Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Trúarórar fólks ættu fyrir löngu að vera komnir út af framfæri ríkisins. Trúmál eiga að vera einkamál. Vilji menn mynda samtök geta menn gert það og kostað þau sjálf eins og aðra klúbba.
Margt fólk virðist álíta að ef kirkjan færi af ríkisjötunni myndi allt leggjast í siðleysi, hatur, lögbrot, ástleysi og almenna vitleysu.
Það er alveg óhætt að vakna út úr þessu. Almennt gott siðgæði, mannkærleikur, gæska og ást er flestu venjulegu fólki í blóð borið. Það hefur ekkert með trúmál að gera.
Reynslan hefur kennt okkur að hið svokallaða almætti sýnir sig aldrei og skiptir sér ekki af neinu. Myndi ekki einu sinni mæta fyrir rétt til að verja efasemdir um tilvist sína.
Komum trúmálum þangað þar sem þau eiga raunverulega heima: Hjá hverjum einstakling fyrir sig.
Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2007 | 17:45
Yrði Guð talinn af ef sönnun á tilvist hans færi fyrir rétt?
Á meðan hér fer fram mikil umræða um trúmál og deilur hins "hatramma" félags Siðmenntar og kirkjunnar manna datt mér í hug hvort almættinu tækist að blanda sér í slíkar deilur.
Hér er ríkisrekin kirkja í nafni Guðs. Er hann til? Gæti hann sannað tilveru sína fyrir rétti?
1.10.2007 | 22:07
Kvennatal í himnaríki
Guðrún: Sæl ég heiti Guðrún.
María: Ég heiti María. Hvað dró þig til dauða?
Guðrún: Ég fraus í hel.
María: Hvílík skelfing!
Guðrún: Það gat verið verra. Þegar ég hætti að skjálfa varð mér heitt og varð syfjuð og dó friðsamlegum dauðdaga. Hvað með þig? Hvað kálaði þér?
María: Ég fékk hjartaáfall. Ég var viss um að maðurinn minn væri að halda framhjá svo ég laumaðist til að koma óvænt snemma heim og góma hann glóðvolgan. Hann sat bara fyrir framan sjónvarpið, aleinn.
Guðrún: Hvað gerðist eiginlega?
María: Ég var svo viss um að það væri kona í húsinu svo ég hljóp upp á loft að leita, niður í kjallara,kíkti í alla skápa og leitaði út um allt. Að endingu varð ég svo yfirkominn af þreytu að ég fékk hjartaáfall og dó.
Guðrún: Þar fór í verra. Ef þú hefðir leitað í frystikistunni værum við báðar á lífi!
12.9.2007 | 10:16
Geir Jóni fyrirgefst þetta
Mér finnst Geir Jón Þórisson hafa staðið sig afbragðsvel sem yfirlögregluþjónn. Hann er bæði metnaðarfullur og góðviljaður í starfi sínu og það er góð blanda. Hann er jákvæður málsvari lögreglunnar og hefur mjög traust yfirbragð. Hann ber líka með sér að koma með hinn jákvæðari hluta trúar sinnar til starfs síns og það er bara vel.
Hann gerði þó mistök í því að birtast í búningi yfirlögregluþjóns í þessu Omega viðtali og braut þar með reglur um notkun búningsins. Mér sýnist hann hafa viðurkennt það sem yfirsjón.
Hins vegar er Geir Jón á rangri braut með að tengja saman sín eigin trúmál og þau vandamál sem eru í miðbænum. Þau vandamál má að stórum hluta til rekja til þess að ríkið banni við veitingahús samneyti tóbaks og áfengis í einhverju skrýtnasta reglugerðarrugli síðari tíma. Af hverju finna menn ekki lausn á því máli?
Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook
Stóra tilvistarspurningin er mér ofarlega í sinni. Ég veit eiginlega ekkert um það hvort margir séu á sama plani og ég, leitandi að stóra sannleikanum á hverjum degi án árangurs.
Ég er hins vegar kominn að einni niðurstöðu og hún er falin fyrirsögn pistilsins. Það er búið að sannfæra mig um það að upphaf Biblíunnar sem orðs Guðs er hvergi að finna. Þetta "rit" nær trúlega ekki lengra en til ársins 300 eftir Krist og er þar með frekar vafasöm heimild svo vægt sé til orða tekið. Einnig fara af því óljósar sögur hvernig þessu riti var ritstýrt og fær maður á tilfinninguna að Biblían hafi að stórum hluta verið notuð til að hafa stjórn á almenningi aðallega með hótunum um Vítisvist ef ekki væri farið að "vilja Guðs" í Biblíunni. Í seinni tíð er einn af fulltrúum Guðs á jörð, Gunnar í Krossinum, að agnúast út í einhverjar þýðingarbreytingar (að ég held aðallega um homma!) sem fara fyrir brjóstið á honum. Ef ég tók rétt eftir þá ætlar hann að hamstra eldri útgáfu Biblíunnar af því að sú nýja sé "handónýt".
Sá Guð sem Biblían lýsir virkar á mann sem allt í senn: Heimskur, einfaldur, hefnigjarn, smámunasamur og óréttlátur. Þetta eru einkenni hálfgerðs dusilmennis. Ef hann er almáttugur, af hverju talar hann ekki við okkur beint? Hvers vegna eigum við að trúa því að hann sé svona almáttugur að setja mannkynið í gegnum einhverja barnalega uppeldisleiki? Ef hann skapaði manninn í sinni mynd hvaða rétt hefur hann á því að reiðast manninum fyrir heimsku sína? Af hverju skapaði hann ekki manninn fullkomnari ef hann er almáttugur? Í hvaða tilgangi skapar hann andvana fædd börn eða vangefin? Er ekki einfaldast fyrir hann að halda fyrir okkur námskeið ef við þörfnumst lagfæringar og innrætingar?
Ég gæti endalaust haldið áfram að úða út spurningum sem allar bera að sama brunni. Þessi Guð Biblíunnar getur einfaldlega ekki verið til. Þetta er bara of heimskulegt dæmi til að ganga upp.
Ég veit ekkert frekar en aðrir hvort það sé líf eftir dauðann eða hvort einhver guð sé til. Rökhyggjan segir okkur að eftir dauðann taki ekkert við nema eilíft óminni. Óskhyggjan segir okkur hins vegar að það verði tekið vel á móti okkur eftir dauðann og við viljum mörg trúa því. Fyrir ótal marga er þetta hugsefjun, hinn eilífi óminnisdauði er of skelfilegur út frá kærleikshugsun okkar.
Sum okkar ganga reyndar svo langt að veðja á þann möguleika að það sé líf eftir dauðann og okkur beri að lifa til góðs. Ég reyndar veðja á það og hef gert það með þeim rökum að mér líður sjálfum yfirleitt betur ef ég geri öðrum mönnum og dýrum eitthvað gott fremur en illt. Í því sambandi skal ég játa að boðorðin frá 2 til 10 henta mjög vel sem almenn siðfræði.
Í þessa umræðu fæst engin niðurstaða. Þess vegna á samfélagið ekki að styðja trúfélög úr sameiginlegum sjóðum, hvorki kristin né önnur. Það er kominn tími til að endurskoða útgjöld samfélagsins til kirkju- og trúmála og gera þetta að því sem það á að vera: Einkamál hvers og eins.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook
14.8.2007 | 08:32
Ken Hensley er hljómborðsleikari frekar en gítarleikari
Þetta eru kannski ómerkilegar fréttir en það er samt óþarfi að segja ekki rétt frá.
Sem gamall Uriah Heep áðdáandi get ég upplýst að Ken Hensley spilaði að mestu á hljómborð í þeirri hljómsveit þó svo að hann hafi tekið í gítara af og til. Hann ætti ekki allavega ekki að kalla "breska gítarleikarann" því hann hefði aldrei orðið, og var aldrei, þekktur sem slíkur.
Ken Hensley gengur úr híðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson