Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Einfalt að rannsaka hvernig þetta er tilkomið

Mér sýnist að það sé tiltölulega einfallt fyrir skattstjóra að yfirheyra þá sem gefa upp miklu meiri sparnað í lok árs 2008 en 2007 og hreinlega láta þá gera grein fyrir þeim tekjum.

Í sumum tilvikum er örugglega um að ræða að einhverjum hafi tekist að losna við hlutabréf fyrir hrun og þá er það auðskýrð aukning á sparifé.

Ég tel að margir aðrir muni eiga í vandræðum að skýra mál sín fyrir skattyfirvöldum.

Ekki má gleyma því að með handónýtu neyðarlögunum voru sparifjáreigendur varðir upp í topp, sumir hverjir upp á tugi milljóna umfram gildandi lög um innistæðutryggingar. Til þess að svo megi verða þarf að rukka hins vegar alla skuldara upp í topp. Það er tímabært að fólk geri sér grein fyrir samhengi svona peningamála.


mbl.is Framtaldar bankainnistæður tvöfölduðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á örugglega eftir að grínast með þetta sjálfur - Góðan bata!

Jóhannes er einn þeirra sem manni finnst fjarri því að vera á síðasta söludegi. Ekki fer á milli mála að hann er með allra skemmtilegustu mönnum og okkur veitir ekki af því að halda þeim á þessum síðustu og verstu tímum.

Ég held að ég mæli fyrir munn margra að óska honum góðs bata!


mbl.is Snarbrattur með nýja hjartað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Best að fara að pakka niður!

Nú er komin alvara í mann að fara af landi brott. Það finnst ekki nokkur í stjórnkerfinu sem ætlar að verja hagsmuni almennings í þessu landi. Hagsmunir breta, hollendinga, AGS, ESB og jafnvel allra annarra virðast alltaf ganga fyrir.

Hvað í andskotanum gátum við eiginlega kosið yfir okkur!?


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurkennið að almenningur og ríkið borga EKKI skuldaleiðréttingar

Ein af helstu röksemdum þess að leiðrétta ekki skuldastöðu heimila og fyrirtækja hefur hingað til verið sú að við það sé ríkið og almenningur að borga fyrir "óráðsíufólk" sem tók of mikil lán. Þetta er rangt. Megnið af því sem fólk skuldar var fengið að láni erlendis frá heildsölubönkum. Megnið af því fé hefur verið afskrifað með kennitöluflakki gömlu bankanna. Ríkið stal með neyðarlögunum öllum skuldakröfum á innlenda skuldara í þeim tilgangi að vernda spaifjáreigendur langt umfram allar heimildir í fyrri lögum.

Einnig hefur því verið haldið fram að með því að leiðrétta stöðu skuldara sé verið að mismuna þeim á kostnað þeirra sem "ekki tóku þátt" í lánasukkinu. Það er ekki rétt. Þeir sem ekki tóku lán eru einfaldlega svo lánsamir að hafa ekki verið sviknir af forsendubresti og efnahagsfölsunum. Þeir borga ekkert frekar en aðrir fyrir "skuldapésana". Þeir mega prísa sig sæla að vera ekki í sömu stöðu. Þeirra staða versnar hins vegar til muna ef stór hluti þjóðarinnar verður settur á hausinn. Þau þurfa þeir fyrst að fara að borga fyrir alvöru vegna stóraukins vanda í velferðarkerfinu.

Þá hefur verið nefnt að ef farið verði í flatar leiðréttingar að þá muni auðmenn og aðrir fjársóðar njóta þess líka. Það er hárrétt. Við verðum að gæta jafnræðis og þess vegna verða allir að eiga sama rétt í sambandi við skuldaleiðréttingar. Auðmönnum og öðrum fjársóðum verður hins vegar ekkert bjargað þó þeir fái hlutfallslegar leiðréttingar. Það á fyrir löngu að vera búið að loka þá inni fyrir stórfelld brot á hlutafjárlögum, bankalögum og skattalögum. Frelsi þeirra í dag er með öllu óskiljanlegt.

Það er engin leið að sannfæra þjóðina um að hún eigi að borga þjófnað annarra (Icesave) og eigi auk þess í framhaldinu að horfa á eftir eignum sínum í hendur þeirra sem eru ábyrgir fyrir hruninu!

Ríkið er, óverðskuldað, að verða helsti eigandi íbúðarhúsa og í skjóli þess er ennþá sú hugsun að það eigi að handvelja þá sem bjarga á og þá sem á að láta fara á hausinn.

Ég tel að hinn almenni skuldari eigi nákvæmlega sama hlutfallslega rétt á skuldaniðurfellingu og Mogginn fékk á sínum tíma. Þar var talað um 3 milljarða. Hér er nefnilega fordæmisgefandi sérmeðferð.

Það er krafa almennings að fyllsta jafnræðis verði gætt og að stjórnvöld grípi til almennra, sanngjarnra, réttlátra og gegnsærra skuldaleiðréttinga og hætti að ljúga því blákalt að þeir séu að borga eitthvað þegar í versta falli er um að ræða að skila örlitlum hluta þýfis til baka. 


mbl.is Ekkert hefur verið útilokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 264980

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband