Sukiyaki - Eina japanska dægurlagið til að verða vinsælt á vesturlöndum

Þessi ljúfsári söngur var eitt af mínum uppáhaldslögum þegar ég var strákur og var spilað ótæpilega upp úr árinu 1963 og hélt vinsældum sínum mjög lengi. Þetta lag er enn í uppáhaldi hjá mér og var nýlega notað í íslenskri bankaauglýsingu ef ég man rétt.

Lagið heitir á japönsku "Ue o muite aruko" sem þýðir "Ég horfi upp meðan ég geng" og vísar til þess í textanum að horfa til himins til að tárin falli ekki til jarðar. Ástæðan er ástarsorg.

Söngvarinn, Kyu Sakamoto, var kvikmyndaleikari og þetta lag var eiginlega kvikmyndalag sem hann söng. Hrifnæmur ameríkani staddur í Japan keypti plötuna og hafði með sér heim til bandaríkjanna. Lagið var spilað á útvarpsstöð og vinsældir þess urðu í kjölfarið svo miklar að lagið náði því að komast í fyrsta sæti vinsældalistans þar vestra og er eina japanska dægurlagið sem náð hefur vinsældum í vesturheimi sungið á japönsku. Á vesturlöndum fékk lagið nafnið Sukiyaki til einföldunar sem á ekkert skylt við rómantískt innihald þess þar sem það er bara heiti á japönskum kjötrétti.

Kyu Sakamoto lést í flugslysi nærri Tokyo árið 1985 þegar þota frá Japan Airlines fórst með 520 farþega innanborðs. Hann varð 43 ára.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Og það hefur ekkert breyst.......alltaf jafn ljúft að hlusta á þetta lag......en ekki ættla ég að reyna að fara með textann hehe. Takk fyrir að minna á þetta.

Sverrir Einarsson, 25.5.2007 kl. 11:24

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég man þegar hann dó, kallinn. Það var nebblega missagt í fréttum hérlendis í fyrstu að Ryuchi Sakamoto (örugglega kolvitlaust skrifað) hefði farist og varð ég frávita af sorg, enda Yellow Magic-aðdáandi mikill á þeim tíma.

Ingvar Valgeirsson, 25.5.2007 kl. 11:58

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Yndislegt.......Man eftir þessu lagi sem krakki. Vissi reyndar ekkert um hvað það var..finnst það frekar skemmtilegt en sorglegt á einhvern hátt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 15:49

4 identicon

Yndislegt, en Haukur ert þetta þú sjálfur sem ert að syngja lögin hérna á síðunni þinni? Mjög gott verð ég að segja, mjög gott

Brattur (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 22:31

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Haukur, þetta var, og er alveg yndislegt lag, þetta lag mætti heyrast oftar á íslensku útvarps rásunum.

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 12:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband