Nafnlaus blogg eru ekki vandamálið

Auðvitað er ljótt að menn verði fyrir aðdróttunum en þetta er slíkur ómerkilegur tittlingaskítur að hann er bara lítill karl að vera velta sér upp úr þessu. Hann er opinber persóna og má því búast við umtali verðskulduðu sem óverðskulduðu. Það er bara hluti þess starfs sem hann valdi. Miðað við frammistöðu hans og embættisfærslu er eiginlega stórundarlegt að hann skuli hafa verið kosinn aftur til þingstarfa. Eiginlega er það bara jafn bilað og kosning Árna Johnsen.

Sjálfur hef ég alla tíð komið fram undir nafni en skil mjög vel þá sem ekki gera það af þeirri einföldu ástæðu menn hafa þurft að þola ofsóknir af hendi þeirra sem ráða för hjá ríkinu vegna skrifa sinna. Eitt besta dæmið um það er fyrsta mál sérstaks saksóknara á hendur Kristini Hrafnssyni og fleirum vegna skrifa um bankana. Það verður að viðurkennast að fyrr hefði átt að draga sökudólgana upp á bekk heldur en sendiboðana. Sjálfur hef ég fengið minn skammt af leiðindum vegna skrifa sem teljast ekkert mjög áberandi en virðast samt vakið suma til sérstakra aðgerða.

Ég fullyrði að bloggarar (nefndir sem nafnlausir) og rannsóknarblaðamenn eru ekki meinsemd þessa lands heldur ónýtir og/eða spilltir stjórnmálamenn og einkavinir þeirra hinir handvöldu auðmenn sem hleypt var óáreittum í hamslausa græðgisvæðingu.

Ef ég ætti að meta hvort það kæmi meiri þvæla út úr nokkrum nafnlausum bloggurum eða því höfðingjaliði sem stjórnað hefur landinu og efnahagslíifnu með augljósum árangri er ég sjálfur ekki í nokkrum vafa um hvar skaðlegasta bullið er að finna.

Það er enginn vafi í mínum huga að nafnlaus blogg sem innihalda bull og einhverja óþverra lygi hverfa yfirleitt fljótt með vindinum. Það verður að ætla sæmilega skynsömu fólki að lesa í það hver sannleikurinn er hvort sem menn koma fram undir nafni eða ekki.

Það getur heldur enginn neitað því að megnið af lygaþvælunni sem við hlustum á frá degi til dags kemur frá nafngreindum einstaklingum.

Ef stjórnvöld hvers tíma vilja væla yfir nafnlausum bloggurum, sem oft velta upp þörfum ábendingum um spillt yfirvöld, þá er það ekki alveg í sama anda að taka á sama tíma við nafnlausum ábendingum um skattsvik og bótasvik. Það er ótæk þversögn í siðgæði.

(Þessi bloggfærsla er eiginlega að stofni til athugasemd mín á bloggi Vilhjálms Þorsteinssonar.)


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér hér, hefði ekki orðað þetta betur sjálf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 08:38

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband