Helgin ekki búin og hér er Tracey Ullman!

Ţetta lag er ótrúleg samsetning. Einfalt í öllu sniđi en getur samt komiđ út gćsahúđ. Spiliđ ţetta bara svolítiđ hátt og međ góđum bassa og segiđ mig ljúga!

Lagiđ er They don't know frá árinu 1983, ţá er Tracey 24 ára. Hún fékk Paul McCartney til ađ taka ţátt í myndbandinu og endurgreiddi síđan greiđan ţegar hún lék í myndinni "Give my regards to Broadstreet" sem McCartney gerđi stuttu síđar.

Höfundur lagsins, ţá 17 ára stelpa ađ nafni Kirsty MacColl, söng bakrödd í upptökunni.

Tracey Ullman er ensk gamanleikkona sem fluttist til bandaríkjanna og fékk ţar eigin sjónvarpsţátt sem gekk mjög vel. Í ţessum ţáttum hennar birtust til ađ mynda stuttir teiknisketsar međ Simpsons fjölskyldunni og var ţađ upphafiđ ađ ferli ţeirrar stórkostlegu seríu. Julie Kavner sem talar fyrir Marge Simpson og fleiri lék mikiđ í sketsum í ţáttum Ullman.

Lítiđ hefur fariđ fyrir Ullman hin síđari ár. Hún er nú 48 ára gömul.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Snilldarlag og rauđu buxurnar ógleymanlegar.

Lára Stefánsdóttir, 28.5.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: Jens Guđ

  Smá fróđleikur um höfund lagsins,  Kirsty MacColl.  Hún var skosk.  Pabbi hennar hét Ewan MacColl.  Afar merkilegur náungi.  Hann kynnti Bretum blús bandarískra blökkumanna á fyrri hluta sjötta áratugarins.  Setti í gang blúsţátt á BBC og opnađi blúsklúbb í London. 

  Ewen var ofvirkur.  Eina stundina átti eitthvađ allan hans hug.  Nćsti snéri hann sér ađ einhverju öđru og ţá átti ţađ allan hans hug. 

  Eftir ađ hafa keyrt gamla delta-blúsinn ofan í kok á Bretum fékk Ewan ćđi fyrir blúsafbrigđi sem kallast skiffle.  Ţađ hafđi fariđ eins og stormsveipur um bandaríska blúsinn á seinni hluta ţriđja áratugarins.  En hvarf jafn snöggt og ţađ kom inn á markađinn.

  Ewan gerđist trúbođi fyrir skiffle í Bretlandi um miđjan sjötta áratuginn.  Međ ţeim árangri ađ skiffle trompađi rokkiđ ţegar ţađ reiđ yfir Bretland.  Frćgasti skiffle söngvarinn varđ skotinn Lonnie Donegan.  Breksa skiffliđ gekk út ađ menn spiluđu gömul lög eftir Leadbelly og Woody Guthrie í stíl sem kallast kántrý-pönk í dag. 

  Hljómsveitin sem síđar varđ Bítlarnir,  The Querrymen,  var skiffle hljómsveit.

  Ewan (framboriđ Júvan) var góđur lagahöfundur.  Frćgasta lag hans er Dirty Old Town.  Ţađ hefur m.a. komiđ út á íslenskum plötum međ PPK og Pöpunum.  Varđ líka vinsćlt í flutningi The Pouges og The Dubliners.  Er á flestum plötum sem heita Irish Pub Songs eđa eitthvađ álíka.

  Bandaríska blökkusöngkonan Roberta Flack sló í gegn međ lagi Ewans The First Time Ever I Saw Your Face.  Ţađ var síđar "coverađ" af allt frá Presley til George Michael.  Ţađ er líka ađ finna á annarri hverri "relaxing" plötu spilađ á panflautur,  hörpu eđa klassískan gítar.

  Texti lagsins fjallar um eiginkonu Ewans,  Peggy Seeger.  Bandaríska söngkonu,  systur Petes Seegers.  Ţađ var einmitt Pete sem kynnti Ewan fyrir blús og skiffle. 

  Pete er háaldrađur.  Sennilega kominn á tírćđisaldur (nenni ekki ađ fletta ţví upp).  Hann er eitt merkasta söngvaskáld Bandaríkjanna.  Listi yfir ţekkt lög hans myndu fylla nokkrar blađsíđur.  Ég lćt nćgja ađ nefna Turn, Turn, Turn (í flutningi The Byrds),  Where have All the Flowers Gone? (međ Kingston Tríói og hefur veriđ sungiđ á íslensku međ Ellý Vilhjálms,  Savanna tríói og Mosa frćnda),  We Shall Overcome (međ Joan Baez).

  Í fyrra kom út plata međ Brúsa Sprengjusteini,  The Seeger´s Sessions.

  Kirsty gerđi út sem lagahöfundur,  eins og ćttgarđur sinn.  M.a. međ ţessum ágćta árangri ađ Tracy Ullman sló í gegn í Bandaríkjunum međ lagi hennar.  Sjálf er Kirsty samt ţekktust fyrir lagiđ A New England eftir vísnapönkarann Billy Bragg og jólalag međ The Pouges.  Ég man ekki hvađ ţađ heitir og nenni ekki ađ fletta ţví upp.  Ţađ heitir eitthvađ New York.  ţađ hefur komiđ út á íslensku.

  Kirsty söng líka bakraddir međ The Rolling Stones,  U2 og fleirum.  Svo spíttađi bátur yfir hana á Spáni og drap hana fyrir nokkrum árum.  Ewan er líka fallinn frá.  En ţeir Billy Bragg og Pete Seeger syngja saman inn á plötur í dag.   

Jens Guđ, 28.5.2007 kl. 01:40

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir ţetta innlegg Jens, ţú er jafn ólatur viđ poppskrifin og fyrrum, enda óţrjótandi brunnur á ţessu sviđi.

Ég man best eftir Dirty old town í flutningi Roger Whittaker, en trúlega hefur talsverđur fjöldi kóverađ ţađ lag eins og fleiri önnur góđ lög. Ég var búinn ađ rekast á ţađ hvernig dauđa Kirsty MacColl bar ađ en ritskođađi ţađ burtu, fannst ţađ ekki viđeigandi ađ hrella fólk á voveiflegum dauđdaga hennar á međan fólk nyti lagsins .

Ţetta er lítill heimur, ekki vissi ég um tengsl Pete Seeger og Ewan MacColl. Eitthvađ hefur mađur gaulađ lögin hans Pete Seegers í gegnum tíđina.

Svona frídagar eru alveg tilvaldir í afslöppun viđ ađ gramsa í Youtube, ţar finnast ótrúlegustu perlur og oft eru ţađ hljómleikaútgáfur sem eru betri og meira lifandi en stúdíótökurnar sem okkur er bođiđ upp á í útvarpi. 

Haukur Nikulásson, 28.5.2007 kl. 08:56

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég gleymdi ađ kommenta á rauđu buxurnar, Lára, kannski eru ţćr hin dulda ástćđa fyrir ţví ađ ég set inn ţetta myndband hmmm...

Haukur Nikulásson, 28.5.2007 kl. 09:02

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég hreinlega man hvar ég var staddur ţegar ţetta myndband var sýnt í skonrokki um áriđ. Man líka ađ ég trúđi ţví ekki ađ ţetta vćri McCartney i alvörunni. Ágćtislag.

Ingvar Valgeirsson, 28.5.2007 kl. 14:00

6 Smámynd: Svartinaggur

Ég er alveg á sömu línu, enda keypti ég á sínum tíma vínylplötuna međ henni (You Broke My Heart in 17 Places) og fór langt međ ađ spila á hana gat. Nánast öll lögin góđ á henni. Sammála Hauki međ gćsahúđina, en ég neyddist til ađ slökkva í miđju kafi ţegar fjađrirnar fóru ađ láta á sér krćla.  Verđ líka ađ viđurkenna ađ mér fannst ţetta alltaf sjarmerandi stelpa.  ...ja bara allnokkuđ sćt held ég.

Svartinaggur, 28.5.2007 kl. 19:25

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ein af mínum uppáhalds hér í den. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 28.5.2007 kl. 19:41

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband