Sá sem ákvað Íraksstríðið var ekki mikið skarpari!

Ég veit satt að segja veit ekki hvað ég á að halda um svona "fréttaflutning" Morgunblaðsins. Mér finnst raunar með ólíkindum að svona bull sé sett í þennan búning og sett á forsíður "stórmiðla" eins og www.mbl.is

Samt má í þessum fíflagangi sjá alvöru þess máls að Georg W. Bush var ekki mikið skarpari en þessi stjórnmálafræðiprófessor, en hafði mun meiri völd. Kannski rekur Bush augun í þetta og fær þá flugu að þetta sé alveg klikkað góð hugmynd. Hvað vitum við? 


mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leiðindagaurinn

Prófaðu að lesa greinina... ekki bara það sem "Stórmiðillinn" mbl.is hefur að segja um málið.

Leiðindagaurinn, 9.4.2007 kl. 09:47

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég las að sjálfsögðu greinina. Það sem mér finnst einkennilegt er að "stórmiðillinn" skuli hampa þessu með jafn áberandi hætti og þeir gera. Svona fíflagangur á ekkert erindi þarna. Það má geyma hann undir öðrum lið en forsíðunni ef þeim finnst þetta fyndið.  Mér finnst þessi umræða þarna barna hreint ekkert fyndin. Ég get ekki skilið hvernig þér þætti fyndið að einhver grínaðist með hvaða hætti ætti að kála þér!

Haukur Nikulásson, 9.4.2007 kl. 10:12

3 Smámynd: Björn Darri Sigurðsson

Úr greininni:

American companies — such as Halliburton and Bechtel — would be given the customary sole-source federal contracts to (a) rebuild Reykjavik after the Shock and Awe show and (b) build a giant subterranean bomb shelter in the mountain range south of Reykjavik before the show, to shield Iceland's population and art treasures from the exploding ordnance our bombers and ships would deliver.

Björn Darri Sigurðsson, 9.4.2007 kl. 10:30

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég skil þetta Björn, málið er að ég hef bara ekki neinn húmor fyrir stríðsáhuga bandaríkjamanna lengur. Þú þarft vonandi ekki að skoða lengi raunverulegu verkefnin þeirra í Írak til að skilja það sjónarmið mitt. Ég skal leyfa ykkur hinum að hafa ykkar húmor og við sættum okkur við vera ósammála um hvað felst í orðinu "sniðugt!"

Haukur Nikulásson, 9.4.2007 kl. 10:46

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

það er ekkert grín með það hvað búið er að drepa marga þarna í Iraq, en mér finnst þessi frétt bara sýna best hvað rökin fyrir þessu stríði þarna  voru hald lítil og fölsk, horfum aðeins á þetta í því samhengi. Ég les þetta sem ádeilu á það.

Sverrir Einarsson, 9.4.2007 kl. 11:25

6 Smámynd: Svartinaggur

Ég sé ekki betur en að greininni sé eingöngu ætlað að draga búss og bler (eða bara þennan stríðsrekstur yfirhöfuð) sundur og saman í háði. Eða er ég að misskilja eikkva?

Svartinaggur, 9.4.2007 kl. 11:38

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sverrir og Svartinaggur: Ég held að við séum allir með þetta á hreinu. Sumum okkar finnst bara þessi háðsádeila á röngum stað og geti, ef óheppilega vill til, komið niður ranghugmyndum hjá einhverjum sem teldi rétt að sprengja eitthvað einhversstaðar. Ég skal vera fyrstur til að játa að stríðsrekstur er mér ekki tilefni til gríns og er að því leyti frekar húmorslaus í þessari deild. Trúlega er þetta bara minn veikleiki.

Haukur Nikulásson, 9.4.2007 kl. 15:09

8 Smámynd: Sverrir Einarsson

Já var það ekki líka meiningin að benda á "hagkvæmara stríð" hehe. Fara að vestan um morgunin, hér um hádegi og sprengja og halda svo til Blair í síðdegis te og svo meira bombardí hér á leiðinni heim í kvöldmat.............háð af bestu gerð.

Sverrir Einarsson, 10.4.2007 kl. 16:17

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband