Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Bandaríkjamenn halda áfram að ögra heimsfriði sem fulltrúi "alþjóðasamfélagsins"

Oft hefur verið sagt að ekki sé rétt að kasta grjóti úr glerhúsi.

Það sem einum er leyft er öðrum bannað. Bandaríkjamenn, Rússar, Bretar, Frakkar, Pakistanar, Indverjar og trúlega Ísraelsmenn ráða allir yfir kjarnavopnum. Þessum vopnum þarf öllum að eyða til að við getum verið róleg. Á meðan þessi vopn eru til ógna þau tilveru okkar.

Það er hins vegar ekki trúlegt að þjóð, sem er ein allra sek um að nota þessi vopn á almenna borgara, skuli hóta öðrum sem eru þó fyrst og fremst að koma upp orkuframleiðslu. Áróðurinn sem bandaríkjamenn beita þessa daga er óhuggulega skyldur þeim ögrunum sem nasistarnir beittu gagnvart pólverjum við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. 


mbl.is Bandaríkin bregðast ókvæða við kjarnorkuyfirlýsingu Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttusamtökin sækja um listabókstafinn A

Við, sem myndum kjarna Baráttusamtakanna, munum sækja um listabókstafinn A á morgun til dómsmálaráðuneytisins. Tilskildum undirskriftafjölda hefur verið safnað.

Við treystum þvi að því erindi okkar verði vel tekið enda jafn langt síðan sá bókstafur var notaður í Alþingiskosningum og listabókstafurinn V sem Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur nú fengið úthlutað í fyrsta sinn.

Framboðsmál eru því komin í fullan gang og við erum í alvöru að fara að fylla upp framboðslista. Því er upplagt fyrir áhugasamt og GOTT fólk að bjóða sig fram telji það sig hafa eitthvað fram að færa í baráttu fyrir málefnum aldraðra, öryrkja, Höfuðborgarsamtakanna og Flokksins sem nú verður lagður niður beint inn í Baráttusamtökin.

Það má nú flestum vera ljóst að hér er alvörumál á ferðinni, hvernig svo sem sumum líkar eitt framboð í viðbót. 


Sá sem ákvað Íraksstríðið var ekki mikið skarpari!

Ég veit satt að segja veit ekki hvað ég á að halda um svona "fréttaflutning" Morgunblaðsins. Mér finnst raunar með ólíkindum að svona bull sé sett í þennan búning og sett á forsíður "stórmiðla" eins og www.mbl.is

Samt má í þessum fíflagangi sjá alvöru þess máls að Georg W. Bush var ekki mikið skarpari en þessi stjórnmálafræðiprófessor, en hafði mun meiri völd. Kannski rekur Bush augun í þetta og fær þá flugu að þetta sé alveg klikkað góð hugmynd. Hvað vitum við? 


mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu stór er Bubbi í íslensku tónlistarlífi?

Ég er einn þeirra sem hafa lagt því lið að setja texta og hljóma inn á söngtextasíðu Davíðs (www.midja.is/david/textar). Þetta er allt saman ólaunað sjálfboðaliðastarf hjá Davíð og okkur hinum sem fleygjum inn efni á síðuna hans.

Haldið hefur verið utan um vinsældir innsendra laga á vefnum og þá verður manni ljóst hversu gríðarleg áhrif Bubbi Morthens hefur haft í tónlistarlíf íslendinga frá árinu 1978. Af 20 mest sóttu lögum á söngtextasíðunni á Bubbi hvorki meira né minna en sjö þeirra: Listinn lítur reyndar núna svona út:

  1. Rómeó og Júlía: Bubbi Morthens
  2. Afgan: Bubbi Morthens
  3. Ást: Ragnheiður Gröndal
  4. Rangur maður: Sólstrandargæjarnir
  5. Með þér: Bubbi Morthens
  6. Fjöllin hafa vakað: Bubbi Morthens
  7. Nína: Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson
  8. Hallelujah: Jeff Buckley
  9. Stál og hnífur: Bubbi Morthens
  10. Traustur vinur: Upplyfting
  11. Barfly: Jeff who?
  12. Líf: Sálin hans Jóns míns
  13. Til hamingju Ísland: Silvía Nótt
  14. Stúlkan sem starir á hafið: Bubbi Morthens
  15. Hotel California: The Eagles
  16. Creep: Radiohead
  17. When I think of angels: KK
  18. Hjálpum þeim: Landsliðið
  19. Hvar sem ég fer: Á móti sól
  20. Aldrei fór ég suður: Bubbi Morthens

Þetta er ekki vinsælustu lög á Íslandi. Þetta eru vinsælustu lögin sem gítarspilararnir sækja á söngtextasíðu Davíðs. Þar eru þúsundir heimsókna á hverjum degi og því er það vel marktækt hvernig smekkur glamrara er.


Loksins er maður sammála páfanum!

Það er sjaldgæft að ég sé sammála páfanum í Róm. í þessu máli deilum við sömu skoðun.

Ég vildi óska að Davíð og Halldór hefðu heyrt í honum áður en þeir ákváðu að styðja stríðsreksturinn í Írak.

Einnig væri óskandi að Geir Haarde tæki af skarið og lýsti því yfir að íslensk stjórnvöld hefðu gert mistök í því máli og lýstu því formlega yfir að stuðningur við þetta hörmungarmál sé dreginn til baka af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar.

Hvernig getur maður annað en efast um hjartalag manna sem hafa forherst í því að neita því staðfastlega að gera yfirbót í þessu máli? Hafa þeir alveg misst af því hvaða hörmungum þetta stríð hefur valdið og heldur áfram að gera?


mbl.is Páfi segir ekkert jákvætt gerast í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsældir í samræmi við sýnileika

Er ég einn um að halda að vinsældir Geirs séu meiri því minna sem hann lætur á sér bera?

Nei, líklega er þetta bara eitthvert rugl í mér... 


mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt! - konugreyið gengur ekki út

Maður veltir því fyrir sér af hverju þessi kona er ekki gengin út? Er útlitið ekki lengur nógu gott? Er hún komin undir fátæktarmörk? Skyldi hreinlæti hennar vera ábótavant?

Það er full þörf að hafa áhyggjur.


mbl.is Vinir Aniston sendu hana á blint stefnumót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagastrekkjari úr BYKO - Föstudagurinn laaaaangi

Það var boðið upp á kvikmyndaveislu í gær. Sóttar voru fjórar nýlegar myndir á leiguna. Til að dagurinn yrði nógu langur var föstudagurinn langi settur í dagastrekkjara frá BYKO og svo var horft á bíómyndir fram á nóttina.

  • The Devil wears Prada: Of lítið efni til að bera uppi kvikmynd. Meryl Streep er samt alltaf áhugaverð leikkona og hún vinnur vel úr lélegum efnivið. Það er bara ekki nóg. (*)
  • The Queen: Áhugaverð mynd um vikuna eftir dauða Díönu prinsessu. Helen Mirren er afar sannfærandi í hlutverki drottningarinnar. (***)
  • Casino Royale: Örugglega í lagi fyrir Bond aðdáendur. Miðkaflinn í myndinni við spilaborðið er nú hreint út leiðinlegur. Sumir á heimilinu voru ekki sáttir við nýja Bond-inn. (**)
  • Friends with money: Einhver leiðinlegasta stjörnum prýdda mynd sem ég hef séð. Sagan og handritið tóm flatneskja. Má eiginlega kalla svona must-not-see kvikmynd. Horfið frekar á hár vaxa! ()
Þá er fyrsta kvikmyndagagnrýni mín birt.

"Veistu ekki að góðærið er Davíð og Sjálfstæðisflokknum að þakka!"

Maður verður stundum orðlaus. Líklega er það vegna þess að maður skilur ekki einfaldar staðreyndir um það hvernig þjóðfélag eins og ísland hefur það.

Einhvern tíma þegar ég ræddi við mann um pólitík, taldi ég upp fyrir hann listann sem er í færslunni hér á eftir. Hann reiddist, stappaði niður fæti, horfði á mig fast og sagði "Veistu ekki að góðærið er Davíð og Sjálfstæðisflokknum að þakka!" Ég hélt í fyrstu að maðurinn hlyti að vera að grínast, svo reyndist ekki vera.

Á svona helgum degi kristinna manna ætti maður að skilja hvers vegna prestar biðja guð um að blessa ríkisstjórnina í messunum sem þeir flytja. Allt það góða sem við upplifum er nefnilega Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum að þakka. Verði þeir blessaðir! (Helst eftir næstu kosningar)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 265617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband