Baráttusamtökin sækja um listabókstafinn A

Við, sem myndum kjarna Baráttusamtakanna, munum sækja um listabókstafinn A á morgun til dómsmálaráðuneytisins. Tilskildum undirskriftafjölda hefur verið safnað.

Við treystum þvi að því erindi okkar verði vel tekið enda jafn langt síðan sá bókstafur var notaður í Alþingiskosningum og listabókstafurinn V sem Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur nú fengið úthlutað í fyrsta sinn.

Framboðsmál eru því komin í fullan gang og við erum í alvöru að fara að fylla upp framboðslista. Því er upplagt fyrir áhugasamt og GOTT fólk að bjóða sig fram telji það sig hafa eitthvað fram að færa í baráttu fyrir málefnum aldraðra, öryrkja, Höfuðborgarsamtakanna og Flokksins sem nú verður lagður niður beint inn í Baráttusamtökin.

Það má nú flestum vera ljóst að hér er alvörumál á ferðinni, hvernig svo sem sumum líkar eitt framboð í viðbót. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvað varð um Flokkinn?

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.4.2007 kl. 00:44

2 identicon

Bara spurt af forvitni - þegar þú segir að búið sé að safna undirskriftunum, þá geri ég ráð fyrir að átt sé við meðmælendalistana með framboðinu. Er hreyfingin þá búin að safna þessu fyrir öll kjördæmin eða bara Reykjavík?

Stefán (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 00:49

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Flokkurinn breytir um nafn á kennitölu sinni og verða Baráttusamtökin vegna þess að það hentar þessu kosningabandalagi Baráttusamtaka eldri borgar og öryrkja, Höfuðborgarsamtakanna og okkar sem stofnuðum Flokkinn. 

Tilbúnu undirskriftirnar eru fyrir umsókn um listabókstafinn. Síðan þarf að safna öðrum listum fyrir framboðslista kjördæmanna þegar þeir liggja fyrir. Hlutirnir verða að gerast í réttri röð.

Haukur Nikulásson, 10.4.2007 kl. 01:11

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

En er ekki erfitt að koma inn svona seint og vera ekki með í kosningabaráttunni?

Lára Stefánsdóttir, 10.4.2007 kl. 01:13

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Lára, það er ekkert erfitt ef góður málstaður höfðar til fólksins einhvern tíma fyrir kjördag. Það eru ennþá margir vænir dagar til kosninga. Ég held að taugaveiklun frambjóðenda sé oftast meiri en kjósenda sem mjög margir ákveða sig bara í kjörklefanum á síðustu stundu.

Haukur Nikulásson, 10.4.2007 kl. 01:50

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Vonandi tekst þetta, framboð eldi borgara og öryrkja er löngu tímabært. Við þurfum að hafa raddir allra inn á alþingi, ekki bara háskólamanna.

Væri gaman að sjá lista sem speglar samsetningu þjóðarinnar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.4.2007 kl. 06:09

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég óska núverandi ríkisstjórn til hamingju með þetta framboð.

Georg Eiður Arnarson, 10.4.2007 kl. 08:12

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Georg, viltu frekar að þessi atkvæði hefðu hugsanlega fallið á ríkisstjórnarflokkana?

Gerir þú þér ekki grein fyrir því að ef menn stofna ný framboð þá þýddi það einfaldlega að atkvæðin voru hvort eð er aldrei í höndum ykkar hinna í stjórnarandstöðunni?

Mér finnast ótrúlega margir svekkja sig á því að menn skuli finna sig í að mynda ný og frjáls stjórnmálasamtök. Það er ótrúlegt hversu oft og mikið þurfi að benda sumu fólki á að það á engin atkvæði kjósenda, þau eru EINKAEIGN Í KJÖRKLEFANUM! 

Haukur Nikulásson, 10.4.2007 kl. 08:24

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já í flestum tilfellum Haukur minn eru atkvæðin einkaeign það þarf að brýna það fyrir fólki.  En ég veit um nokkur tilfelli núna síðan ég byrjaði að vasast í þessu að starfsfólki er hótað að ef það kjósi ekki rétt, þá fari fyrirtækið úr bænum.  Þetta er ekki bara eitt fyrirtæki sem þetta gerir en er jafn ljótt fyrir því.  Margir vilja ekki trúa það að þetta tíðkist í lýðræðisríki, en svona er nú Ísland í dag.  Meira í átt við Banana en lýðinn - fólkið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2007 kl. 11:16

10 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ef þú tekur 1 % frá Frjalslyndum og 1 % frá íhaldinu og nærð ekki inn manni hver græðir? Þinn gamli flokkur.

Georg Eiður Arnarson, 10.4.2007 kl. 23:15

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt það veit engin hvað hver gerir i Kjörklefanum/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 10.4.2007 kl. 23:50

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

11.4.2007: Það er náttúrulega ljóst núna að EKKI var sótt um listabókstafinn.

Haukur Nikulásson, 11.4.2007 kl. 10:37

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband