Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Sá sem ekki er í tilvistarkreppu - hugsar ekki

Þetta er náttúrulega bara mín skoðun. Ég er búinn að fara marga hringi í stóru tilvistarspurningunni.

Ég fer aldrei að sofa án þess að velta fyrir mér stóru spurningunni: Í hvaða tilgangi lifir maður? Hvað er manni ætlað? Er manni ætlað yfirhöfuð eitthvert hlutverk? Er þetta bara tilviljunartilvera? Ef ekki á maður þá að lifa til góðs eða ills? Erum við forrit í stórri tölvu? Hver eða hvað stjórnar þessari tilveru?

Eftir allar pælingarnar finnst mér tilveran of stórkostleg til að vera tilviljunarkennt stjórnleysi alheims sem verður til í Stóra-hvelli. Ég get samt ekki upplýst sjálfan mig og því síður aðra um tilganginn. Hann er okkur í hulinn þrátt fyrir góðan vilja að finna skýringar á þessu öllu.

Skv. ofansögðu er mér hins vegar alveg ljóst að tilveran er ekkert í ætt við Guð, Jesú og Biblíuna og því miður er allur sá söngur í mínum huga argasta bullkenning frá upphafi til enda. Trúfræði kristninnar stenst enga rökfræði og Guði kristinna manna er skv. hinni helgu bók lýst sem barnalegum, hefnigjörnum, mistækum, frekum, dómgreindarlausum og þversagnakenndum. Hann fellur á fyrstu spurningunni: Ef hann er almáttugur, af hverju skapaði hann þá manninn ófullkominn? Hvaða tilgangi þjónaði það? Erum við kannski bara leikföngin hans?

Nú myndi einhver vilja kalla mig trúlausan, en svo er ekki. Ég trúi því að líf okkar og tilvera hafi tilgang. Ég bara veit ekki hver hann er. Ég ætla samt að veðja á það að reyna lifa til góðs og tel að sá vilji sé flestum blásinn í brjóst við fæðingu. Kærleikurinn er okkur innbyggður og er því ekki nein séreign kristinna manna.

Af ofangreindum ástæðum tel ég að samfélagið eigi ekki að kosta trúariðkun fólks. Hún á að vera einkamál og kostuð eingöngu með frjálsum framlögum einstaklinga til sjálfbærra trúfélaga, ef fólk vill sameinast um trúarskoðanir. Þess vegna á ríkið að leggja af stuðning við þjóðkirkjuna og spara samfélaginu þar með milljarða sem verja má í að annað hvort lækka skatta eða bæta alvöru samfélagsþjónustu eins og t.d. heilbrigðis-, félags, mennta- og tryggingamál.

Ríkið á ekki að borga fyrir áhugamál fólks, heldur ekki trúaráhugamál.


mbl.is Pitt í tilvistarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsæll og áhrifamikill lukkunnar maður genginn

Það er söknuður af tónlistarmanni sem fékk að taka þátt í og vera með vinsælustu hljómsveitum landsins á sinni tíð. Tónlistin hans gaf manni góðar stundir og veitti mikinn innblástur á yngri árum.

Það blasir við flestum að Rúnar hafi verið mjög vinsæll og verið í flestu tilliti lukkunnar maður í persónulegu lífi.

Ég votta ástvinum hans samúð mína. Verk hans lifa. 


mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stumblin' in - Suzi Quatro og Chris Norman (Smokie)

Maður dettur reglulega um gullmola á Youtube. Þetta lag var vinsælt árið 1978. Leðurrokkdrottningin Suzi Quatro og Smokie söngvarinn Chris Norman að mæma hið rómantíska lag Stumblin' in í sjónvarpsþætti. Á þessum tíma var ekki mikið um lifandi upptökur. (Nei það var ekkert á milli þeirra annað en að þeim þótti greinilega fyndið að þykjast syngja lagið þarna!)


Líklegur spilalisti Eric Clapton í Egilshöll

Eric Clapton ("....... is God") er væntanlegur í Egilshöll n.k. föstudag 8. ágúst og þá verður það annar konsertinn hans eftir að hann tók sér mánaðarfrí eftir síðasta gigg í Leeds 29. júní s.l.

Hann spilar í Bergen á miðvikudaginn 6. ágúst áður en hann kemur hingað.

Þetta var spilalistinn hans og félaga í Leeds og þetta er nokkurn veginn það sem má búast við að hann spili í Egilshöllinni með einhverjum smávægilegum breytingum.

  • 01. Tell The Truth
    02. Key To The Highway
    03. Hoochie Coochie Man
    04. Isn't It A Pity
    05. Outside Woman Blues
    06. Here But I'm Gone
    07. Why Does Love Got To Be So Sad
    08. Driftin'
    09. Rockin' Chair
    10. Motherless Child
    11. Travellin' Riverside Blues
    12. Running On Faith
    13. Motherless Children
    14. Little Queen of Spades
    15. Before You Accuse Me
    16. Wonderful Tonight
    17. Layla
    18. Cocaine
  • Uppklappslag:
    19. I've Got My Mojo Working

Mér finnst þessi spilalisti ekki falla alveg að mínum smekk, finnst vanta rjómann úr Cream tímabilinu svo sem eins og Sunshine of your love, White Room, Crossroads, Badge auk nýrri flottra laga eins og Change the world og My fathers eyes.

Eins og með svo margt annað tjóir lítt að deila um smekksatriði eins og og það hvaða 20 lög maður vill fá á Clapton tónleikum.

Ég efast raunar ekkert um að gamla goðinu muni ekki takast að gleðja landann.


Eru trúaðir ekki bara hálfvitar?

Þó að fyrirsögnin hér að ofan sé lögð upp sem spurning þá finnst mér aukning í því að fólk með trúarhita hagi sér eins og hálfvitar og gildir mig einu hvaða trúfélagi fólk tilheyrir.

Hvernig er hægt að álykta með einhverri sanngirni að fólk sem trúir á Guð, Jesú, Allah og eitthvað fleira sem aldrei sést eða heyrist sé í alvöru vel gefið? Trúaðir eiga svo sjálfir til að líta niður á þá sem trúa á djöfulinn, álfa, huldufólk, miðla, spákerlingar og fleira í þeim dúr. Guðstrúin a.m.k. eins og hún er sett fram af Biblíunni og kirkjunnar mönnum stenst enga skoðun þegar á reynir. Fyrir rétti yrði öllu þessu kjaftæði hent út sem rugli og órum sem ekkert erindi á við veruleikann sem við lifum í.

Ég þreytist aldrei á að segja þetta: Trúmál eiga að vera einkamál einstaklinga og frjálsra áhugafélaga og algerlega á þeirra kostnað.

Mér finnst auglýsing Símans bráðskemmtileg og öðruvísi. Sú besta sem ég hef séð lengi. 


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarjátningin mín: Skynsöm efahyggja

Skynsöm efahyggja þýðir að ég álit að hvorki sé hægt að sanna né afsanna tilvist Guðs eða guða sem hvort eð væru skeytingarlaus(ir) um alheiminn og velferð íbúa hans. Samkvæmt þessu geta trúarlegar umræður bara orðið tómstundargaman fólks.

Að þessu sögðu skal játað að alheimurinn, lífið og tilveran eru svo stórkostleg að manni finnst að það hljóti að vera til æðri sköpunarmáttur sem ekki lætur sjá sig nema þá á óbeinan hátt.

Eitthvað innra með manni segir að maður eigi að lifa til góðra verka og lifa samkvæmt því að þú gerir öðrum aðeins það sem þú vilt láta gera þér.

Trúarbrögð heimsins bæta engu við ofangreinda siðfræði að mínu mati og virðast hafa þann eina tilgang að gera einföld mál flókin.  Einnig eru þau notuð til að setja upp regluverk til að hóta fólki til hlýðni við ríkjandi valdhafa sem einkanlega sanka að sér auði og völdum þrátt fyrir afneitun í þá veru.

Þessi vegna trúi ég því að trúmál eigi að vera einkamál, samfélaginu að kostnaðarlausu!


Beittasta trúarræða sem ég hef séð lengi

Það er ekki oft sem ég hrífst af ræðum manna, en nú gerist það.

Anna Karen er með frábæra ræðu Pat Condell á blogginu sínu og ég má til með að vísa til hennar. Sannfærir mig enn og aftur hvers vegna það er ekki löngu búið að gera trúaróra og trúarbrögð að einkamáli í þessu landi. Skoðið þetta hjá Önnu hérna.

Hvers vegna eigum við endalaust að halda uppi þjóðkirkju með öllum þeim fjárútlátum úr sjóðum samfélagsins sem frekar mætti veita í heilbrigðismál og menntun?  


Sifjaspell?

Ættartölur í Biblíunni er miklar langlokur en eitthvað er upphafið málum blandið. 

Samkvæmt Biblíunni skapaði Guð Adam í sinni mynd. Hann skapaði síðan Evu úr rifi Adams.

Þau áttu tvo syni Kain og Abel. Með hvaða konum áttu þeir svo börn? 


Er hægt að fyrirgefa svona þjófnað?

Ég á bágt með að þola þjófnað og óheilindi svo mikið er víst. Mér finnst það hart þegar einn af mínum bestu vinum gerist sekur um slíka hluti.

En líklega verð ég að fyrirgefa spilafélaga mínum og vini Gunnari Antonssyni fyrir að stela senunni og það við nefið á Árna Johnsen, Robert Marshall, Kolbrúnu Halldórsdóttur, Siv Friðleifsdóttur, Gunnari pólfara og fleira fólki sem var statt í Kerlingarfjöllum um síðustu helgi. Þeim var í lófa lagið að kæra stuldinn til sýslumannsins Ólafs Helga Kjartanssonar sem var á staðnum. Gunnari auðnaðist að komast kærulaust til baka!

Þessi mynd var á vef Ferðaklúbbsins 4x4 www.f4x4.is með þessum myndtexta:

...Gunni Antons mætti á svæðið og gjörsamlega stal senunni

Gunni Antons senuþjófur


Framkoma fulltrúa Guðs á jörðinni til fyrirmyndar - þeir drápu engann!

Það skiptir máli að málpípur drottins hagi sér í góðu kristilegu siðgæði. Þeir gátu blessunarlega komið sér saman um að enginn yrði drepinn í fæðingarkirkju Krists á jólunum. Hafa verður líka í huga að boðorðin tíu banna ekki sérstaklega slagsmál í kirkjum. Prestar eru nefnilega engar mjálmandi og skjálfandi veimiltítur þegar á reynir heldur sannir slagsmálahundar og eins gott fyrir vantrúaða að respektera getu þeirra.

Við þurfum ekki að óttast að íslenskir prestar sláist með kústum. Ó nei, við erum ekki svo vanþróuð hér. Hér verða notaðar fullvaxnar Nilfisk, Hoover eða jafnvel rándýrar Rainbow ryksugur til að gera fætinginn nútímalegan að hætti ríkustu þjóðarinnar á kringlunni.

Almættið hlýtur að hafa húmorinn í góðu lagi. Það er sjálfsagt að mega tuskast svolítið á þessum helgidögum þó staðurinn sé fæðingarkirkja Krists í Betlehem... á sjálfum jólunum! 

 


mbl.is Slegist í fæðingarkirkju frelsarans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband