Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Og hverju hefði þjóðstjórn breytt?

Ég held að það sé sama hvar drepið er niður í nýlegri óheillasögu íslenskra efnahagsmála. Það eina sem hefði þurft að breytast til að hið séríslenska hrun hefði ekki átt sér stað er einkavinavæðing bankanna og helstu ríkisfyrirtækja að undirlagi Davíðs og Halldórs. Án þeirra einbeitta vilja til að koma ríkisgóssinu í hendur einkavina hefði líklega ekkert af þessu gerst. Það er upphafspunkturinn að efnahagslegu falli Íslands. Hefði Davíð verið á móti einhverju hefði hann ráðið því eins og mörgu öðru eins og dæmið um stríðsyfirlýsinguna á Írak sannar.

Önnur nöfn í ráðherralista eða önnur flokksnöfn í ríkisstjórn hefðu engu breytt þar um. Ég tel að sagan muni komast að þessari niðurstöðu þegar fram í sækir. 

Stjórn Davíðs vann fyrir einkavinina, stjórn Geirs fyrir sjálfa sig, og stjórn Jóhönnu fyrir ESB, breta og hollendinga. Hvenær skyldi koma stjórn sem vinnur fyrir okkur?


mbl.is Guðni bauð þjóðstjórn ári fyrir fall bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar: Hafðu manndóm til að draga kærur á blaðamenn til baka

Ef Gunnar Andersen ætlar að gera sig gildandi í starfi má hann alveg byrja á því að draga kæru Fjármálaeftirlitsins á hendur blaðamönnum til baka og biðja þá afsökunar.

Eitthvað í þá veru myndi segja manni að hann hefði áhuga á því að vinna að alvöru málum en ekki því að leggja fram kærur á sendiboðana í forgang sem allra fyrsta málið hjá sérstökum saksóknara.

Hvað ætlar hið opinbera að bæta mörgum vitleysum ofan á það sem búið er að gera nú þegar?


mbl.is Mörg dæmi um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnlaus blogg eru ekki vandamálið

Auðvitað er ljótt að menn verði fyrir aðdróttunum en þetta er slíkur ómerkilegur tittlingaskítur að hann er bara lítill karl að vera velta sér upp úr þessu. Hann er opinber persóna og má því búast við umtali verðskulduðu sem óverðskulduðu. Það er bara hluti þess starfs sem hann valdi. Miðað við frammistöðu hans og embættisfærslu er eiginlega stórundarlegt að hann skuli hafa verið kosinn aftur til þingstarfa. Eiginlega er það bara jafn bilað og kosning Árna Johnsen.

Sjálfur hef ég alla tíð komið fram undir nafni en skil mjög vel þá sem ekki gera það af þeirri einföldu ástæðu menn hafa þurft að þola ofsóknir af hendi þeirra sem ráða för hjá ríkinu vegna skrifa sinna. Eitt besta dæmið um það er fyrsta mál sérstaks saksóknara á hendur Kristini Hrafnssyni og fleirum vegna skrifa um bankana. Það verður að viðurkennast að fyrr hefði átt að draga sökudólgana upp á bekk heldur en sendiboðana. Sjálfur hef ég fengið minn skammt af leiðindum vegna skrifa sem teljast ekkert mjög áberandi en virðast samt vakið suma til sérstakra aðgerða.

Ég fullyrði að bloggarar (nefndir sem nafnlausir) og rannsóknarblaðamenn eru ekki meinsemd þessa lands heldur ónýtir og/eða spilltir stjórnmálamenn og einkavinir þeirra hinir handvöldu auðmenn sem hleypt var óáreittum í hamslausa græðgisvæðingu.

Ef ég ætti að meta hvort það kæmi meiri þvæla út úr nokkrum nafnlausum bloggurum eða því höfðingjaliði sem stjórnað hefur landinu og efnahagslíifnu með augljósum árangri er ég sjálfur ekki í nokkrum vafa um hvar skaðlegasta bullið er að finna.

Það er enginn vafi í mínum huga að nafnlaus blogg sem innihalda bull og einhverja óþverra lygi hverfa yfirleitt fljótt með vindinum. Það verður að ætla sæmilega skynsömu fólki að lesa í það hver sannleikurinn er hvort sem menn koma fram undir nafni eða ekki.

Það getur heldur enginn neitað því að megnið af lygaþvælunni sem við hlustum á frá degi til dags kemur frá nafngreindum einstaklingum.

Ef stjórnvöld hvers tíma vilja væla yfir nafnlausum bloggurum, sem oft velta upp þörfum ábendingum um spillt yfirvöld, þá er það ekki alveg í sama anda að taka á sama tíma við nafnlausum ábendingum um skattsvik og bótasvik. Það er ótæk þversögn í siðgæði.

(Þessi bloggfærsla er eiginlega að stofni til athugasemd mín á bloggi Vilhjálms Þorsteinssonar.)


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrræði í skuldamálum eru auglýst eins og ófáanlegt léttöl

Í bílnum á leiðinni í bæinn urðum við félagarnir sammála um það að þau úrræði sem stjórnvöld tala fjálglega um að séu til hjálpar skuldugum heimilum og smærri fyrirtækjum séu eins og auglýsingar á léttölstegundum bjórsala sem aldrei fást.

Hvenær skyldi ríkisstjórnin fara að vinna í alvöru að almennum og gegnsæjum úrræðum fyrir þúsundir fjölskyldna og smærri fyrirtækja í stað þess að mala um lausnir sem aldrei fást þegar á reynir?


mbl.is Jón Daníelsson: Bjartsýnni en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru eignaumsýslumenn bankanna hinir nýju fasteignahrægammar?

Maður er farinn að heyra kjaftagang í þá veru að þeir sem sjái um eignaumsýslu fyrir bankana séu nýjustu hrægammarnir á Íslandi, séu jafnvel orðnir erfiðari og stórtækari en lögfræðingastéttin?

Er þetta nýjasta "stéttin" sem þarf að fara fylgjast vandlega með?

Geta einhverjir deilt með okkur upplýsingum í þessa veru?


mbl.is Segir AGS standa sig betur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pssst! - Handjárnin líta svona út

Myndbúturinn var sannarlega áhrifaríkur og ég skil að hann hreyfi við fólki.

Sumir verða daprir en ég verð bara reiðari. Reiðari vegna þess að milljarðaþjófnaður viðgengst og almenningur látinn þjást. Það er alveg ljóst að örfáir menn eru sekir um glæpi gegn þjóðinni og ættu að vera fyrir löngu komnir í handjárnin. 

Til að minna yfirvöld á þá líta þau svona út:

 

handjarn_906142.jpg

 


mbl.is Tárfelldi yfir stiklu úr Guð blessi Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Velvild" ESB landa í hruninu er ekki mjög aðlaðandi

Ég fæ alls ekki skilið löngun sumra til að ganga í ESB. Ég skil alls ekki hvernig fólki dettur í hug að fórna tiltölulega nýfengnu sjálfstæði til manna sem eiga þá að stjórna frá Brussel. Ég skil enn síður stjórnmálamenn sem láta kjósa sig með það að sérstöku markmiði sínu að færa sína stjórn í hendur útlendinga. Hvernig getur nokkur manneskja túlkað þetta annað en sem landráð.

Enn og aftur minni ég á að einn aðal landráðamaður Íslands, Eiríkur Bergmann, sem er á fullum launum frá einni af undirstofnunum ESB, sagði beinlínis þetta:"Það er fullveldi að mega afsala sér fullveldi".

Það má vera einhver millivegur á því stærilæti sem hér gekk yfir í gróðæristímanum og þeirri dæmalausu minnimáttarkennd eftir hrunið sem felst í því að við séum svo miklir aumingjar að eiga ekki skilið að vera sjálfráð.


mbl.is Segir aðildarumsókn að ESB vera í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru bankarnir enn að taka stöðu gegn krónunni?

Sumir velta fyrir sér þeirri spurningu hvers vegna gengi krónunnar hækki ekki þrátt fyrir hagstæðan vöruskiptajöfnuð mánuð eftir mánuð?

Sumir velta jafnvel fyrir sér af hverju talað er um að bankarnir séu núna bólgnir af gjaldeyri sem geymdur er á erlendum reikningum en skili sér ekki heim og sé skipt í krónur?

Sumir velta fyrir sér, eftir að útflytjendum hafi verið hótað öllu illu ef þeir ekki skiluðu gjaldeyrinum, að það eina sem hafi tekið við sé að bankarnir sitji á þessu sjálfir núna og séu þess vegna að taka stöðu gegn krónunni?

Hvernig má það vera að veruleg haftastefna í gjaldeyri og hagstæður vöruskiptajöfnuður megni alls ekki að hafa jákvæð áhrif á gengið?

Er það virikilega orðin staðan að ríkið (sem á jú alla bankana) hafi svo litla trú á krónunni að í raun sé búið að afskrifa hana án þess að láta nokkurn kjaft vita af því?

Er ekki kominn tími til að einhver fari að segja sannleikann um gjaldeyrisviðskipti banka og stórfyrirtækja?


Engin ánægja fylgir því að vera ríkur í landi fátæklinga

Ég hélt satt að segja að það væru bara hinir atvinnulausu og illa settu sem væru að íhuga flótta af landi brott.

Það er eiginlega fokið í flest skjól þegar aðili sem er eiginlega gulltryggður til æviloka skuli vera kominn í sama hópinn af allt öðrum ástæðum.

Líklega er bara ekkert gaman að vera einn örfárra sem ekki getur kvartað undan vondri stöðu. Slíkir menn eru eiginlega orðnir utanveltu og tæpast viðræðuhæfir meðal venjulegs (fátæks) fólks.


mbl.is Latibær að vaxa upp úr Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðsnjallir auðmennirnir kæfa dómskerfið með smáskítlegum meiðyrðamálum

Auðvitað er þetta hárrétt taktík.

Núna eru auðmennirnir að stefna Stöð 2 og Bylgjunni og guð-má-vita-hverjum fyrir alls kyns meiðyrði og almenn ónot. Þeir vita sem er að það er hægt að halda öllu dómskerfinu á haus við að fjalla um smáskítsmálin því að á sama tíma er ekki hægt að taka fyrir milljarðaþjófnaði, skjalafals, skattalagabrot, blekkingar og alls kyns svik.

Bráðsnjallt að drekkja bara dómskerfinu með örfáum lögfræðingum því þá er ekkert hægt a snerta við þeim á meðan.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband