Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
26.4.2007 | 13:29
Enn eitt "afrek" Valgerðar!
Það er með ólíkindum að Valgerður skuli bæta við afrekaskrá sína með þessum hætti hálfum mánuði áður en umboð hennar til embættis rennur út. Hér verður hent hundruðum milljóna út í loftið til að fjármagna herleikjabröltið í norðmönnum.
Þetta verður samt ekki síðasta afrekið því hún á eftir að skipa nokkra sendiherra áður en hún hættir, þar á meðal Hjálmar Árnason hið minnsta. Hvort þeir verða fleiri skal ósagt látið.
Kannski getur hún bara haft sama háttinn á og Davíð Oddsson þegar hann skipaði sig Seðlabankastjóra. Getur hún ekki bara skipað sjálfa sig sendiherra í Noregi? Hún getur þá a.m.k. notað hinn norskættaða eiginmann sinn til að túlka málið fyrir sig!
![]() |
Skrifað undir samkomulag við Norðmenn um varnarmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook
26.4.2007 | 07:57
Og hvað á ég þá að kjósa?
Nú þegar ljóst er að maður verður sjálfur ekki hluti af neinu framboði er víst best að viðurkenna að þá er bara eftir að ákveða hvað skuli kjósa.
Framsóknarflokkurinn er spilltasti flokkur landsins miðað við höfðatölu. Hann stendur ekki fyrir nema eitt málefni og hann selur allt annað fyrir völdin. Það eina sem hann passar eins og sjáaldur auga síns er að verja bændasamfélagið og viðhalda þar með mesta matvælaokri í heiminum í dag. Mannvalið er takmarkað. Aðeins Jónína Bjartmarz er mér að skapi sem frambærilegur frambjóðandi. Siv Friðleifsdóttir var í talsverðu áliti hjá mér en féll alveg þegar hún gerði kosningabæklinginn sinn á kostnað framkvæmdasjóðs aldraðra og bætti um betur með því að sýna þar enga iðrun þegar hún var gagnrýnd fyrir það.
Sjálfstæðisflokkurinn er útaf sakramentinu eftir 30 ára dyggan stuðning minn þar í öllum kosningum. Ég sætti mig ekki við framboð Árna Johnsen með stuðningi flokksforystunnar, stuðninginn við Íraksstríðið, einkavinavæðingu fyrirtækja og áframhaldandi einkavinavæðingu annarra auðlinda eins og Landsvirkjunar og orkufyrirtækjanna. Geir H. Haarde er ekki leiðtogi og það hlýtur fólki að fara verða deginum ljósara. Þægu stuttbuxnadrengirnir gerðu ekkert þegar Davíð missti sig í Baugseineltinu og fjölmiðlafrumvarpsruglinu, þá reis enginn upp til að hafa nokkurt vit fyrir honum. Það voru mér vonbrigði að, merkilegt nokk, Árni Sigfússon (náfrændi Árna Johnsen!) skyldi ekki gefa kost á sér í forystusveitina. Mannvalið hjá íhaldinu hefur líklega aldrei verið lakara en einmitt núna. Aðeins Ásta Möller er eina manneskjan sem ég treysti þar að einhverju leyti.
Samfylkingin er að verða eiginlega alveg skoðanalaus nema í málum sem ég er bara klárt á móti eins og aðild að ESB. Ingibjörg Sólrún er svo mikill wannabe forsætisráðherra að það er bara orðið pínlegt. Sjáið bara bloggsíðu Ágústar Ólafs, varaformanns, meira að segja hann virðist líta á kynferðið sem aðalatriðið í dag. Samfylkingarfólk er samt þessa stundina frekast mér að skapi. Ég hef mikið álit á Jóhönnu Sigurðardóttur, Katrínu Júlíusdóttur og fyrrum starfsfélaga mínum Láru Stefansdóttur. Allt traustvekjandi konur. Ágúst Ólafur er mjög efnilegur, en mér finnst hann full ungæðislegur í skoðunum. Hann mun þroskast.
Vinstri græn eru bara öfgaflokkur, sem vill bara upphefja konur til að starfa við ekki neitt. Það koma engar vitlegar tillögur um eitt eða neitt frá þessum flokki. Flokkurinn hefur þó eina alvöru leiðtogann meðal flokksforingja og það drífur hann áfram. Ögmundur og Kolbrún, þótt umdeild séu, bera með sér heiðarleika sem er virðingarverður. Þetta dugar bara ekki til að gera flokkinn að raunverulegum kosti.
Frjálslyndir eru að mestu leyti drop-out úr Sjálfstæðisflokknum. Síðast notaði hann kvótamálið til að aðgreina sig frá hinum flokkunum. Nú höfðar hann með lævíslegum hætti til útlendingahatara. Enginn áróður, bara fullt af "viðvörunarorðum" duga til að ná til þeirra. Þeir frambærilegu menn sem þarna eru í framboði eru bara snyrtilegir í útliti og máli, en selja sig ekki sem hugsjónamenn því miður. Leiðtoga- og samskiptahæfileikar formannsins eru litlir sem engir.
Íslandshreyfingin hefði getað orðið alvöru stjórnmálaafl ef Jón Baldvin hefði tekið að sér að leiða það dæmi. Þá hefði komið alvöru bragur á stefnumál og breiðari grundvöllur. Eins og staðan er nú hefur hreyfingin bara yfir sér einstrengislegt stóriðjustopp og stefnu Margrétar Sverrisdóttur sem á stystu málefnaskrána: "Ég!". Ómar, Margrét og Jakob brugðust alveg í því að laða til sín þá hópa sem vildu vinna með þeim. Þeim var svo annt um að raða sér í sæti og koma vinum sínum fyrir líka að ekkert annað komst að. Þau súpa nú bara seyðið af svona þröngri sjálfmiðun. Þrátt fyrir alla sína hæfileika er Ómar ekki leiðtogi, til þess er hann of mikill einfari og á erfitt með að taka ákvarðanir og standa fastur við stefnumál.
Og nú veltir maður þessu fyrir sér fram til 12. maí, fer á kjörstað og kýs X....?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook
25.4.2007 | 10:33
Þegar starfið verður miklu stærra en sú sem sinnir því
Valgerður Sverrisdóttir er því miður ekki í miklu áliti hjá mér. Ég tel hana raunar einn ofmetnasta stjórnmálamann samtímans og með öllu óhæfa til að gegna ráðherradómi. Hún er í starfi sem krefst miklu meiri hæfileika en hún býr yfir.
Henni hefur verið hlíft þrátt fyrir að hafa opinberað veikleika sína með ótrúlegum hætti. Tökum dæmi:
Sem ráðherra hefur hún ekki axlað ábyrgð á hundruða milljóna króna tjóni á pípulögnum í íbúðarhúsunum á varnarsvæðinu. Hún fékk eignirnar til umsjónar, fékk aðvaranir um að það þyrfti að halda hita á húsunum yfir vetrartímann og hundsaði það með öllu. Niðurstaðan er áðurnefnt tjón. Það er greinilega alger sátt meðal ríkisstjórnarinnar að þegja um þetta mál fram yfir kosningar. Hvers konar ráðherraábyrgð er hér til staðar? Hvaða ríkisstofnun á að sjá um að þetta mál fari í opinbera rannsókn?
Hún stendur fyrir því rugli að skipa Sigríði Dúnu sem sendiherra Íslands í Suður-Afríku. Þetta er starf sem sinna má með síma, interneti og fjarfundarbúnaði frá Rauðarárstíg í Reykjavík! Hér er bara verið að hygla einkavinum samstarfsflokksins. Hvaða hagsmuni hefur almenningur af þessu sendiherraprjáli? Hvað er ráðherrann eiginlega að hugsa?
Þegar hún tók við utanríkisráðuneytinu var hún ófær um að taka við frágangi varnarsamningsins og það mál var áfram í höndum Geirs H. Haarde, sem klúðraði því hvort eð er. Til hvers er verið að skipa ráðherra sem fyrirfram er ófær um að vinna að málum sem eru í gangi? Þetta var meira að segja eina stóra málið sem þurfti að vinna að einhverju viti.
Hvernig er hægt að skipa utanríkisráðherra sem er nánast ómálga á erlendri grund? Ræðan hennar hjá Sameinuðu þjóðunum er mörgum sérlega eftirminnileg. Hún bögglaðist á enskum texta með orðum sem hún gat varla lesið eða borið fram og skildi greinilega ekki hvað hún var að segja. Bjánahrollurinn og skömmin yfir þessari frammistöðu hennar fyrir hönd þjóðarinnar gleymist seint.
Síðasta afrekið hennar er þessa daga að kvitta upp á hundruða milljóna króna útgjöld til að niðurgreiða yfirflugþjónustu og skipaheimsóknir frá Noregi. Þó hún færi í gegnum pyntingarbekk gæti hún ekki bent okkur á óvininn!
Ég mæli með því að kjósendur í Norðausturkjördæmi leyfi þessari konu að njóta afraksturs spillta eftirlaunafrumvarpsins hið fyrsta, það er þó mun minna tjón en að láta hana starfa áfram.
Einhverjum kann að finnast þetta harkalega að Valgerði vegið. Þegar það liggur fyrir að kjörnir þingmenn og ráðherrar sæti næstum aldrei neinni ábyrgð er þetta eina tækifærið til að meta störf þeirra. Svona met ég starf hennar og get því ekki mælt með henni áfram. Þetta er réttur kjósenda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook
25.4.2007 | 08:26
Hverjum er verið að verjast?
Hvenær ætlar fólki að verða ljóst að kalda stíðinu er lokið?
Hvenær verðum við upplýst um það hverjum er verið að verjast?
Hverjar eru ógnirnar við okkur ef við skiptum okkur ekki af öðrum þjóðum í þessu tilliti?
Væri ekki nær að verja þessum fjármunum til umönnunar aldraðra, fatlaðra eða geðsjúkra sem nú búa við takmarkaða bráðaþjónustu?
Hvenig væri að kjörnir fulltrúar fari að tala af einhverju viti um þessi mál?
Ég fullyrði að langflestir íslendingar eru fyrir löngu búnir að fá nóg af hernaðartilburðum núverandi stjórnvalda, raunar upp í kok!
![]() |
Íslendingar kosta meiru til varna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook
24.4.2007 | 19:15
Á að hefja ritskoðun nú í aðdraganda kosninga?
Það læðist að manni grunur um að nú eigi að stjórna umræðunni hér með sama hætti og Egill Helgason gerir á Vísi. Fleygja út bloggi og athugasemdum sem eru stjórnendum ekki að skapi. Hvað segir þessi pistill frá kerfisstjórn blog.is:
"Tengingar bloggfærslna við fréttir á Mbl.is hafa verið notaðar mikið og stundum til að tengja óviðeigandi efni. Því höfum við sett á laggirnar kerfi til að merkja slíkar tengingar sem óviðeigandi. Tengingar eru merktar með því að smella á krækjuna sem birtist neðan við titil fréttar:
Tilkynningar sem berast eru síðan skoðaðar af starfsmönnum Mbl.is og fréttatengingar fjarlægðar ef þurfa þykir. Þess skal getið að einungis innskráðir notendur geta gert athugasemdir við tengingar."
Ég myndi gjarnan vilja vita hvort neikvæðar athugasemdir um Sjálfstæðisflokkinn og einstaka frambjóðendur verði þurrkaðar út?
Mig langar að heyra frá stjórnendum hvers vegna þetta þykir nauðsynlegt einmitt núna?
Má ekki bíða með þetta þar til eftir kosningar svo þetta sé ekki gert tortryggilegt á viðkvæmum tíma?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook
24.4.2007 | 12:57
Samfylkingin hefur misheppnaða ímynd sem jafnaðarmannaflokkur
Forystufólkið í Samfylkingunni reynir sitt ítrasta þessa dagana að selja þá ímynd að þau séu fullmótaður jafnaðarmannaflokkur. Þessi markaðssetning er því miður bara misheppnuð.
Samfylkingin hefur nefnilega þá ímynd hjá flestum öðrum að vera bara með heillega ímynd sem femínistaflokkur með Sollu í farabroddi. Nafn flokksins er heldur ekki til vinsælda fallið, felur í sér dulið kynlegt yfirbragð sem dregur úr áhuga manns á að finna sér stað þarna.
Málflutningurinn er á tíðum óráðinn nema í örfáum málum. Með álverskosningunni er flokkurinn að verða sífellt vingulslegri vegna þess að hann getur ekki tekið afstöðu í lykilmálum. Hann er hvorki með né á móti stóriðju að því er virðist. A.m.k. neita jafnvel helstu forystumenn hans að gefa upp afstöðu sína (Lúðvík Geirsson) og eru þó til þessi kosnir, og þiggja laun fyrir, að taka ákvarðanir!
Flokkurinn hefur kæft umræðu um kvótamálið og það gerðist nánast eftir einn fund Sollu með útvegsmönnum. Hún tjáir sig lítið um þau mál núna.
Flokkurinn er að nálgast Framsóknarflokkinn mjög í málefnastöðunni, kannski þvert gegn vilja. Þeir selja nefnilega hiklaust málefnin fyrir væntingarnar um að komast í næstu stjórn. Núna virðist eina keppikeflið þeirra að kona verði einhvern tíma forsætisráðherra. Eins og að það skipti meginmáli.
Ég skil mætavel hvers vegna Jón Baldvin er ekki ánægður með útlitið á barninu sínu!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook
Sjálfstæðisflokknum er mikið í mun að reyna selja "stöðugleika" í aðdraganda kosninganna og svona fréttatilbúningur er bara hluti af þeim áróðri.
Maður hefði haldið að nánast opinber stuðningur Morgunblaðsins við Sjálfstæðisflokkinn væri liðin tíð. Eflaust vilja þeir meina að svo sé, en það er hreint ekki svo.
Ný tækni í kosningabaráttunni er að setja fram "fréttir" sem eru jafnvel mun sterkara áróðursbragð heldur en beinar auglýsingar. Fólk trúir í einfeldni sinni að fréttir segi alltaf satt. Hver man ekki eftir gamla orðfærinu "það er satt því það stóð í Mogganum!".
Agnes Bragadóttir lýsti því réttilega, í Silfri Egils, að blaðamenn væru ekki skoðanalausir. Hún gleymdi hins vegar að upplýsa okkur um það hversu útsmognir þeir eru við að lauma þeim í gegnum "hlutlausar" fréttirnar!
![]() |
Meira jafnvægi að komast á í hagkerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2007 | 09:50
Ljótar auglýsingar hjá VG
Jafnvel Álafossúlpuflokkur eins og VG þarf að gera sér grein fyrir því að ef þau ætla að selja málstað sinn þurfa þau að lagfæra útlitið á auglýsingunum sínum núna.
Þessa daga birtast myndir af formanninum og varaformanninum standandi úti í íslensku veðri, sem er greinilega ekkert til að hrópa húrra fyrir suma daga.
Steingrímur stendur í krumpuðum frakka við höfnina á Húsavík, órakaður að vanda, en samt illa uppstilltur og því miður bara eins og nývaknaður útigangsmaður í sinni hollingu. Það vantar bara pyttlu í vasann til að fullkomna myndina. Af hverju er manninum gerður þessi andskoti? Af hverju ekki að sýna hann í snyrtilegum jakkafötum í þinginu flytjandi ábúðarfulla ræðu? Þar er hann á heimavelli.
Katrín Jakobsdóttir er hörmulega föl á hálfgerðri óveðursmynd á leikvellinum við Langholtsskóla þar sem kontrastur í lýsingu gerir hana allt að því lasna í útliti. Katrín er bæði sæt stelpa og sköruleg og er lítill sómi sýndur í þessari töku.
Ímyndarsmiðir VG eru að mínu mati smekklausir og þarf að skipta út hið snarasta ætli flokkurinn ekki að láta auglýsingarnar hreinlega vinna á móti sér.
Flokkarnir fengu allir sinn hluta ránsfengsins úr ríkissjóði til að borga auglýsingakostnaðinn í kosningunum og það er algjör óþarfi að sýna þessu fjármagni okkar almennings svona óvirðingu!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook
24.4.2007 | 08:43
Saga úr hjónarúminu
Hjónin eru í rúminu saman.
Hún finnur að hann snertir öxl hennar.
Hún: "Ó, þetta er notalegt."
Hönd hans rennur niður á brjóst hennar.
Hún: "MMm... þetta er yndislegt."
Hann rennir hendinni niður á lærið hennar.
Hún: "Elskan, ekki hætta."
En hann hættir.
Hún: "Af hverju ertu hættur?!"
Hann: "Ég fann fjarstýringuna."
Ég skil ekki þennan endalausa tindátaleik íslensku ríkisstjórnarinnar.
Ef ráðamenn eru spurðir um það hverjir séu hugsanlega að ógna okkur verður EKKERT um svör.
Nær væri að útbúa varnir gegn loftsteinum!
![]() |
Viljayfirlýsing um varnarsamstarf Íslands og Noregs tilbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson