Takmörkuð eftirsjá í gömlu miðbæjarkumböldunum

Það er alltaf leiðinlegt þegar hús brenna, eigur manna spillast, fólk tapar atvinnu sinni tímabundið og tilfinningalegar eignir hverfa. Einnig er maður þakklátur fyrir að ekki verða mannskaðar og örkuml. Ég votta tjónþolum brunans á Lækjartorgi samúð mína.

Óháð brunanum langar mig að ræða byggingar þær sem eru í miðbænum almennt. Ég er nokkurn veginn á þeirri skoðun að í miðbænum séu í raun örfá hús sem eitthvert vit er í að halda með friðun. Satt best að segja hálf skammast maður sín fyrir það hversu almennt aumingjalegar húseignir Reykvíkingar byggðu fyrir rúmum eitt hundrað árum. Ég er á þeirri skoðun að flest þessi gömlu hafa gengið í gegnum svo miklar breytingar í gegnum tíðina að í mörgum tilvikum er ekkert eftir af upphaflegu byggingarefni þeirra. Húsin sem brunnu voru t.d. komin með glugga frá lofti niður að gólfi og höfðu því ekkert sem minnti á upphafleg byggingarlag þeirra. Helst hefði ég viljað sjá fleiri timburkofa hverfa af sömu ástæðu.

Þau hús sem ég tel merkileg er elsta hús Reykjavíkur við Aðalstrætið, Stjórnarráðið, Menntaskólann, Alþingishúsið og svo Viðeyjarstofa. Síðari tíma byggingar eins og Reykjavíkurapótek og Hótel Borg eru að sjálfsögðu hús sem eru merkilegar byggingar. Ef ég man rétt þá eru elstu byggingarnar byggðar af dönskum drottnurum vorum og bera þess glögg merki í stílnum. Íslendingar eiga varla stíl fyrr en Guðjón Samúelsson fer að láta til sín taka.

Jafnvel enn þann dag fæ ég oft á tilfinninguna að íslendingar séu sérlega ófrumlegir í hönnun húsa og það eina sem okkur er eignað sem frumlegt eru marglit þökin. Er þetta minnimáttarkennd eða staðreynd? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svartinaggur

Tja... þú segir nokkuð. Þetta er aldeilis hressilega á skjön við kórinn sem búinn er að hljóma í fréttaviðtölunum meðan á þessum ósköpum stóð.

Svartinaggur, 19.4.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Tja, er eðlilegt árið 2007 að byggja hús í nákvæmlega sömu mynd og var árið 1802?? Mér finnst þetta bara gargandi vitleysa. Sama með alla bárujárnskofana sem er verið að tala um sem menningarverðmæti. GOTT FÓLK, ÞETTA ER BÁRUJÁRN.

Ingi Geir Hreinsson, 21.4.2007 kl. 09:43

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Loksins einhver raunsær, við eigum ekki sífellt að lifa í fortíðinni. Húsin eru brunnin og því  á að rífa draslið sem fyrst, og byggja bílakjallara undir nýjum hátækni glæsibyggingum.

Þá vill ég landsbyggðarmaðurinn flugvöllinn til Keflavíkur og sjá glæsilega höfuðborg rísa upp úr skúra þorpi afturhaldsins.

Og í guðanna bænum haldið opna alþjóðlega samkeppni um skipulag og hönnun borgarinnar, því Íslenskir kassa arkitektar hafa unnið nú þegar nægjanlegt tjón á byggingarlistinni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.4.2007 kl. 12:00

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband