Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Verða fulltrúar fyrir sitt eina eigið atkvæði!

Það er eiginlega bara sorglegt að fylgjast með Borgarahreyfingunni sem ég kaus þó undir neikvæðum formerkjum.

Eini samnefnarinn, sem var stefnulaus óánægjan með allt og alla, er núna loksins komin í gegnum allt hjá þeim sjálfum. Nú er svo komið að allir þingmenn flokksins eru úr lögum við hreyfinguna, en ætla örugglega að halda þingsætunum sem aðrir veittu þeim í umboði framboðsins.

Það er sérlega yndislegt að horfa upp á þingmenn framboðsins hlaupa undan merkjum og ætla að hirða góð laun fyrir að vera fulltrúar fyrir sitt eina litla atkvæði. Hafi þau gagnrýnt bæði fyrrverandi og núverandi stjórnvöld fyrir asnaskap og vitleysu ættu þau að líta í eigin barm. Meiri fíflagangur á styttri tíma hefur ekki sést í íslenskri pólitík í manna minnum. Ég vissi reyndar frá upphafi að þetta væru dauðadæmd samtök og hef skrifað um það oft á þessum síðum.

Þetta háttalag hjálpar ekki þeim sem vilja hugsanlega stofna alvöru stjórnmálasamtök í framhaldinu með alvöru stefnu og leikreglur frá upphafi hafandi þennan andskotans fíflagang sem fordæmi.


mbl.is Íhuga áframhald á samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við "löglegt en siðlaust" á þessum síðustu og verstu tímum?

Auðvitað er það tortryggilegt að maður sem situr í bankaráði Seðlabankans skuli sem ráðgjafi í aðalstarfi vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar. Vera má að það sé allt löglegt sem hann gerði en hann skilur bara ekki að það er ekki lengur neitt þol fyrir siðleysinu.

Þess vegna má hann segja af sér mín vegna.

Maðurinn er tortryggilegur vegna stöðu sinnar í stjórn Seðlabankans. Að kalla þessa uppljóstrun "ómaklega" er hans eigin hvítþvottur á siðleysi sínu.

Þessi útganga úr stjórn Seðlabankans verður seint talin virðuleg að mínu mati.


mbl.is Fer fram á lausn frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggið niður sendiráð og kaupið þjónustuna!

Það er alveg orðið tímabært að henda út rugli í opinberri þjónustu. Samskiptatækni og fjarfundabúnaður gera kleift að sinna þessum málum með þeim hætti að það er hrein sóun að eiga fasteignir í útlöndum og borga öllu þessu misvirka vinnuafli í jafn miklum mæli og nú er.

Sendiráð í útlöndum eru verkefnalaus dögum saman. Íslendingar eru nú þegar innan við 10% af flugfarþegum íslensku flugfélagann nú um stundir og það ýtir ekki undir að ríkið haldi úti starfsemi sem ekkert gagn er í.

Það væri t.d. nóg að semja um einn eða engan sendifulltrúa í sendiráðum hinna norðurlandanna og láta það duga. Til allt of langs tíma hefur ríkið leyft sér þessa biluðu starfsemi vegna þess að það hefur þurft að koma aflóga stjórnmálamönnum einhvers staðar fyrir í góðri geymslu, helst þar sem enginn verður var við þá og þeir eru til friðs í veisluiðkun.


mbl.is Uppstokkun í utanríkisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Georg Lárusson skjólstæðingur Björns Bjarnasonar er ekki í lagi

Það er ljóst að eitthvað hefur hér bilað hjá Georg Lárussyni. Enginn getur þó spáð í það hvort hér sé um langvarandi bilun að ræða eða til skemmri tíma.

Það blasir við í gegnum oftast fágaða framkomu hans við fjölmiðla að það er stuttur spottinn í þessum manni og glittir gjarnan í hrokann.

Það er hreinlega vont að æðstu menn ríkisstofnana séu haldnir ofangreindum ókostum. Allra vegna!


mbl.is Flýgur ekki glaður með Kastljósfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur sóttvarnarlæknir kannað orðróm um "markaðssetningu" svínaflensulyfja?

Mér sýnist að í gangi sé umræða um það hvort lyfjafyrirtækin hafa markaðssett svínaflensuna í þeim beina tilgangi að selja fánýt mótefni gegn flensunni sem hafi þá þegar verið tilbúin árið 2007? Flensan nú sé ekki hótinu hættulegri en þær sem komi hingað á hverju ári.

Miðað við að búið sé að selja til Íslands mótefni fyrir 370.000.000 króna mætti sjálfsagt gera einhverja "létta" athugun á slíku máli áður en greitt er fyrir þennan "pakka".

Kannski er bara um samsæriskenningu að ræða sem ekki er fótur fyrir, hvað veit maður? Önnur eins svik hafa átt sér stað.


mbl.is Ekki vitað um alvarleg flensutilfelli hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóta ógeðið þegar ríkið gengur svona til samninga við sjálft sig með þýfi!

Mér finnst með ólíkindum að talað sé um samninga þegar um er að ræða það hvernig ríkið gengur um þýfið út úr neyðarlögunum. Skilanefndin er að undirlagi ríkisins í hlutverki fórnarlambsins en er samt að sjálfsögðu skipuð af þeim.

Er ég einn um það að finnast allir þessir gjörningar ríkisins í frágangi á stolnu gjaldþrota bönkunum á einhvern hátt svo algerlega glataðir og geggjaðir í vitleysisgang sínum?

Þetta mun aldrei meika nokkurn sens eins og það er stundum er orðað á götumáli.


mbl.is Heldur 5% hlut í Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Hrafn Gunnlaugsson "bótanískur rasisti"?

Ég skil ekkert í garðyrkjudeildinni að amast við því þó að Hrafn Gunnlaugsson vilji hvannvæða allt Laugarnesið. Hann er jú eiginlega réttmætur eigandi þess eftir að Davíð vinur hans gaf honum leyfi til að haga sér þar eins og hann vildi.

Kannski er hann bara kominn með þvaglátssvandamál sem hvönninn getur leyst fyrir hann? Það er jú verið að framleiða lyf úr hvönninni sem hefur góð áhrif á svona blöðruvandamál. 

Hér skiptir engu þótt hann hafi fundið upp heiti á nýrri tegund mannskepnu og virðist hafa fyrir slysni eða klaufaskap klínt því á sjálfan sig.

Leyfið Hrafni að dunda sér með þetta á nesinu í friði, hann gerir þá ekki annað af sér á meðan!


mbl.is Risahvönn ógnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðargjaldþrot er staðan sem menn neita að viðurkenna

Smám saman styrkist maður í þeirri trú að Ísland sé gjaldþrota og eigi að haga sér samkvæmt því en ekki stinga hausnum í sandinn og taka bara ný lán í aumkunarverðri tilraun til að viðhalda lífstíl sem við  höfðum aldrei efni en tókum bara að láni.

Þeir sem halda því fram að málin reddist með samþykki Icesave sem og endurgreiðslu hundruða milljarða eru að blekkja sjálfan sig. Við munum aldrei geta endurgreitt "íslenska efnahagsundrið". Því fyrr sem menn gera sér grein fyrir þessu því fyrr getum við snúið okkur að alvöru endurreisn.

Finnist mönnum þessi skoðun mín skrýtinn má hinn sami spyrja sig að því hvers vegna enginn hefur ennþá sætt ábyrgð á því að koma efnahagslífi heillar þjóðar til helvítis.

Það þarf réttsyni og hugrekki til að hefja endurreisn Íslands. Ekki nýja sprautu af lánsfé fyrir lánafíkn þeirra sem nú ráða ferðinni. Þessi þjóð getur alveg þolað í einhver ár að það hægist á sölu nýrra svartra Range Rover jeppa.


mbl.is Skuldar ECB 180 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvenær verður ránsfengurinn þá sóttur?

Maður er hægt og bítandi að komast á þá skoðun gera beri græðgi að lögbroti. Það er aðallega vegna græðgi sem íslenskt samfélag er á hnjánum. Með græðginni fylgja síða lögbrot, svik og alls kyns blekkingar til að komast yfir fjármuni.

Ef yfirvöld telja sig hafa þessar upplýsingar um eignir íslendinga í skattaskjólum af hverju eru þær ekki kyrrsettar? Hvers vegna eru þessir menn ekki handteknir?

Jú, vegna þess að engin raunveruleg endurnýjun hefur átt sér stað í stjórnkerfinu og bönkunum og þess vegna gerist nákvæmlega E K K E R T !

Það eina sem virðist vera morgunljóst er að almenningi er að blæða út á meðan Jóhanna veltir sér upp úr "sínum tíma". Hún hefur fengið mörg tækifæri til að láta að sér kveða og lætur þau öll fara framhjá.

Hræðslan við að taka ákvörðun um að leiðrétta stöðu heimila og fyrirtækja til að fá hlutina í rétt samhengi er búin að rýja síðustu stjórn öllu trausti. Það er grátlegt að næsta verkefni þessarar stjórnar sé að fara að svara 2500 spurninga lista frá ESB. Ég sæi ESB svara ámóta lista!

Hættið þessu andskotans ESB rugli og farið að drullast til að vinna í alvöru málum hér heima!


mbl.is Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann getur þá brett upp ermar gagnvart alvöru málum

Það eru gleðifréttir þegar opinberir starfsmenn geta tekið á málum með þessum hætti. Það gefur manni von um að hann ætli sér að beita sér í þeim málum sem skipta okkur einhverju og það er að kíkja á glæpi auðmanna gegn þjóðinni.

Mér til leiðinda er ekki hægt að draga helstu sökudólgana til ábyrgðar þ.e. þá sem gáfu einkavinum og flokksgæðingum bankana og ríkisfyrirtækin nokkurn vegin án gjaldtöku. Án þeirra hefðu aldrei verið fundin upp orðin "íslenskir auðmenn" eða "útrásarvíkingar". Hverjir skyldu nú þetta vera?


mbl.is Öllum kærum á hendur blaðamönnum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband