Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
17.4.2007 | 13:55
35-38000 manns deyja árlega í bandaríkjunum af völdum skotvopna
Fyrir nokkrum árum kynnti ég mér tölfræði um dauðsföll í Ameríku og komst að því að skotvopn koma við sögu í dauða 35-38000 manns á hverju ári.
Séu þessar tölur heimfærðar til Íslands myndi þetta samsvara 35-38 dauðsföllum á hverju ári sem er talsvert fleiri en deyja hér af völdum umferðarslysa. Þetta þætti óþolandi tilhugsun hjá okkur.
Helsta ástæða þessa ófremdarástands í bandaríkjunum er að það er bundið í stjórnarskrána þeirra nánast frá upphafi að menn eigi rétt á að bera á sér vopn. Það er óhuggulegt að þeir hafa ekki kynnt sér hvað þetta vopnamál þeirra er mikið og stórt þjóðfélagsmein.
![]() |
Morðinginn í Virginíu var kóreskur námsmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.4.2007 kl. 08:21 | Slóð | Facebook
17.4.2007 | 09:47
Er þráhyggja Egils Helgasonar að verða alvarlegt vandamál?
Egill Helgason hefur notið velgengni með þátt sinn Silfur Egils. Tel ég reyndar að velgengni þáttarins sé fremur að þakka gestum hans fremur en gestgjafanum. Fundarstjórn hans með fleiri en einn þáttakanda er nefnilega stórlega ábótavant og endar oftar en ekki í gargi líkt og í fuglabjargi.
Undanfarið hefur borið á því að Egill sé haldinn einhvers konar þráhyggju á ýmsum sviðum. Nýlegt dæmi að hann trúir því í einlægni að verið sé að rógbera og ofsækja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hefur hann fjallað um það á vefsíðu sinni á Vísi og gert t.a.m. þau mistök í umfjöllun að saka menn um delluskrif í nafnlausum rógburði og benti í því sambandi á bloggsíðu Sveins Hjartar sem dæmi um slíkt. Við nánari skoðun er Sveinn Hjörtur hvorki nafnlaus né var ekkert þar sem hægt var að kalla róg um Sollu. Þegar ég benti honum á þetta í athugasemd felldi hann hana bara niður og lét standa eftir þær athugasemdir sem honum þóknaðist. Hér er þessi pistill Egils um ofsóknirnar:
"Og svo er það skítkastið. Allur óhróðurinn sem er settur fram um stjórnmálamenn og opinberar persónur. Hér höfum við dæmi um þetta í hinni linnulausu ofsóknarherferð gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er stunduð á vefnum - einatt undir nafnleysi. Þess utan er bara hrein vitleysa - eða hvað á maður að segja um svonalagað?"
Í nýjasta þætti sínum opinberaði hann þráhyggjuna enn betur því hann hafði greinilega meiri áhyggjur af "meintum rógburði" heldur en fórnarlambið sjálft, sem var viðmælandi hans, og er þá mikið sagt.
Nýjasta þráhyggja Egils er að halda því fram með dylgjum að Vilhjálmur prins sé hommi. Delluskrif Egils um þetta eru svona:
"Ég hef lengi haldið því fram að Vihjálmur bretaprins verði fyrsti gay kóngur á Englandi. Ég varð pínu tvístígandi meðan á sambandi hans við Kate Middleton stóð, en nú hefur hann slitið því. Þetta væri mjög í anda móður hans - sem var undir lokin orðin einhvers konar verndardýrlingur samkyhneigðra. Þegar Vilhjálmur kemur úr skápnum verður mikill fögnuður og vonandi gengur hann að eiga einhvern fallegan prins.
Tek samt fram að ég hef ekki hugmynd um hver kynhneigð Vilhjálms er, gæti reyndar ekki staðið meira á sama, en þetta er bara svo falleg hugmynd."
Ég gerði athugasemd við þessi skrif og spurði hvað hann hefði fyrir sér í því að Vilhjálmur væri hommi, auk þess sem ég hótaði honum að gera mál úr því ef hann felldi athugasemd mína niður. Hann felldi hana niður og því er við það staðið nú. Egill er greinilega einn þeirra sem bara espast upp við svona athugasemdir því að í morgun skrifar hann áfram svipaða dellu um Vilhjálm, étandi upp eftir rætnari hluta breskra fjölmiðla:
"Þangað til fyrir nokkrum dögum átti pressan ekki orð yfir það hversu Vilhjálmur prins og Kate Middleton væru frábært par. Hræsnin ríður ekki við einteyming í blöðunum í þessu landi.
Nú eru þau hætt saman og þá kveður við annan tón. Í Evening Standard í gær mátti lesa allt um móður Kate Middleton. Hún var reyndar kölluð Meddleton í greininni - sem útlegst Frú Afskiptasöm. Þessari konu voru ekki vandaðar kveðjurnar. Var því jafnvel haldið fram að hún hefði frá því Kata var ung stúlka plottað að koma henni saman við prinsinn. Blöðin hafa líka skýrt frá því að móðirin sé fyrrverandi flugfreyja (þykir ekki fínt) og að hún hafi verið það sem þau kalla gum chewing. Hún tuggði semsagt tyggjó í tíma og ótíma.
Svo var klykkt út með að eftir tuttugu ár myndi Kata verða eins og mamma sín. Því var jafnvel haldið fram að prinsinn hefði séð þá þróun fyrir og þess vegna sagt stúlkunni upp.
Prinsinn fékk að finna til tevatnsins á öðrum stað í blaðinu. Þar var sagt að hann væri að verða nákvæmlega eins og pabbi sinn. Það þykir ekki gott. Framan af ævi sinni var hann eins og mamma sín, sætur og smágerður. Nú fer hann samkvæmt blaðinu að líta út eins og aðrir í föðurfjölskyldunni - hárið þynnist og andlitsdrættirnir minna æ meira á hross."
Nú kann einhver að spyrja: Af hverju ertu að birta þessa pistla Egils, er ekki nóg að benda á þá? Svarið því miður er nei. Egill er nefnilega stöðugt að breyta bæði skrifum og fella niður athugasemdir og þess vegna er ekkert trúverðugt við frágang hans á þessum málum.
Miðað við þessa reynslu sýnist mér einsýnt að tími Egils með þáttinn taki enda fyrr en síðar. Hann er dottinn á kaf í sams konar málflutning og Ingvi Hrafn Jónsson, sem er algerlega svart-hvítur á menn og málefni. Slíkur málflutningur er þráhyggjudæmi sem enginn þolir til lengdar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook
16.4.2007 | 21:47
Tími Jóhönnu að koma?
"Minn tími mun koma" sagði Jóhanna Sigurðardóttir eitt sinn þung á brún. Verið getur að það sé styttra í hann en búist hefur verið við.
Fari kosningarnar þannig að Samfylkingin fái það fylgi sem kannanir benda til þá er ljóst að dagar Sollu eru taldir á formannsstóli. Varaformaðurinn Ágúst Ólafur er of ungur til að taka við núna, auk þess er hann tæpast nógu myndugur til að stýra þessu dæmi, allavega strax. Össur er búinn og fær þetta ekki aftur. Hinn ungi vonarpeningur Samfylkingarinnar er Katrín Júlíusdóttir. Hún er ekki tilbúin heldur og því er hið augljósa í stöðunni að láta Jóhönnu stýra flokknum í gegnum þarnæstu Alþingiskosningar.
Jóhanna hefur mikla reynslu, ákveðni og hefur yfirbragð heiðarleika og heilinda og því augljós kostur fyrir Samfylkingarfólkið. Það er ekki að ástæðulausu að hún er í gríni kölluð "heilög" Jóhanna. Hún hefur aldrei heldur vakið sömu andúð meðal andstæðinga sinna og Solla.
Skyldi Jóhanna hafa rétt fyrir sér fyrr og óvæntar en margan grunar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook
16.4.2007 | 15:34
Síðustu forvöð að stela ferðapeningum úr ríkissjóði
Þetta lið er til algerrar skammar! Maður er bálreiður. Umboð þessa fólks í opinberu starfi er að renna út innan mánaðar og þau eiga ekkert erindi.
Geir H. Haarde, hvers vegna grípur þú ekki inn í svona augljós spillingarmál?
![]() |
Forseti Alþingis í heimsókn til Kalíforníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2007 | 13:03
Hvaða frambjóðandi var nú að velta?
Mitt í allri kosningabaráttunni ferðast frambjóðendur hver sem betur getur og eru greinilega að fara slóðir sem þeir eru ekki vanir og því verða óhöpp.
Það er lán þegar að fólk slasast ekki í þessum ævintýrum.
Voru þetta ekki annars frambjóðendur á ferð?
![]() |
Jeppi ónýtur eftir veltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2007 | 11:24
Við munum tapa öllum helstu auðlindum þjóðarinnar á næsta kjörtímabili
Þetta er úrdráttur úr landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins:
"Íslensku orkufyrirtækin eru í dag leiðandi þekkingarfyrirtæki Landsfundur fagnar aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna. Tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í þeirri útrás. Landsfundur leggur til að skoðaðir verði kostir þess að færa eignarhald ríkisins á orkufyrirtækjum yfir til einkaaðila, sérstaklega með tilliti til samkeppnis- og jafnræðissjónarmiða.
Landsfundur er andvígur því að ein atvinnugrein sé skattlögð umfram aðrar með innheimtu svokallaðs auðlindagjalds. Samræma ber slíka gjaldtöku milli atvinnugreina sem nýta auðlindir eða fella gjaldið niður ella. "
Hér fer ekkert á milli mála að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að halda áfram að einkavæða starfsemi Landsvirkjunar og orkufyrirtækjanna sem ekki er fræðilegur möguleiki á að verði í eðlilegri samkeppni á Íslandi.
Ennfremur er löngu ljóst að fiskveiðiauðlindin verður fest varanlega í sessi hjá útvegsmönnum.
Íslendingar eru, sem þjóð, á góðri leið með að tapa öllum raunverulegum eignum sínum í hendur einkaaðila sem auðveldlega geta síðan misst þær úr höndum sér í til þeirra útlendu fjármálafyrirtækja sem lánað hafa íslensku bönkunum mestu sambankalán í Íslandssögunni.
Það virðist ekki vera nokkur leið að vekja fólk til umhugsunar í þessum málum. Ég hef engan áhuga á að segja seinnar meir "Told you so!". Vaknið núna!
15.4.2007 | 23:34
Just around the corner - Cock Robin
Lagið sem mér finnst toppa allt. Eitt af örfáum "Eighties" lögum sem ég fíla, en fíla það þá í tætlur.
Hér er allt sem prýðir gott popplag. Vel samið og einstakt (óstolið) lag, flottur texti, dramatískt, rokkað og tilfinningaríkt. Einstök upptaka og flutningur allt í senn. Sannkölluð og ekta gæsahúð!
Sjáið þetta video á Youtube.
15.4.2007 | 11:15
Eiginhagsmuna- og persónupólitík kom í veg fyrir alvöru framboð!
Í aðdraganda kosninga hef ég á þessari síðu marglýst áhuga mínum á að sjá nýtt framboð jafnaðarmanna sem hefðu yfirbragð hófsemi, skynsemi, velvild og ynni ekki síst gegn spillingu í samfélaginu.
Draumur minn var sá að Jón Baldvin Hannibalsson leiddi þetta og með fylgdu hugsjónamenn eins og Ómar Ragnarsson og fleiri minni og óþekktari spámenn, þar á meðal ég með Flokkinn. Margt fólk með stjórnmálaáhuga lýstu löngun sinni til að vera með í þessum pælingum svo sem félagar innan Framtíðarlandsins, Þjóðarhreyfingarinnar, Höfuðborgarsamtakanna og fleiri.
Draumurinn um stóran flokk er orðinn að engu, allavega hvað varðar næstu kosningar til Alþingis. Hér er um að kenna að þegar þessar umræður fóru af stað réði fólk ferðinni sem hugsaði fyrst um eigin persónur, þröng og þráhyggjuleg eiginhagsmunamál. Vandamálið var einfaldlega skortur á sterkum, reynslumiklum og þekktum leiðtoga sem hefði getað verkstýrt þessari vinnu. Jón Baldvin var eini maðurinn, sem hefði haft getu til þessa verks á þessum tímapunkti. Fólkið sem hafði mest áhrif í mótun framboða sérstaklega Ómar, Margrét og Jakob höfðu engan skilning á því að laða til sín fjöldann. Þau voru sjálf svo mikið aðalatriði að ekkert annað komst að. Þau munu uppskera nú í samræmi við það.
Göslaragangur, persónu- og eiginhagsmunapólitík er ekki vænleg til árangurs og því miður verður engin sjáanleg nýliðun í stjórnmálum því núverandi stjórnmálaflokkar hafa séð til þess að með stórkostlegum lögbundnum (stolnum) styrkjum úr ríkissjóði að ennþá erfiðara verði að reyna neitt um þarnæstu kosningar.
Mér sýnist sem að bæði ég og Flokkurinn verðum í stjórnarandstöðu næstu fjögur árin, sem er kannski ekki svo slæmt. Ég get þá nöldrað á þessari síðu út í allt og alla og verið jafnvel meiri stjórnarandstaða heldur en sú á þinginu sem samþykkti að vera með í að taka ránsfenginn úr ríkissjóði með stjórnarflokkunum og tók líka þátt í sukkafgreiðslu eftirlaunafrumvarpsins alræmda. Þjófsnautar eiga erfitt með að gagnrýna þjófana svo trúverðugt sé.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook
14.4.2007 | 16:19
Og ekki orð meir um Íraksstríðið!
Þessi ályktun er hin skelfilegasti pappír.
Hanga á í rassinum á bandaríkjamönnum með öll þau mál sem ÞEIM þóknast.
Eyða á hundruðum milljóna í umsókn um setu í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Hvaða erindi á lítil leppþjóð bandaríkjanna þangað?
Kaupa á "yfirflugþjónustu" herþotna frá NATO, þegar tímabært væri að segja sig frá þeim samtökum.
Eyða á hundruðum milljóna í þátttöku í friðargæslustarfi þegar það kæmi þróunarríkjum betur að fá aðstoð við annars konar uppbyggingu.
Ekki er rætt um að taka til í gegndarlausu fjáraustri í utanríkisþjónustunni og því bulli að fjármagna t.d. sendiherra Íslands í Suður Afríku.
Það má vera að landsfundur Sjálfstæðisflokksins sé fjölmenn samkoma, en vitið í henni eykst ekki í samræmi við þann fjölda!
![]() |
Tekist á um orðalag í utanríkismálaályktun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2007 | 12:25
Gott að hann dó ekki!
Fyrirsögninn stríddi mér dálítið. Hélt að "hald" væri sjúkdómur sem hann hefði látist úr. Við nánari lestur kom þó hið rétta í ljós.
"Barinn á hótel Borg fluttur á slysadeild" er fyrirsögn úr blaði sem kom upp í hugann líka.
Fyrirsagnir fjölmiðla eru oft mikil listasmíði.
![]() |
Kasparov látinn úr haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson