Geðþekkir menn og konur gera líka mistök

Það virðist ekki við það komandi að benda á þá hættu sem felst í þeim einkavæðingaráformum sem forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar að beita sér fyrir.

Ég hef rætt við þó nokkra Sjálfstæðismenn sem segja mér að Landsvirkjun og orkufyrirtækin verði ekki einkavædd, það sé einfaldlega of mikil andstaða við það.

Þrátt fyrir þetta fór í gegn um landsfundarályktun heimild fyrir þessa sömu forystu að "skoða" slík mál og þar með er heimildin komin. Ég get fullyrt að einkavæðingarliðið boðar ekki sérstaklega til nýs landsfundar til að fá söluleyfið þegar þeir verða búnir að ganga frá málum við sína einkavini.

Það efast fáir um að Geir Haarde sé annað en hinn geðþekkasti maður. Hann hefur rólegt yfirbragð, gerir sér far um að vera landsföðurlegur og leikur sitt hlutverk með ágætum. Það sem fólk sér ekki er að hann er ekki leiðtogi, mun í felum beita sér fyrir einkavæðingu orkuauðlinda landsins og koma fiskveiðiauðlindinni endanlega í hendur útvegsmönnum. Öll þessi fyrirtæki og auðlindir þeirra verða á endanum í höndum fjármálageirans.

Það er raunveruleg hætta á að íslendingar tapi þjóðarauði sínum og til að koma í veg fyrir það þarf að stoppa þessa einkavæðingu. Ég er á móti því að ríkið standi í rekstri þar sem fæst eðlileg samkeppni. Í orkugeiranum er hins vegar ekki nein fyrirsjáanleg samkeppni, því miður.

Látið ekki geðþekka fólkið blekkja ykkur eina ferðina enn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr heyr

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

ekki ætla ég að láta ógeðþekka fólkið blekkja mig heldur

Jóhanna Fríða Dalkvist, 21.4.2007 kl. 12:11

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband