Færsluflokkur: Tónlist
25.5.2007 | 08:15
Sukiyaki - Eina japanska dægurlagið til að verða vinsælt á vesturlöndum
Þessi ljúfsári söngur var eitt af mínum uppáhaldslögum þegar ég var strákur og var spilað ótæpilega upp úr árinu 1963 og hélt vinsældum sínum mjög lengi. Þetta lag er enn í uppáhaldi hjá mér og var nýlega notað í íslenskri bankaauglýsingu ef ég man rétt.
Lagið heitir á japönsku "Ue o muite aruko" sem þýðir "Ég horfi upp meðan ég geng" og vísar til þess í textanum að horfa til himins til að tárin falli ekki til jarðar. Ástæðan er ástarsorg.
Söngvarinn, Kyu Sakamoto, var kvikmyndaleikari og þetta lag var eiginlega kvikmyndalag sem hann söng. Hrifnæmur ameríkani staddur í Japan keypti plötuna og hafði með sér heim til bandaríkjanna. Lagið var spilað á útvarpsstöð og vinsældir þess urðu í kjölfarið svo miklar að lagið náði því að komast í fyrsta sæti vinsældalistans þar vestra og er eina japanska dægurlagið sem náð hefur vinsældum í vesturheimi sungið á japönsku. Á vesturlöndum fékk lagið nafnið Sukiyaki til einföldunar sem á ekkert skylt við rómantískt innihald þess þar sem það er bara heiti á japönskum kjötrétti.
Kyu Sakamoto lést í flugslysi nærri Tokyo árið 1985 þegar þota frá Japan Airlines fórst með 520 farþega innanborðs. Hann varð 43 ára.
Þetta með samtrygginguna gengur ekki upp. Af hverju unnu finnar síðast?
Það er ekki nógu gott að eiga gott lag í keppnina. Það þarf að vera frábært!
Lagið var bara ekki frábært, en það er bara þokkalegt, en kallaði ekki fram neina gæsahúð. Gæsahúðin er mælikvarðinn.
Við tapsárir íslendingar eigum bara að taka þessu rólega og jafna okkur.Austurblokkin á þetta" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2007 | 22:05
Ekki kosið á tónlistarlegum forsendum
Manni sýnist nokkuð ljóst að helmingur fólks kjósi af tilfinningaástæðum nágranna- og vinalönd fremur en vegna gæða tónlistarinnar.
Það er að sjálfsögðu að bera í bakkafullan lækinn að ætla að þrasa um tónlistarsmekk, en þessi keppni er trúlega búin að renna sitt skeið. Fjölmennustu þjóðirnar eins og tyrkir, sem eru um alla Evrópu, geta alltaf tryggt sínu fólki atkvæði. Íslendingar eiga engan séns nema að lagið sem sent er sé svo brilliant að það sé bara ekki hægt annað en að kjósa það.
Sjálfum fannst mér lög frá Tékklandi, Króatíu, Eistlandi, Hollandi, Noregi hefðu mátt fá náð á kostnað sumra laga sem voru nánast ónýt sem tónlistarnúmer. Ég tel að helmingur laganna sem komst áfram hafi gert það vegna gæða tónlistarinnar en hinn helmingurinn vegna vinnáttutengsla á milli þjóða.
Við íslendingar erum ekki hótinu betri en aðrir, kjósum sjálfir alltaf norðurlandaþjóðirnar þannig að gagnrýni í þessa veru getum við tekið til okkar líka. Nú er vandamálið að norðurlandaþjóðirnar eru bara orðnar of fáar!
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2007 | 11:13
Óvissan er yndisleg!
Það er einhvern veginn svo tilgangslaust að þrasa um smekksatriði að það hlýtur fólk eiginlega að gera sér bara til gamans.
Þetta lag Eiríks er margbúið að semja og endursemja í gegnum tíðina. Eiríkur segist sjálfur hafa verið tregur að taka þátt i keppninni en látið til leiðast vegna þess hversu gott honum þótti þetta lag.
Þó maður telji sig hafa heilmikið "vit" á tónlist þá hefur verður maður að viðurkenna að maður hefur takmarkað vit á "smekk" fólks.
Sjálfum finnst mér lagið ekki merkilegt og enski textinn bara ruglað orðasafn með þann eina tilgang að "falla vel að laginu". Þrátt fyrir það hef ég fulla trú á að lagið komist eitthvað áfram. Við getum líka alveg eins búist við því að fyrr eða síðar vinnur íslenskt lag keppninna okkur öllum að óvörum!
Ekki hrifnir af Eiríki og Valentine Lost | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2007 | 19:14
Hvað er besta íslenska dægurlagið? Hvað er besta erlenda dægurlagið?
Í dag er eiginlega ígildi föstudags þennan síðasta vetrardag. Af því tilefni langar mig að varpa þessum spurningum fyrir bloggara:
Hvað er besta íslenska dægurlag allra tíma?
Hvað er besta erlenda dægurlag allra tíma?
Ég tek svo saman lista og birti fljótlega.
Með bestu ósk um gleðilegt sumar!
17.4.2007 | 19:43
Ný (gömul) lög á spilaranum
15.4.2007 | 23:34
Just around the corner - Cock Robin
Lagið sem mér finnst toppa allt. Eitt af örfáum "Eighties" lögum sem ég fíla, en fíla það þá í tætlur.
Hér er allt sem prýðir gott popplag. Vel samið og einstakt (óstolið) lag, flottur texti, dramatískt, rokkað og tilfinningaríkt. Einstök upptaka og flutningur allt í senn. Sannkölluð og ekta gæsahúð!
Sjáið þetta video á Youtube.
8.4.2007 | 20:57
Hversu stór er Bubbi í íslensku tónlistarlífi?
Ég er einn þeirra sem hafa lagt því lið að setja texta og hljóma inn á söngtextasíðu Davíðs (www.midja.is/david/textar). Þetta er allt saman ólaunað sjálfboðaliðastarf hjá Davíð og okkur hinum sem fleygjum inn efni á síðuna hans.
Haldið hefur verið utan um vinsældir innsendra laga á vefnum og þá verður manni ljóst hversu gríðarleg áhrif Bubbi Morthens hefur haft í tónlistarlíf íslendinga frá árinu 1978. Af 20 mest sóttu lögum á söngtextasíðunni á Bubbi hvorki meira né minna en sjö þeirra: Listinn lítur reyndar núna svona út:
- Rómeó og Júlía: Bubbi Morthens
- Afgan: Bubbi Morthens
- Ást: Ragnheiður Gröndal
- Rangur maður: Sólstrandargæjarnir
- Með þér: Bubbi Morthens
- Fjöllin hafa vakað: Bubbi Morthens
- Nína: Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson
- Hallelujah: Jeff Buckley
- Stál og hnífur: Bubbi Morthens
- Traustur vinur: Upplyfting
- Barfly: Jeff who?
- Líf: Sálin hans Jóns míns
- Til hamingju Ísland: Silvía Nótt
- Stúlkan sem starir á hafið: Bubbi Morthens
- Hotel California: The Eagles
- Creep: Radiohead
- When I think of angels: KK
- Hjálpum þeim: Landsliðið
- Hvar sem ég fer: Á móti sól
- Aldrei fór ég suður: Bubbi Morthens
Þetta er ekki vinsælustu lög á Íslandi. Þetta eru vinsælustu lögin sem gítarspilararnir sækja á söngtextasíðu Davíðs. Þar eru þúsundir heimsókna á hverjum degi og því er það vel marktækt hvernig smekkur glamrara er.
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson