Kúkar fólk á götur Reykjavíkur?

Sjálfstæðisflokkurinn virðist hljóðlega stefna á áframhaldandi stjórnarsetu vegna getuleysis og öfga flestra annarra stjórnmálaafla.

Það er yfirlýst að flokkurinn vill einkavæða Landsvirkjun og orkufyrirtækin í landinu.  Þetta er í mínum huga skelfileg tilhugsun og fólk ætti að hugsa sinn gang fyrir kosningar því að eftir þær verður ekki um rassinn gripið hvort sem um er að ræða eiginlega eða óeiginlega merkingu.

Þegar einkavæðing Orkuveitu Reykjavíkur verður um garð genginn má búast við fólk kúki á götur borgarinnar. Allavega þeir sem lenda í því óláni að eiga ekki fyrir orkureikningnum sínum. Skólp er jú hluti af Orkuveitu Reykjavíkur og því má alveg eins búast við að þeir loki skólpi fólks eins og að skrúfa fyrir rafmagn og vatn.

Hvað á þá að gera við kúkinn á götum borgarinnar? Setja á hann lítil og snyrtileg flögg með áletruninni: "Þessi kúkur er í boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Orkuveitu Reykjavíkur!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Sérlega kúkalegur málflutningur...  Verður það piss næst?

Bakvörðurinn (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 02:51

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 264985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband