Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
14.4.2007 | 11:22
Árni Johnsen - Ef lygin er endurtekin nógu oft verður hún sannleikur?
Árni Johnsen hefur áhrif á fylgi Sjálfstæðsflokksins í Suðurkjördæmi. Um þetta efast fáir þessa daga. Fylgi flokksins væri hærra ef forystu flokksins hefði lánast að hafa Árna Johnsen þar sem hann er best geymdur, utan Alþingis og ekki með sína fingur á fjármunum annarra.
Forysta flokksins hefur ítrekað logið því að þjóðinni að Árni Johnsen hafi átt rétt á að fá forsetaúrskurð um "uppreista æru". Sannleikurinn er sá að forsetanum er úthlutað þetta sem geðþóttavald samkvæmt hegningarlögum og það hefur enginn spurt forsetann hvort hann hefði veitt Árna þessa "uppreista æru". Ég reyndar stórefast um það. Með sömu rökum má hleypa Steingrími Njálssyni í drengjaeftirlit á leikskóla hafi hann tekið út sína refsingu. Þetta dettur samt engum í hug.
Verknaðurinn "Uppreist æra" var framin í skjóli fjarveru forseta Íslands af Sjálfstæðismönnunum sem voru handhafar forsetavalds á meðan hann fór í frí. Ennþá heldur forystan því fram að hér hafi verið um einhvern sjálfsagðan "rútínuverknað" að ræða sem eru heilber ósannindi. Hvaða þjófur annar hefur fengið svona þjónustu frá handhöfum forsetavalds í gegnum tíðina? Bendið á einn!
Skilaboðin sem forysta Sjálfstæðisflokksins sendir eru þau að þjófnaður, mútuþægni, yfirhylmingar, umboðssvik og fleira séu ekki til að spilla fyrir því að þú getir ekki orðið öðrum fyrirmyndar Alþingismaður aftur. Það er sérdeilis óheppilegt dómgreindarleysi að forysta Sjálfstæðisflokksins kvitti ótímabært upp á lækningu og betrun hins dæmda. Maður veltir því alvarlega fyrir sér hvað hinn dæmdi gat eiginlega notað til að knýja á um "uppreista æru"?
Það er sorglegt að duglegir menn geti verið siðblindir. Þeir eiga bara ekkert erindi í forystuhlutverk í stjórnmálum. Þá skortir alveg samúð og samhyggð, þeir beita öllum brögðum og spila á allar tilfinningar fólks til að ná sínu fram. Það hefur enginn upplýst ennþá að siðblinda hafi verið læknuð og því á maður með slíkan sorglegan kvilla ekkert erindi á Alþingi.
Það skiptir ekki máli úr þessu hvort sá dæmdi verði þvingaður til að hætta framboði eða ekki. Eftir stendur að forysta Sjálfstæðisflokksins afhjúpaði ófyrirgefanlegt dómgreindarleysi og sýndi heiðvirðari hluta flokksins dæmalausa óvirðingu með upphafningu hins dæmda. Ég leyfi mér að vorkenna siðaðri meðframbjóðendum hins dæmda og þá ömurlegu stöðu að þurfa stöðugt að bera af honum blak gegn betri vitund.
Spurningin er hvaða kröfur gerir forysta Sjálfstæðsflokksins til frambjóðenda sinna sem fara á þing. Hvers vegna á að kjósa mann á þing sem varla nokkur maður myndi treysta í vinnu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook
13.4.2007 | 22:01
Ekki vissi ég þetta! - Mikilvæg skilaboð frá Svíþjóð
Það er ótrúlegt hvað maður verður vitni að háfleygu málfari landsfundarfólks, bæði hjá Samfylkingu sem og Sjálfstæðismönnum.
Lotningin, virðingin og gapandi aðdáunin gagnvart leiðtogunum er slík að mann dauðlangar að grípa til kvikindslegra spaugsyrða í massavís. Ég ætla samt að sitja á strák mínum þótt erfitt sé.
Ég vona að landsfundarfólk skemmti sér vel en missi sig ekki í meiri leiðtogadýrkun en orðið er því þá fer ég að syngja hérna fyrir alvöru!
![]() |
Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2007 | 15:59
Vinsamlegast takið spillingarmálin fyrir!
Það eru einlæg skilaboð mín til fyrrum félaga í Sjálfstæðisflokknum að taka fyrir spillingarmálin sem ráku mig í burtu frá honum:
- Hindrið kjör Árna Johnsen til Alþingis
- Dragið Ísland út úr umræðu um stuðning við Íraksstríðið
- Hindrið að Landsvirkjun og orkufyrirtækin verði einkavædd
- Sjáið til þess að hætt verði að misnota vald í dómskerfinu
- Fáið forystuna til að lofa bættu eftirliti með fjárveitingum
- Samþykkið færslu flugvallarins til að fá út 200 milljarða króna verðmæti til framfara
- Samþykkið að auka verulega bætur aldraðra og öryrkja upp að mannsæmandi framfærslu
- Hindrið að fiskveiðiauðlindin verði endanlega gefin útvegsmönnum
- Óskið eftir leiðréttingu á eftirlaunafrumvarpi þingmanna og ráðherra
- Óskið eftir því að styrkir til stjórnmálaflokka verði afnumdir, enda gegn lýðræðisþróun og nýliðun í stjórnmálum
![]() |
Bjartsýni sögð einkenna landsfund Sjálfstæðisflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2007 | 10:30
Málstaður Höfuðborgarsamtakanna fær undirtektir starfshóps ráðuneytis og borgarstjóra
Á forsíðu Fréttablaðsins er fréttin "Fyrsti kostur að byggja upp flugvöllinn á Hólmsheiði". Þar er fjallað um niðurstöðu starfshóps samgönguráðuneytisins og borgarstjóra um framtíðarstað fyrir Reykjavíkurflugvöll.
Arndís Björnsdóttir og samtök hennar riftu skriflegum samningi við Höfuðborgarsamtökin um sameiginlegt kosningabandalag vegna þess að þau treystu sér ekki til að styðja hugmyndir um færslu flugvallarins innan borgarmarkanna sem við trúðum að myndi verða málstað aldraðra og öryrkja til framdráttar vegna þeirrar gríðarlegu verðmætasköpunar sem fælist í því að færa flugvöllinn.
Nú þegar starfshópurinn, sem var ótengdur Höfuðborgarsamtökunum, hefur tekið svona rækilega undir þessar hugmyndir er ekki annað hægt en að óska þeim til hamingju með að málstaðurinn hafi fengið svona staðfestingu á hugmyndum sem barist hefur verið fyrir á annan tug ára. Þar á Örn Sigurðsson formaður Höfuðborgarsamtakanna stærstan hlut á máli. Til hamingju Örn!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook
13.4.2007 | 09:41
Óeðlileg afskipti Fréttablaðsins af kosningabaráttunni
Það kom mér stórkostlega á óvart að sjá að ritstjórn Fréttablaðsins sjái ástæðu til að hampa skoðunum Hjörleifs Guttormssonar sem sérstakri "frétt" að Íslandshreyfingin eigi bara að hætta við framboð.
Þetta er freklegt inngrip í kosningabaráttuna af miðli sem hingað til hefur viljað sýna sig sem hlutlausan. Blaðamenn og ritstjórn Fréttablaðsins virðast sumir ætla að missa sig í aðdraganda kosninganna og beita áhrifum sínum með ógeðfelldum hætti.
Mér finnst raunar alltaf jafn ótrúlegt að sumt fólk skuli leyfa sér að hafa svona mikið óþol fyrir því þegar aðrir stofna til nýrra stjórnmálasamtaka af hugsjón. Eins og staðan er nú hafa núverandi þingflokkar nánast með lögleiddum þjófnaði komið í veg fyrir eðlilega nýliðun í stjórnmálum á Íslandi með því að láta greipar sópar með ógeðfelldum hætti úr ríkissjóði.
Það er heldur ekki til að bæta ástandið í þessum efnum þegar miðill eins og Fréttablaðið er líka misnotaður til að kæfa lýðræðið með "fréttum" eins og þessari með ólund Hjörleifs. Svona "frétt" er ætlað að blekkja trúgjarnari hluta kjósenda þessa lands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook
13.4.2007 | 07:15
Þessu hlýtur að ljúka fljótlega úr þessu
Ástandið í Írak hlýtur að vera komið í hámark. Það er enginn óhultur í þessu landi og sprengjumennirnir eru komnir í innsta hring stjórnkerfisins og sprengja sig þar. Það getur enginn í þinginu eða leppstjórn landsins þolað þetta mikið lengur og ég spái því í bjartsýniskasti dagsins að nú hljóti bandaríkjamenn að vera farnir að sjá að þeir ráða ekkert við þetta og best væri að koma sér burtu strax.
Bandaríska herinn þarf að rífa frá Írak með sama hraða og þegar plástur er tekinn, suttur og snöggur sársauki og svo léttir.
Við íslendingar ættum að læra það af þessu að við þurfum að setja harðari skilyrði fyrir því að stjórnvöld fái heimildir til að taka þátt í og styðja hernaðaraðgerðir. Það er nefnilega að sýna sig að slíkt inngrip virðist einatt gera hlutina verri. Við eigum ekki að skipta okkur af innanríkismálum annarra þjóða fremur en að við myndum viljum þola sjálfir slík afskipti.
![]() |
Íraksstjórn fyrirskipar rannsókn á sprengjuárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook
12.4.2007 | 13:19
Kúkar fólk á götur Reykjavíkur?
Sjálfstæðisflokkurinn virðist hljóðlega stefna á áframhaldandi stjórnarsetu vegna getuleysis og öfga flestra annarra stjórnmálaafla.
Það er yfirlýst að flokkurinn vill einkavæða Landsvirkjun og orkufyrirtækin í landinu. Þetta er í mínum huga skelfileg tilhugsun og fólk ætti að hugsa sinn gang fyrir kosningar því að eftir þær verður ekki um rassinn gripið hvort sem um er að ræða eiginlega eða óeiginlega merkingu.
Þegar einkavæðing Orkuveitu Reykjavíkur verður um garð genginn má búast við fólk kúki á götur borgarinnar. Allavega þeir sem lenda í því óláni að eiga ekki fyrir orkureikningnum sínum. Skólp er jú hluti af Orkuveitu Reykjavíkur og því má alveg eins búast við að þeir loki skólpi fólks eins og að skrúfa fyrir rafmagn og vatn.
Hvað á þá að gera við kúkinn á götum borgarinnar? Setja á hann lítil og snyrtileg flögg með áletruninni: "Þessi kúkur er í boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Orkuveitu Reykjavíkur!"
12.4.2007 | 08:09
Hluti áróðursstríðsins áður en ráðist verður á Íran
![]() |
Blair segir að það hafi verið slæm hugmynd að leyfa sjóliðunum að selja sögur sínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2007 | 16:54
Rógurinn um Ingibjörgu Sólrúnu - Um hvað snýst málið?
Ég hef sjaldan orðið var við annan eins málflutning nokkurra stuðningsmanna flokks eins og Samfylkingarmanna við að reyna sannfæra þjóðina um að það sé í gangi stórbrotin rógsherferð á hendur formanni Samfylkingarinnar frú Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Egill Helgason skrifaði um málið á umræðusíðu sinni á Vísisvefnum og sakaði menn um nafnlausan róg og delluskrif.
Í sakleysi mínu skrifaði ég, undir fullu nafni, athugasemd sem Egill leyfði sér að fjarlægja sem ritskoðun. Ég var að benda á að hann hefði viðkomandi bloggara fyrir rangri sök, hann væri bæði nafngreindur og auk þess ekki að flytja nein orð sem túlka mátti sem róg. Ég tel Egil ekki óhlutdrægan í þessu máli þó hann vilji eflaust meina annað. Ég skil ekki hvers vegna Egill tekur að sér að "vernda" Sollu með þessu móti.
Samfylkingarfólki virðist fyrirmunað að sætta sig við að fólk kjósi hana ekki. Þetta er eini stjórnmálamaðurinn á Íslandi þar sem þú ert beinlínis orðinn rógberi ef þú lýsir því yfir að þú annað hvort viljir bara ekki kjósa hana eða að þú treystir henni ekki fyrir atkvæði þínu.
Mann grunar að það sem Samfylkingarfólkinu finnst vera rógur sé það álitamál meðal fólks hvort Solla hafi svikið málstað R-listans þegar hún hvarf úr borgarstjórastólnum til að vera forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Sú kosning varð Samfylkingarmönnum sérstök ástæða depurðar, því að þrátt fyrir mjög þokkalegan kosningasigur, náði Solla hvorki því að verða þingmaður (fyrr en síðar) né því að verða forsætisráðherra. Í þessu máli má fólk alveg hafa þá skoðun að Solla hafi fengið forsætisráðherra í magann en orðið fyrir pólitísku fósturláti og síðan er bara sorg hjá Samfylkingunni. Fólki finnst hún hafi svikið loforðið um að sinna borgarstjórastólnum fyrir persónulegan metnað. Er þetta rógurinn?
Að öðru leyti verður ekki annað sagt um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að hún sé vönduð kona og sómakær á alla lund. Við erum bara sum sem viljum ekki kjósa hana og þurfum ekki að rökstyðja það á nokkurn hátt frekar en það hvort við viljum kjamsa á rauðum Opal eða grænum Tópas.
Nú er spurning hvort þessi pistill teljist enn ein nafnlausa rógsgreinin?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook
11.4.2007 | 09:19
Súr endalok: Arndís H. Björnsdóttir klýfur framboð Baráttusamtakanna
Höfuðborgarsamtakanna. Þessu höfnuðu Höfuðborgarsamtökin, enda lykilatriði samkomulagsins um kosningabandalagið. Hér ganga Arndís og félagar á bak orða sinna og skriflegs samkomulags sem legið hefur ljóst fyrir í rúmar tvær vikur.
Þegar ljóst var að Höfuðborgarsamtökin ætluðu ekki að hvika frá upphaflegu samkomulagi ákvað Arndís að slíta samstarfinu við svo búið.
Í góðri trú hafa Höfuðborgarsamtökin og Flokkurinn unnið samkvæmt þessu samkomulagi og talið að undirskrifaðir samstarfssamningar yrðu virtir eins og til er ætlast. Það eru því mikil vonbrigði að eina ferðina enn virðast leiðandi einstaklingar innan samtaka aldraðra og öryrkja ófær um að vinna að hagsmunamálum sínum í sátt, hvort sem það er innan sinna eigin vébanda eða með öðrum.
Þar sem skammur tími er til kosninga er ljóst að samtök Arndísar hafa spillt öðrum möguleikum til framboðs. Við sem höfum unnið af heilindum, dugnaði og elju að framboðsmálinu erum mjög leið yfir þessum málalokum en leyfum okkur að þakka öllum þeim sem stutt hafa málin okkar með mórölskum stuðningi og undirskriftum.
Aldraðir, öryrkjar, áhugamenn um betri höfuðborgarbyggð, lýðræðisinnar og fleiri, áttu betra skilið en svona framkomu okkar samstarfsaðila sem við lýsum ábyrgan fyrir þessum slitum á samstarfinu. Arndís hefur með þessu gert mikið og óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf að engu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 265604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson