Persónukosningar til þings það sem koma skal?

Manni finnst einhvern veginn hálf sorglegt að horfa upp á að menn eins og Ómar Ragnarsson komist ekki á þing að þessu sinni. Skv. könnunum er hann ekki nálægt því.

Síðasta haust sendi ég öllum þingmönnum tillögu um ný kosningalög þar sem landið er gert að einu kjördæmi, fólk geti leyft sér að velja þingmenn úr öllum flokkum og einstaklingar geti með ákveðnum fjölda meðmælenda boðið sig fram sem óháða þingmenn.

Þetta fyrirkomulag leyfir þá meginþætti sem hefur vantað upp á að kosningafyrirkomulag sé öllum að skapi: Þú getur kosið nákvæmlega þá þingmenn sem þú vilt óháð búsetu. Þú getur líka kosið þingmenn úr öllum flokkum ef þú ert ekki flokkspólitískur. Þá getur fólk sem vill komast á þing óháð flokkspólitík boðið sig fram. Tillögurnar gera þó ráð fyrir þvi að flokkakerfi þurfi að vera til staðar til að mynda eðlilegan samtakamátt þingmanna. Í tillögum mínum er ennfremur gert ráð fyrir því að prófkjör flokkanna falli inn i kosninguna sjálfvirkt með niðurröðun og að kjósendur kjósi rafrænt með t.d. auðkennislykli sínum. Fyrir eldri kynslóðina og þá sem ekki eru með tölvur verði áfram boðið upp á að fara á kjörstað og kjósa á tölvuskjá með aðstoð fulltrúa. Þannig geta niðurstöður kosninga verið klárar um leið og kosningu lýkur.

Ég tel það tímaskekkju að skipta landinu niður í kjördæmi af því að það er verið að kjósa landstjórn. Bæjar- og sveitarstjórnir eru kosnar til að sjá um staðbundin mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hey heyr Haukur, langt er síðan ég hef séð einhvern koma að þessari leið, mikið vildi ég óska að þetta kerfi komist á.

Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Fín hugmynd.  Það þarf a.m.k. einhvernvegin að stokka þetta kerfi upp.

Svo mætti kannski bara ganga alla leið og bjóða uppá símakosningu eins og í Eurovision!   Og hver má hringja inn eins oft og hann vill (eða hefur efni á...100 kall hringingin...rennur í eftirlaunasjóð ráðherra).  

Róbert Björnsson, 11.5.2007 kl. 03:12

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Kjördæmi eru bara asnaleg, þar er ég alveg sammála. Brennum þau við hátíðlega athöfn.

Ingvar Valgeirsson, 11.5.2007 kl. 12:57

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 264981

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband