fyrirsjáanleg samkeppni, því miður.
Látið ekki geðþekka fólkið blekkja ykkur eina ferðina enn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook
19.4.2007 | 21:40
Takmörkuð eftirsjá í gömlu miðbæjarkumböldunum
Það er alltaf leiðinlegt þegar hús brenna, eigur manna spillast, fólk tapar atvinnu sinni tímabundið og tilfinningalegar eignir hverfa. Einnig er maður þakklátur fyrir að ekki verða mannskaðar og örkuml. Ég votta tjónþolum brunans á Lækjartorgi samúð mína.
Óháð brunanum langar mig að ræða byggingar þær sem eru í miðbænum almennt. Ég er nokkurn veginn á þeirri skoðun að í miðbænum séu í raun örfá hús sem eitthvert vit er í að halda með friðun. Satt best að segja hálf skammast maður sín fyrir það hversu almennt aumingjalegar húseignir Reykvíkingar byggðu fyrir rúmum eitt hundrað árum. Ég er á þeirri skoðun að flest þessi gömlu hafa gengið í gegnum svo miklar breytingar í gegnum tíðina að í mörgum tilvikum er ekkert eftir af upphaflegu byggingarefni þeirra. Húsin sem brunnu voru t.d. komin með glugga frá lofti niður að gólfi og höfðu því ekkert sem minnti á upphafleg byggingarlag þeirra. Helst hefði ég viljað sjá fleiri timburkofa hverfa af sömu ástæðu.
Þau hús sem ég tel merkileg er elsta hús Reykjavíkur við Aðalstrætið, Stjórnarráðið, Menntaskólann, Alþingishúsið og svo Viðeyjarstofa. Síðari tíma byggingar eins og Reykjavíkurapótek og Hótel Borg eru að sjálfsögðu hús sem eru merkilegar byggingar. Ef ég man rétt þá eru elstu byggingarnar byggðar af dönskum drottnurum vorum og bera þess glögg merki í stílnum. Íslendingar eiga varla stíl fyrr en Guðjón Samúelsson fer að láta til sín taka.
Jafnvel enn þann dag fæ ég oft á tilfinninguna að íslendingar séu sérlega ófrumlegir í hönnun húsa og það eina sem okkur er eignað sem frumlegt eru marglit þökin. Er þetta minnimáttarkennd eða staðreynd?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook
18.4.2007 | 19:14
Hvað er besta íslenska dægurlagið? Hvað er besta erlenda dægurlagið?
Í dag er eiginlega ígildi föstudags þennan síðasta vetrardag. Af því tilefni langar mig að varpa þessum spurningum fyrir bloggara:
Hvað er besta íslenska dægurlag allra tíma?
Hvað er besta erlenda dægurlag allra tíma?
Ég tek svo saman lista og birti fljótlega.
Með bestu ósk um gleðilegt sumar!
17.4.2007 | 19:43
Ný (gömul) lög á spilaranum
17.4.2007 | 15:06
Tímabært að gullið komi úr Vatnsmýrinni
Einhverju sinni var leitað eftir gulli í Vatnsmýrinni í hlíðum Öskjuhlíðar. Of lítið fannst á þeim tíma til að það þætti vinnanlegt þannig að það borgaði sig.
Á þeim rúmlega 100 árum frá því þetta var má segja að gullið hafi læðst í Vatnsmýrina í formi verðmætis landsins, mögulegrar stóraukinnar hagkvæmni í samgöngum og öðrum samverkandi áhrifum sem skapa enn meiri verðmæti með því að nota landið undir annað en flugvöll.
Ótti fólks á landsbyggðinni við að flugvöllurinn yrði fluttur til Keflavíkur hefur alltaf og verður ástæðulaus vegna þeirrar einföldu staðreyndar að Reykvíkingar þurfa LÍKA að ferðast út á land og nenna ekkert að vera lengur að því heldur en fólk á landsbyggðinni. Það var því aldrei ástæða fyrir sérstakri andúð á því að flytja flugvöllinn þegar á reyndi.
![]() |
Skýrsla um flugvöll birt í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson