Færsluflokkur: Tónlist
Fleetwood Mac er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum frá árum áður. Við erum mörg sem keyptum hina frábæru plötu Rumours frá árinu 1977. Þessi plata seldist í gámavís um allan heim. Öll lögin voru gullmolar og mér finnst eiginlega með ólíkindum að hljómsveit geti tekist svona vel upp.
Ég rakst á þetta videó á Youtube og má til með að deila því með ykkur í helgarlok. Hér er bandið í mjög góðu stuði vægast sagt. Sannkallaður hrollur!
22.9.2007 | 21:31
Þessi gaur kenndi nú allmörgum að rokka... og er ekki hættur enn!
Ég satt að segja man varla eftir neinum sem rokkaði jafn ekta og Chuck Berry. Hann samdi bestu gítarrokkslagarana á upphafsárum rokksins og var átrúnaðargoð helstu hljómsveitanna eins og Bítlanna, Stóns og fleiri sem á eftir komu.
Það er laugardagskvöld og því upplagt að hefja partíið á þessum gullmola...
12.9.2007 | 14:16
Paul McCartney í Austurbæjarbíói???!!! - Því miður bara eftirlíking!
11.9.2007 | 13:37
Smástelpa sem ekki er vaxinn upp úr því að grenja
Mér finnst eðlilegt að hún gráti baksviðs. Þetta var grátlegt upp á að horfa hjá stelpugreyinu.
Það er eiginlega líka grátlegt að stelpa sem er svona hæfileikarík og rík skuli gráta.
Þetta færir okkur aumum fátæklingunum enn og aftur staðfestingu á því að hæfileikar, frægð og peningar eru ekki endilega ávísun á hamingjuna.
Spears sögð hafa grátið baksviðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2007 | 00:06
Hann mun ekki deyja úr hógværð!
Flestir sem þekkja til slíkra mála vita að hógværð er ekki talinn sérstakur kostur hjá listamönnum. Enn síður í hópi tónlistarmanna og allra síst hjá söngvurum.
Björgvin Halldórsson er með flotta Myspace síðu sem vert er að skoða og þar er þessi hógværa lýsing á honum sem söngvara:
"Nat King Cole, Elvis Presley, Rod Stewart, Ray Charles, Johnny Cash, Mario Lanza,Tony Bennett , Sam Cooke, Randy Travis, John Lennon, Nilson and Haukur Morthens...rolled into one"
Annað eftirtektarvert atriði á þessari síðu er að Bubbi Morthens hefur ekki haft nein áhrif á hann og eru þó taldir upp býsna ansi margir minni spámenn á þeim lista. Hefur Bo alveg misst af Bubba í gegnum tíðina?
19.8.2007 | 10:52
Miklatún - Seinni konsert - Tónlistargagnrýni
Hlustaði á seinni hluta tónleika rásar 2 á Miklatúni á netinu. Tónleikarnir fóru fram við bestu aðstæður.
Hér er upplifun mín af þessu:
Sprengjuhöllin: Er mjög sérstök samsetning. Tilþrifalítil og átakalaus sveit sem gerir það sem þá langar til og hefur meira segja tekist að komast í efsta sæti vinældalista með lagið Verum í sambandi. Þeir klikkuðu ekkert á sínu dæmi og hljómurinn var betri en ég átti von á. Einkunn. 3/5.
Eivør Pálsdóttir: Þetta er stórkóstleg söngkona á alla lund. Geðfelld með fallega rödd, vítt raddsvið, ótrúlega tónviss og með frábæra söngtækni. En þetta nægir nú reyndar ekki öllum því hún bætir um betur með fádæma smekkvísi í lögum sem gerir hana hreint frábæra og mann langar alltaf að heyra meira. Hljómsveitin hennar er nákvæmlega rétta númerið, sérstaklega flott í dramatíska flutningnum. Það var unun að hlusta á þau smella svona vel saman: Einkunn 5/5.
Á móti sól: Þessi hljómsveit og Magni eru orðin nokkuð þekkt stærð og rennur í gegn á sinn fyrirsjáanlega örugga hátt. Strákarnir eru í mikilli spilaæfingu og eru orðnir hæfilega afslappaðir án þess þó að vera orðnir jafn sloppy og Stuðmenn voru í gærkvöldi. Hljómur var í góðu lagi, hér gekk allt upp. Einkunn: 4/5.
Megas og senuþjófarnir: Mér þykir leiðinlegt að hafa ekki smekk fyrir Megas, aðrir virðast hafa það í góðum mæli fyrir mig. Ég næ því oft á tíðum ekki að eigi maðurinn að vera svona frábær textasmiður að hann skuli drekkja þeim í þvoglumæli sem í upphafi var stæling á söngstíl Bob Dylan upp úr 1970 (sem hann er löngu hættur að nota). Á hans eigin mælikvarða stóð hann sig þó með stökustu prýði og aðdáendur hans trúlega verið mjög ánægðir. Einkunn: 3/5.
Mannakorn og Ellen Kristjánsdóttir: Í upphafi var tónninn í Pálma verulega nefmæltur svo að það spillti söngnum mikið. Hvað gera hljóðmennirnir á svona tónleikum? Ég beið alltaf að þessir rútíneruðu atvinnumenn kæmust almennilega í gang en það einhvern veginn gerðist bara ekki. Söngurinn er fráleitt sterkasta hlið Magnúsar og svo bætti ekki úr skák að Ellen koma aldrei fram þrátt fyrir að vera kynnt. Jafnvel góðar hljómsveitir geta átt slæm gigg og eins og Stuðmenn í fyrrakvöld þá þurftu Mannakorn eiginlega að lenda í því sama, bara ekki alveg eins slæmir. Einkunn 2/5.
Alveg eins og á Laugardalsvellinum áttu sumir góða spretti á sviði.
17.8.2007 | 23:59
Svona stóðu þeir sig - Tónlistargagnrýni
Páll Óskar: Alltaf á tón og öruggur í því sem hann gerir. Hann er fyrsta flokks skemmtikraftur sem ég hef aldrei séð klikka. Stóð sig líka vel sem kynnir. Einkunn: 5/5.
SSSól: Sem hljómsveit virkaði allt hjá þeim. Tóku toppinn af sínu prógrammi og gerðu það bara vel. Helgi náði ágætu sambandi við áheyrendur og lagði sig allan fram. Einkunn: 4/5.
Luxor: Einar Bárðar notaði tækifærið og kynnti þessa drengi til sögunnar. Þeirra frammistaða var lituð af taugaveiklun og þá verður svona söngur þvingaður og vantar góða áferð. Sumir þeirra héldu ekki vel tóninum. Með meiri samæfingu geta þeir orðið eitthvað, en eitthvað segir mér að það sé ekki það mikið púður í þeim að maður þyldi meira en þrjú eða fjögur lög áður en maður vildi fara. Ég fékk á tilfinninguna að einn þeirra yrði kannski mjög góður söngvari innan skamms. Einkunn: 2/5.
Nylon: Mér finnst eiginlega leiðinlegt að finnast þessar sætu og geðþekku stelpur svona misheppnaðar á köflum. Það hreinlega læddist niður aulahrollur strax á fyrsta lagi. Þær eru samt betri með nýrra efnið, samt einhvern veginn með hálf óþroskaðar söngraddir. Kannski þurfa þær bara lengri tíma. Einkunn: 2/5.
Mugison: Mjög athyglisvert prógramm hjá honum. Næstum allt efnið nýtt sem er nánast bannorð á svona tónleikum. Lögin voru furðu góð við fyrstu hlustun. Meðspilararnir voru bæði kraftmiklir og greinilega í góðu stuði með honum. Þetta féll vel í kramið hjá mér. Einkunn: 4/5.
Garðar Thor Cortez: Þetta er mjög góður söngvari. Hann var samt ekki góður í kvöld og kom tvennt til. Hann belgdi sig of mikið í stíl við Kristján Jóhannsson og svo var hljóðmaðurinn á hljóðkerfinu ófær um að koma nefhljóðinu út úr EQ-inu. Garðar þarf ekki að belgja sig í söng. Hann hljómar vel þegar hann er á lýrískum og mjúkum tón eins og t.d. Carreras. Einkunn: 3/5.
Todmobile: Hjá þeim er alltaf topphljóðfæraleikur og gott grúv. Söngurinn þeirra er orðinn mjög köflóttur og á stundum hreint falskur. Hvorki Andrea né Eyþór voru í stuði. Eyþór má eiga það að líkamsræktin er að skila sér, en söngurinn er svolítið tapaður, kannski vegna vanrækslu í þeirri deild. Einkunn: 3/5.
Bubbi: Tók sitt númer óaðfinnanlega. Skilaði öllu því sem fólkið beið eftir og vildi heyra og það meira segja í hárréttri röð. Kórónan verður víst áfram hjá honum. Einkunn: 5/5.
Stuðmenn: Hljómsveitin mín og allra landsmanna missti sig alvarlega í kvöld. Spilaði eitthvert einkaflipp fyrir sjálfa sig í "eighties" hljóðgervlastíl. Hundleiðinlegt. Vantaði betri lögin í prógrammið og mér fannst það alvarleg sóun á að láta einn besta trommuleikara landsins spila á raftrommur. Egill var sá eini sem stóð sig eðlilega. Jakob á trúlega hugmyndina að útfærslunni og að þessu sinni floppaði hún. Hann mátti vita fyrirfram að þetta gengi aldrei upp á svona stórum konsert. Stundum fær maður það á tilfinninguna að Stuðmenn séu frekar að skemmta sér en áhorfendum. Það vantaði strengjasveitina Þórð og Tomma á réttu hljóðfærin. Stuðmenn urðu fyrir áfalli í kvöld. Einkunn: 1/5. Björgvin í pilsi var ekki alveg með sjálfum sér og átti ekkert erindi inn í Stuðmenn í algjöru óstuði.
Þessi konsert var mjög áhugaverð tilraun til að leiða fram landslið í tónlist og lukkaðist á köflum ágætlega.
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2007 | 08:32
Ken Hensley er hljómborðsleikari frekar en gítarleikari
Þetta eru kannski ómerkilegar fréttir en það er samt óþarfi að segja ekki rétt frá.
Sem gamall Uriah Heep áðdáandi get ég upplýst að Ken Hensley spilaði að mestu á hljómborð í þeirri hljómsveit þó svo að hann hafi tekið í gítara af og til. Hann ætti ekki allavega ekki að kalla "breska gítarleikarann" því hann hefði aldrei orðið, og var aldrei, þekktur sem slíkur.
Ken Hensley gengur úr híðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2007 | 11:40
Verða eftirlaun Jóhanns Helgasonar til vegna þjófnaðar frá honum?
Ég hef skoðað lagið You raise me up (með Josh Groban og Westlife) og borið saman við Söknuð eftir Jóhann Helgason sem hann samdi 1977 við texta eftir Vilhjálm Vilhjálmsson.
Það er enginn vafi í mínum huga að þetta er sama lagið og að höfundurinn Rolf Lövland hefur ekki einu sinni hirt um að breyta einni einustu nótu í öllu laginu til að forðast þennan höfundarréttarárekstur. Það er vitað að hann kom hingað til lands sem gerir málsvörn hans mjög erfiða fyrir dómstólum. Almennt er talið að lag sem hefur afritaða laglínu í 4 takta (1 taktur er sama og 4 bít) verði dæmt stolið. Athugið að ekki er átt við hljómagang. Hundruð laga geta fallið í sama hljómagang og það telst ekki ritstuldur. Það hefur verið bent á skyldleika Söknuðar við lög eins og Oh Danny boy og fleiri en laglínan er nægilega mikið frábrugðin til að vera ekki álitamál varðandi höfundarrétt.
Það er viðurkennt að hljómlistarmenn verða fyrir áhrifum hver frá öðrum. Oft blundar óviljandi stolið lag í undirmeðvitundinni hjá þeim sem eru að semja lög og þá er tvennt til ráða a) hætta við og láta kyrrt liggja eða b) breyta laglínunni nægilega mikið innan fjögurra takta þannig að ekki sé hægt að kæra ritstuld.
Það er líka þekkt dæmi að menn játi hreinskilnislega hvaða lög eru grunnur að því sem þeir endursemja. Það er t.d. ekkert því til fyrirstöðu að semja lag eins og Yesterday upp á nýtt þannig að það teljist ekki stolið. Í slíkum dæmum hafa menn bara vit á því að breyta laglínunni innan 4ra takta þannig að dómstólar geti ekki dæmt það sem höfundarréttarbrot. Þetta er alþekkt í tónlistarheiminum. Mörg vinsæl íslensk lög eru svo nálægt erlendum fyrirmyndum sínum að maður eiginlega skilur ekki hvernig sumir menn hafa haft geð í sér að fá þau "lánuð" með slíkum hætti. Það verður ekki hins vegar í mínum verkahring að opinbera nein dæmi um þetta hér.
Berið saman Söknuð í flutningi Vilhjálms...
Ég hef heyrt að Jóhann Helgason hafi ráðið breskan lögmann til að reka fyrir sig þetta mál fyrir breskum dómstól. Hefur einhver upplýsingar um það?
8.8.2007 | 08:41
Rigning á Wimbledon getur stoppað tennisinn en ekki sumt annað...
Á Wimbledon mótinu 1996 fór að rigna og þá er ekkert annað hægt að gera en að breiða yfir völlinn og hanga af sér regnskúrinn. Enginn veit hversu lengi regnskúr gengur yfir en þó okkur íslendingum finnist regnskúrar stundum vara heilu dagana eru þeir oft mun styttri í útlöndum.
Þar sem liðið sat á áhorfendabekkjum Wimbledon og lét sér leiðast stóð upp maður og hóf að skemmta áhorfendum og maður spyr, hvort það hafi bara ekki verið betri upplifun en sjálfur tennisleikurinn?
Þar sem Youtube leyfir ekki beina færslu ("Embed") er linkurinn hér.
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 265496
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson