Trúarjátningin mín: Skynsöm efahyggja

Skynsöm efahyggja þýðir að ég álit að hvorki sé hægt að sanna né afsanna tilvist Guðs eða guða sem hvort eð væru skeytingarlaus(ir) um alheiminn og velferð íbúa hans. Samkvæmt þessu geta trúarlegar umræður bara orðið tómstundargaman fólks.

Að þessu sögðu skal játað að alheimurinn, lífið og tilveran eru svo stórkostleg að manni finnst að það hljóti að vera til æðri sköpunarmáttur sem ekki lætur sjá sig nema þá á óbeinan hátt.

Eitthvað innra með manni segir að maður eigi að lifa til góðra verka og lifa samkvæmt því að þú gerir öðrum aðeins það sem þú vilt láta gera þér.

Trúarbrögð heimsins bæta engu við ofangreinda siðfræði að mínu mati og virðast hafa þann eina tilgang að gera einföld mál flókin.  Einnig eru þau notuð til að setja upp regluverk til að hóta fólki til hlýðni við ríkjandi valdhafa sem einkanlega sanka að sér auði og völdum þrátt fyrir afneitun í þá veru.

Þessi vegna trúi ég því að trúmál eigi að vera einkamál, samfélaginu að kostnaðarlausu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband