Færsluflokkur: Tónlist
5.8.2007 | 21:56
Upprennandi ung gítarhetja!
Alltaf gaman að sjá ungt hæfileikafólk.
Þessi er grelli góður... vægt til orða tekið!
26.6.2007 | 23:22
12 ára trommuleikari slær allt út!
Ég sá þetta video fyrir mörgum árum og Tony Royster er orðinn núna hærri í loftinu. Hlustið á þessa gargandi... segjum frekar sláandi snilld hjá 12 ára drengstaula sem varla nær upp í settið. Núna geta allir notið þess að sjá þetta á Youtube.
24.6.2007 | 15:02
Hvenær er búið að æfa of mikið?
Við Gunni spiluðum hjá Nesklúbbnum í gærkvöldi og það gekk bara fínt. Það er alltaf miklu auðveldara að spila þegar maður verður var við að hópurinn er í góðum gír áður en maður kemur á svæðið.
Maður verður var við að það er mikill munur á spilamennskunni hjá okkur og aðstöðunni frá því við spiluðum í hljómsveit saman 1975 og nú. Í þá daga kunnum við eiginlega ekki neitt og hjökkuðum á 20 lögum kannski allt kvöldið og þótti það bara ágætt. Nú er prógrammið á fjórða hundrað lög og þá er hausverkurinn fólginn í því hvað á að velja. Í morgun setti ég upp spilalistann og varð eiginlega hálf gramur að hafa ekki komið að fullt af lögum sem ég tel okkur fara vel með.
Þetta eru breyttir tímar... og við orðnir gamlir kallar með of mikinn farangur.
Það hafa margir bent á þetta, ég get bara ekki stillt mig um að dreifa þessu enn betur.
Þó að hljóð og mynd fari ekki vel saman er þetta myndskeið og frammistaða söngvarans svo hrífandi að maður verður eiginlega bara klökkur. Og gæsahúðin sprettur fram. Þetta er "must-see".
9.6.2007 | 23:56
Rawhide
Ég skal játa að eitthvað er ég pikkfastur við hljóðfærin og upptökutækin þennan daginn. Ég bætti við laginu Rawhide sem upphaflega var í frábærum flutningi Frankie Laine og var þemalag samnefnds sjónvarpsþáttar sem nú er helst þekktur fyrir að hafa komið Clint Eastwood á framfæri sem ungum kúreka í kringum 1960.
9.6.2007 | 19:37
Upptaka og útgáfa sama daginn!
Hlutirnir eru orðnir sumu leyti einfaldari í dag. Við Gunni tókum upp fjögur lög í dag okkur til gamans. Lögin eru tekin beint af mixer og við erum með tvo gítara og tvær raddir. Við ákváðum að vera ekkert of smámunasamir varðandi þessar upptökur, hafa þetta bara lifandi.
Einhvern tíma hét þetta EP plata ef ég man þetta rétt.
Í tilefni helgarinnar skelli ég þessu inn á spilarann ykkur til blendinnar ánægju!
Gunni og Haukur: Gunna var í sinni sveit
Gunni og Haukur: Dance on
Gunni og Haukur: Nowhere man
Gunni og Haukur: Mrs. Robinson
5.6.2007 | 21:34
The Shadows gátu líka sungið án Cliffs
Ég hélt ég væri sæmilega fróður um Shadows og taldi í einfeldni minni að þeir væru bara instrumental grúppa án Cliff Richard. Svo er þó ekki og sannleikurinn er víst sá að þeir Bruce Welch og Hank Marvin léku sér með raddaðan söng í stíl við Everly Brothers til að byrja með. Þetta er athyglisvert video með söng þeirra félaga og það meira að segja bara alveg ágætur. Skv. Youtube er þetta upptaka frá árinu 2004. Alveg eru þeir eins og unglömb þessir kallar!
2.6.2007 | 14:28
Mogginn illilega plataður núna!
Eitthvað er þetta málum blandið hjá ykkur þarna á Mogganum. Það er enginn fótur fyrir þessu kjaftæði. Nú hefur einhver leikið hroðalega á ykkur í blaðamennskunni.
The Police eru að hefja 100 tónleika túr og haldið þið í alvöru að einn aðalmeðlimanna myndi láta út úr sér svona ekkisens dellu til að selja ekki miðana?
Vaknið núna út úr þessari vitleysu og komist að hinu rétta. Ég er til að mynda búinn að lesa alveg bullandi jákvæða dóma um annan þessara tveggja konserta í Vancouver. Þið verðið að átta ykkur á því að þetta eru vanir menn, ekki viðvaningar!
Trommari The Police segir endurkomu sveitarinnar ótrúlega slappa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2007 | 00:19
Helgin ekki búin og hér er Tracey Ullman!
Þetta lag er ótrúleg samsetning. Einfalt í öllu sniði en getur samt komið út gæsahúð. Spilið þetta bara svolítið hátt og með góðum bassa og segið mig ljúga!
Lagið er They don't know frá árinu 1983, þá er Tracey 24 ára. Hún fékk Paul McCartney til að taka þátt í myndbandinu og endurgreiddi síðan greiðan þegar hún lék í myndinni "Give my regards to Broadstreet" sem McCartney gerði stuttu síðar.
Höfundur lagsins, þá 17 ára stelpa að nafni Kirsty MacColl, söng bakrödd í upptökunni.
Tracey Ullman er ensk gamanleikkona sem fluttist til bandaríkjanna og fékk þar eigin sjónvarpsþátt sem gekk mjög vel. Í þessum þáttum hennar birtust til að mynda stuttir teiknisketsar með Simpsons fjölskyldunni og var það upphafið að ferli þeirrar stórkostlegu seríu. Julie Kavner sem talar fyrir Marge Simpson og fleiri lék mikið í sketsum í þáttum Ullman.
Lítið hefur farið fyrir Ullman hin síðari ár. Hún er nú 48 ára gömul.
26.5.2007 | 12:51
Fleiri lög í spilarann
Í tilefni langrar helgar hef ég bætt inn slatta af lögum inn á spilarann. Þetta eru eigin demo upptökur teknar upp í heilu lagi beint af mixer í lifandi flutningi.
Ég syng og spila gítar og er með forritaðan undirleik af tölvu (MIDI skrár). Sum laganna eru þó bara gítar og söngur.
Við Gunnar Antonsson höfum verið að spila mikið undanfarið og erum komnir með um 200 laga prógram. Við syngjum og spilum á tvo gítara en það er líka hægt að taka tölvuna með og vera þannig með fullútsetta tónlist eins og er hér í spilaranum. þannig að ef ykkur vantar söng og spil í afmæli, brúðkaup eða þess háttar þá fáumst við fyrir rétt verð. (Smá plögg!)
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 265496
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson