Start-stopp-stopp-start, stopp-stopp eða stopp-start. Hvað er málið?

Ég fylgdist með Silfri Egils og komst ekki hjá því að hlusta vandlega á Jón Sigurðsson formann Framsóknarflokksins sem lét þetta út úr sér orðrétt í sambandi við virkjana- og stóriðjumál:

"Á hinn bóginn þá tekur aðdragandinn svo langan tíma að ég vara eindregið við því að þú takir upp einhvers konar start-stopp-stopp-start, tala nú ekki um stopp-stopp stefnu í hagstjórn það er mjög óskynsamlegt. Það er miklu skynsamlegra þá að herða að, fækka verkefnum, raða þeim öðruvísi í tíma en umfram allt ekki stopp-start hvað þá stopp-stopp það er mjög óskynsamlegt"

Já þetta er rétt eftir haft. Til að hægt sé að rökræða við manninn á pólitískum nótum vildi ég gjarnan fá að vita hvort einhverjir geti útskýrt neðangreindar stefnur í hagstjórn:

  • Hvað er "start-stopp-stopp-start" stefna?
  • Hvað er "stopp-stopp" stefna?
  • Hvað er "stopp-start" stefna?

Er ég bara fávís eða er framsetning formanns Framsóknarflokksins á stefnumálunum of óskýr til að venjulegt fólk skilji hann?

Birni Inga fannst sinn maður koma vel út úr viðtalinu, kannski hann kunni skil á þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband