Málstaður Höfuðborgarsamtakanna fær undirtektir starfshóps ráðuneytis og borgarstjóra

Á forsíðu Fréttablaðsins er fréttin "Fyrsti kostur að byggja upp flugvöllinn á Hólmsheiði". Þar er fjallað um niðurstöðu starfshóps samgönguráðuneytisins og borgarstjóra um framtíðarstað fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Arndís Björnsdóttir og samtök hennar riftu skriflegum samningi við Höfuðborgarsamtökin um sameiginlegt kosningabandalag vegna þess að þau treystu sér ekki til að styðja hugmyndir um færslu flugvallarins innan borgarmarkanna sem við trúðum að myndi verða málstað aldraðra og öryrkja til framdráttar vegna þeirrar gríðarlegu verðmætasköpunar sem fælist í því að færa flugvöllinn.

Nú þegar starfshópurinn, sem var ótengdur Höfuðborgarsamtökunum, hefur tekið svona rækilega undir þessar hugmyndir er ekki annað hægt en að óska þeim til hamingju með að málstaðurinn hafi fengið svona staðfestingu á hugmyndum sem barist hefur verið fyrir á annan tug ára. Þar á Örn Sigurðsson formaður Höfuðborgarsamtakanna stærstan hlut á máli. Til hamingju Örn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Bara svo þú vitir það Haukur, það á alls ekki að flitja völlinn.

Georg Eiður Arnarson, 13.4.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Georg, hvaða rökum ætlar þú að beita gegn rúmlega 200 milljarða verðmætasköpun vegna flutningsins?

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er ekkert minna en albjánalegt að flytja flugvöllinn upp á Hólmsheiði. Skuggalega nálægt vatnsverndarsvæðum borgarinnar. Með "fuel-spills" upp á hvern einasta dag, leysi og afísunarefni og krabbameinsvaldandi hreinsiefni í nánasta nágrenni við vatnið, sem við drekkum. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær vatnið myndi mengast - svo er fólk að bölsótast út af álverum!

Ingvar Valgeirsson, 13.4.2007 kl. 14:42

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, vatnsbólin eru ekki í hættu og það er ekki sérstök mengunarhætta í þessu sambandi. Auk þess eru 200 milljarðarnir sem úr þessu fást minna umdeildir en 66 milljarðarnir sem fengust fyrir Símann.

Þetta tal þitt slær meira segja út svæsnustu svartsýnisköstum sem ég get fengið. Ertu með gigg í kvöld?

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 15:37

5 identicon

Eru "Höfuðborgarsamtökin" ekki aðeins einn einstaklingur ?
Aðeins Örn Sigurðsson.
Kannast einhver annar við að vera í "samtökunum" ?
Eru einhvertíma haldnir fundir á vegum "samtakanna" þar sem hugsanlegir félagsmenn lýsa skoðunum sínum, eða semur Örn allar yfirlýsingar sjálfur og sendir á fjölmiðla ?
Ekki finnast neinar upplýsingar um "Höfuðborgarsamtökin" á netinu sem hafa verið uppfærð síðustu árin.

Það er með ólíkindum að fjölmiðlar og bloggarar taki þessi "Höfuðborgarsamtök" með þessum hátíðleik án þess að spyrja hvaða samtök þetta eru í raun.

Ágúst Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 18:29

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég hef ekki tölur um fjölda félagsmanna en stjórnir og nefndir eru alla vega fullmannaðar.

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 19:47

7 identicon

Hvaða stjórnir og hvaða nefndir ?
Hvar er hægt að fá upplýsingar um "samtökin" og stjórnir og nefndir "samtakanna" ?

Ágúst Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 20:13

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ágúst: Sendu póst á hbsamtokin@gmail.com

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 20:50

9 identicon

Þannig að þetta eru leynisamtök með eitt póstfang sem Örn Sigurðsson svarar ?

"Samtök" sem fjölmiðlar og bloggarar taka hátíðlega en engar upplýsingar eru aðgengilegar almenningi um !!!

Hversu trúverðug eru slík "samtök" og hvernig er hægt að hampa "fréttatilkynningum samtakanna" ?

Ágúst Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 20:53

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ágúst, er hér eitthvert vandamál á ferðinni sem ég ekki veit um?

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 21:49

11 identicon

Þú ert ekki einn um að vitna í "Höfuðborgarsamtökin" sem eru engin samtök.

"Vandamálið" er að enginn kannar hvaða "samtök" þetta eru í raun.

Ef vel er að gáð, þá virðist sem "Höfuðborgarsamtökin" séu felunafn á einum einstakling og hann kynnir skoðanir sínar sem skoðanir "samtakanna".

Minnir á Baldur og Konna (gamlingja samlíking :-)

Nóg um "samtökin" :-)

Ágúst Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 21:55

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ágúst, þessi orðræða þín vekur furðu mína svo ekki sé meira sagt. Ég held (án þessa að vita fyrir víst) að "samtökin" séu lítil en ég skil ekki þessa undarlegu andúð þína á þeim.

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 22:10

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ágúst, það er kannski rétt að koma því að að ég er sjálfur nýgenginn í Höfuðborgarsamtökin, veit um þó nokkra félaga þar og Örn Sigurðsson er því ekki einn. Ég veit ekki mikið um söguna og er því ekki mjög upplýsandi fyrir þig.

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 22:18

14 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

200 eða 500 skiftir engu ,það á ekki að flytja völlinn. Mín skoðun og flestra eyjamanna.

Georg Eiður Arnarson, 13.4.2007 kl. 23:32

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Langar að taka fram að þessi flugvallarparanoja er ekki eitthvað sem ég fann upp að gamni mínu. Fyrirhugaður byggingarstaður er víst stutt frá svokölluðu vatnsverndarsvæði (en stærð neðansjávaránna er víst eitthvað heldur óljós) og spilliefni, leysiefni og flugvélaeldsneyti sem fer í jörðina, sbr. í Vatnsmýrinni er ekki eitthvað sem ég vil neinsstaðar í nánasta nágrenni við drykkjarvatn höfuðborgarsvæðisins. Hemildir fyrir þessu hef ég frá mér betur menntuðu fólki sem veit hvað það syngur. Ef eitthvað er til sem ekki má taka neinar áhættur með ætti það að vera vatnsból, sem sér 2/3 hlutum þjóðarinnar (held það sé sirka rétt) fyrir drykkjarvatni.

Ber að taka fram að ég er hundfúll yfir því að þurfa að vera sammála Samfylkingarmönnum varðandi málið, en allnokkrir þeirra hafa einnig ljáð máls á þeim hættum sem fyrirhuguð staðsetning felur í sér.

Ingvar Valgeirsson, 13.4.2007 kl. 23:38

16 Smámynd: Haukur Nikulásson

Georg: Mér finnst þú heldur kröfuharður á staðsetningu flugvallarins. Þú mátt bara vera ánægður að komast oftast fljúgandi til Reykjavíkur. Þegar þú segir 200 og 500 skipti engu máli þá dettur málefnastaðan út fyrir mér, þú neitar öllum rökum. Úr því þú gerir svona miklar kröfur til staðsetningar flugvallar í Reykjavík, hvers vegna býrðu þá í versta, hættulegasta og vonlausasta samgönguplássi landsins?

Ingvar: Þú getur treyst því að þetta verði ekki vanhugsuð breyting á málum. Verkfræðingar, arkitektar og fleiri hafa skoðað þetta mál á annan tug ára. Mig langar ekkert frekar en þig að búa við óöruggt vatnsból eða flugvöll í Keflavík. Hins vegar þarf að líta þetta réttum augum varðandi ávinninginn. Ég tel reyndar að flestir úrtölumennirnir hafa yfirleitt ekki kynnt sér þetta mál og maður reynir að sýna því umburðarlyndi. Þvættingurinn í sumum er hreint ekkert málefnalegur og þá beinlínis pínlegt að reyna stundum að svara því. Nánast talað um þetta í skammaryrðum og formælingum. Góð mál taka tíma og þetta er bara eitt þeirra - fyrr eða síðar verður jörðin kringlótt hjá hinum líka!

Haukur Nikulásson, 14.4.2007 kl. 01:03

17 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammgöngumál eiga ekki að snúast um peninga (þó þau geri það því miður hjá þér) Staðsetning vallarinns er eitt mikilvægasta öriggisartiði landsbigðarinnar varðandi heilsugæslu og fleira, þar fyrir utan fynst mér umferðinn nú þegar of mikil og ekki á bætandi að fara að biggja Vatnsmýrinna líka. Ef ég skil þig rétt þá er það sem þú vilt.

Georg Eiður Arnarson, 14.4.2007 kl. 10:58

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 264989

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband