Ekki nóg að lagið sé gott - Það verður að vera frábært til að eiga möguleika

Þetta með samtrygginguna gengur ekki upp. Af hverju unnu finnar síðast?

Það er ekki nógu gott að eiga gott lag í keppnina. Það þarf að vera frábært!

Lagið var bara ekki frábært, en það er bara þokkalegt, en kallaði ekki fram neina gæsahúð. Gæsahúðin er mælikvarðinn.

Við tapsárir íslendingar eigum bara að taka þessu rólega og jafna okkur.
mbl.is „Austurblokkin á þetta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er nottla ekki endilega að íslenska lagið hafi ekki komist áfram, heldur að bestu lögin komust ekki áfram. Þetta á að heita söngvakeppni og þar með er verið að velja bestu lögin og söngvarana. Ég tel að amk. þrjú bestu lögin þarna í gær hafi ekki komist áfram, og á meðal þeirra þriggja er ekki íslenska lagið. Það var ekkert lag í gær sem var það gott að maður fékk gæsahúð... reyndar fékk ég gæsahúð af öðrum ástæðum. Hver er þá mælikvarðinn??  Eins og staðan er í dag, þá er staðsetning landsins mælikvarðinn eftir gæsahúðinni!!!

Birkir (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hættumessarivitleysu. Ég er á því að við tökum þátt á næsta ári í síðasta skipti. Þá sendum við Geir Ólafs og neitum svo að taka við honum aftur. Eyðym frekar milljónunum sem fara í þetta bull í að styðja við efnilega listamenn til útrásar - nú eða bara í eitthvað annað eins og löggæslu, menntamál og heilbrigðisgeirann.

Ingvar Valgeirsson, 11.5.2007 kl. 10:20

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Mynstrið er að koma í ljós, það er ekki nóg að vera með gott lag eins og í ár, ég fékk reyndar gæsahúð en það getur verið að ég svo mikill hænuhaus. En kannski er þetta eðlileg þróun, þ.e.a.s. að nágrannar komast ekki hjá því að heyra lag nágrannaþjóðar, það er þó eins og járntjaldið sé ennþá til staðar, járntjald sem stöðvar ekkert nema atkvæði í Eurovision-söngvakeppninni sem eru skotin dauð niður eins og flóttamenn sem reyndu að flýja til vestur-Berlínar.

Benedikt Halldórsson, 11.5.2007 kl. 13:45

4 Smámynd: Þarfagreinir

Alveg sammála Ingvari. Þegar það langskemmtilegasta við að horfa á Eurovision er hversu skemmtilega þulurinn gerir grín að þessu öllu saman, þá er þetta eiginlega bara hætt að vera sniðugt.

Þarfagreinir, 11.5.2007 kl. 13:58

5 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Takið endilega þátt í æsispennandi kosningagetraun:  http://sigfus.blog.is/blog/sigfus/entry/207012/

Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.5.2007 kl. 14:22

6 Smámynd: Svartinaggur

En að senda Árna Johnsen á Eurovision að ári? Fyrst honum ætlar að takast að komast inn á þing, ætti ekki að vera vandamál fyrir hann að vinna söngvakeppnina.

Svartinaggur, 12.5.2007 kl. 13:23

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264931

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband