Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
28.2.2008 | 18:43
Greiningardeildir og fyrirtæki oft ekki mikið betri en spákerlingar
Það sem sumir hafa óttast er nú orðin staðreynd: Moody's lækkaði lánshæfismat íslensku bankanna. Þetta getur haft ennþá neikvæðari áhrif á skuldaálag bankanna sem var þó farið að aukast fyrir þessa matsbreytingu.
Hinu má ekki gleyma að þetta er mat. Svona mat er hvorki betra eða áreiðanlegra en það mat greiningardeilda íslensku bankanna að hlutabréfaverð ársins 2007 myndi hækka um 30% (eða hvað það nú var) sem reyndist eiginlega afkáralegt bull í lok ársins. Síðan um áramót hefur hlutabréfaverð lækkað enn frekar og það er ekki vegna þess að fyrirtækjunum gengur almennt verr heldur endurspeglar hlutabréfaverð almenna bjart- eða svartsýni hlutafjáreigenda.
Hefði maður jafnvel búist við að starfsmenn greiningardeilda ættu að ganga um með hauspoka í framhaldinu. Þeir gera það bara hreint ekkert enda skilja þeir manna best að starf þeirra er sambærilegt við starf þeirra sem spá fyrir um veðrið. Spár reynast oft rangar.
Það sem er hins vegar stóra spurningin í þessu dæmi öllu er vitneskjan um að sumir stjórnendur í fjármálakerfinu hafa teflt mjög djarft með óheyrilegt erlent lánsfé og það á eftir að reyna á alvöru snilli þessara fjármálamanna næstu mánuðina. Nú fáum við að sjá hvort þeir hafi verið virði ofurlaunanna. Ég vona einhvern veginn okkar allra vegna að svo sé.
Lánshæfismat bankanna lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook
28.2.2008 | 10:05
Er kennsla að mestu á villigötum?
Þrátt fyrir að vera kominn á seinni hálfleik tilverunnar er ég alltaf ennþá að læra eitthvað nýtt og oftast er það skemmtilegt.
Megnið af því sem ég læri núorðið er án kennara og verður maður þá sjálfur að stjórna ferðinni og hafa vit fyrir sjálfum sér. Mikið er þetta tónlist því við félagarnir erum alltaf að stækka lagalistann, okkur sjálfum og sumum öðrum til ánægju. Ég hef komist að raun um að til þess að læra lögin þarf að sitja yfir þeim helst það samfellt að þú klárir að læra lögin og fá þau til að fljóta vel sama daginn. Sífelld endurtekning færir kunnáttuna þannig bæði í heila og miðtaugakerfið og þú tileinkar þér getuna til að flytja tónlistina mikið til ómeðvitað. Þessi aðferð hefur gagnast vel hingað til.
Þá skaut þeirri hugsun niður í mig að trúlega er kennsla í grunnskólum og víðar hálf ónýt vegna þess að þar er vaðið úr einu í annað á 50 mínútna fresti (ef ég man lengd kennslustunda) og þá sé farið í næsta fag og grautað í því næstu kennslustund. Mér finnst núna eins og þetta sé ekki nógu markvisst til að festast í minni og miðtaugakerfi nemenda.
Svo vill til að ég er líka í dansskóla og hef fundið að kennslan þar virkar best (fyrir mig) ef kennarinn er nógu hugaður að láta okkur vera nánast með einn dans alla kennslustundina. Með nægilega mikilli endurtekningu fáir þú þannig danssporin til að festast betur í miðtaugakerfinu. Kennurum er hér vandi á höndum því margt fólk hefur ekki þolinmæði í þetta og vill helst fá að hræra í sem flestum dönsum á þeim stutta tíma sem kennslutíminn er.
Hefur þú skoðun á þessu?
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook
27.2.2008 | 17:06
Hver var það sem kallaði mig hálfvita?
Ég er einn þeirra sem er ekki með háar tekjur og gæti þess vegna alveg þolað að fá eins og 300 þúsund eða þess vegna 500 þúsund í vasann einmitt núna.
Bloggari einn kallaði mig hálfvita í athugasemd á síðunni minni og ég var að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að lögsækja hann. Verst er að ég man hvorki lengur hver lét þetta út úr sér né hvert tilefnið var. Ég man það eitt að ég lét athugasemdina standa óhaggaða (eins og allar aðrar) sem vitnisburð um þann sem skrifaði og var auk þess stoltur af eigin umburðarlyndi.
Ég þykist geta sannað fyrir dómi að ég hafi nokkurn veginn fullt vit og því sé hálfvitanafngiftin örugglega saknæm í samanburði við þetta stóra Gauks-Ómars-mál.
Ég hef skrifað rúmlega 550 pistla á rúmu ári og það er ekki auðvelt að finna réttu klausuna. - Óheppinn!
Gaukur mun áfrýja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2008 | 14:22
...og hvernig ætla þeir að tryggja að svo verði?
Stundum dettur manni í hug að stjórnmálamenn séu hálfvitar. Hvernig ætla þeir að koma í veg fyrir að íslendingar höndli með Evru? Evran er gjaldmiðill eins og hver annar í þessum heimi. Þeir geta bara ekki bannað eitt né neitt í þessum efnum. Við gætum þess vegna notað hveiti sem gjaldmiðil ef við kjósum svo.
Þó svo að ég sé andvígur ESB aðild get ég alveg stutt að íslendingar taki upp annan gjaldmiðil eða tengi krónuna við hann. Einhvern hefur maður fengið á tilfinninguna að þeir sem takast á um ESB aðild taki alltaf sömu afstöðu með eða á móti gjaldmiðlinum í leiðinni sem mér finnst skammsýni í þessari umræðu.
Evra kemur aðeins með aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook
26.2.2008 | 16:57
Sí(ma)minnkandi samkeppni hlýtur að vera áhyggjuefni
Það er manni vaxandi áhyggjuefni hvað samrunar á fákeppnismarkaðinum Íslandi eru tíðir. Aðeins örfáar greinar eru eftir þar sem alvöru samkeppni ríkir.
Símafélögin eru núna að verða bara tvö í alvöru, Síminn og Vodafone og það getur ekki talist ásættanlegt að tveir menn geti ráðið ferðinni í þessum efnum og er mér eiginlega slétt sama hversu vandaðir þeir stjórnendur eru.
Ekkert bólar á alvöru samkeppni í orkusölu, tryggingarsölu, bankaviðskiptum, vöruflutningum eða yfirleitt neinu þar sem kostar verulegar fjárhæðir að komast í gang. Það þarf jafnvel ekki annað en að samráð í viðskiptum sé framkvæmt bara með þögninni sem gerist þannig að sá sem treystir sér í lægsta verðið á hverjum tíma fær bara hina upp að hlið sér og menn eru ánægðastir ef engin stendur í einhverju samkeppnisbrölti.
Á viðsjárverðum tímum eru stjórnendur ekki að rugga bátnum óþarflega. Neytendurnir halda bara áfram að borga stöðugleikann. Okrið hverfur ekki hér á landi í bráð.
Teymi kaupir 51% í Hive | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook
26.2.2008 | 14:29
Þvagleggskonan... - óþarflega ljót fréttamennska
Þvagleggskonan missti prófið
Dómur í svokölluðu Þvagleggsmáli féll í Héraðsdómi Suðurlands í morgun.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook
26.2.2008 | 12:00
Að flýja heimatilbúin vandamál með aðild að ESB er bara della
það er ekkert nýtt að þegar lægð kemur í efnahagslíf íslendinga þá stækkar sá hópur sem heldur að það sé til bóta að selja sjálfstæði okkar til Brussel og verða einhver útnáranýlenda ESB.
Við höfðum mikið fyrir því að vera sjálfstæð þjóð enda er landafræði Íslands með þeim hætti að við tengjumst engu öðru landi. Þetta er eyja ef einhver skyldi hafa gleymt því.
ESB læknar engin efnahagsvandræði hjá okkur. Þau eru nefnilega öll heimatilbúin vegna óhóflegrar yfirbyggingar í opinberum rekstri, verndarstefnu við úreltan landbúnað og það er mér algerlega óskiljanlegt að fólk skuli í efnahagslegu hræðslukasti vilja fleygja tiltölulega nýlega torfengnu sjálfstæði vegna tímabundinna vandræða.
Stuðningur við ESB rúm 55% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2008 | 14:01
Þegar basl og vesen er gleðigjafinn!
Þannig er að við félagarnir vorum fengnir til að spila tónlist í fjallapartíi í Kerlingarfjöllum sem fékk heitið Í spenning með Henning. Henning smalaði nefnilega vinum og kunningjum meðal íslenskra fjallamanna sem nú til dags eru með ígildi 150-500 hesta hver við tærnar á sér og þeir rúlla nett um íslenskar heiðar á 38 54 dekkjum sem ég vil kalla lóðrétta gúmmíbjörgunarbáta.
Ferðin uppeftir á laugardegi gekk tiltölulega áfallalítið fyrir sig fyrir utan smávægilegar festur sem ekki töfðu reyndar neitt að ráði. Þegar kallarnir fóru að brosa þegar vesenið byrjaði fór mig að renna í grun að ég hafði alla tíð misskilið þetta fjallasport. Hjá þeim er nefnilega meira vesen meira gaman.
Um kvöldið var grillað ofan í hópinn og við Gunni reyndum að halda uppi fjöri með spilamennsku. Það var með auðveldasta móti því hópurinn var í dúndurstuði nánast allir sem einn. Þegar þannig háttar verður verkefnið tiltölulega auðvelt.
Um hádegið var haldið áleiðis suður í besta veðri. Halarófa hátt í 20 bíla. Og litlu ævintýrin byrjuðu. Snjóþungt og bratt gil tafði smástund. Finna þurfti vað yfir á. Þar voru smá festur. Fara þurfti mjög rólega yfir klakabrúaðar ár og var óneitanlega svolítill spenningur í mönnum.
Þegar menn héldu að hindrunum væri að mestu lokið festust margir bílar sig í krapapyttunum rétt sunnan við Svínárnes. Rigningar undanfarinna daga höfðu safnast upp í lónum á víð og dreif. Síðan hafði snjóað yfir og þarna duldust því víða faldir pyttir.
Þarna var baslað og vesenast í mikilli gleði fram undir kvöldmat í rúma 5 tíma. Bílstjórarnir brutu klakann með járnkörlum, mokuðu, spiluðu, blökkuðu, ankeruðu og notuðu sliskjur til að koma bílunum upp úr pyttunum. Allt þetta ásamt því að redda affelgun og vindleysi í dekkjum var leyst af fagmennsku og bílastóðið hafðist allt upp fyrir kvöldmat líkt og það hefði verið skipulagt fyrirfram. Maður sleppir aldrei tækifæri á góðu basli er setning sem á vel við hjá þessum mannskap. Ég áætla að hátt í helmingur bílanna hefði fest sig í krapapyttunum og allir fengu að taka þátt í baslinu að vild.
Hér er Nóni, berhentur og brosandi mest allan tímann, að veiða klakann upp úr pyttinum hjá Patrólnum sínum í -12 stiga frosti. Hann kvartaði ekki um kulda! Árni á rauða Land Rovernum tók vel á því líka. Hans bíll var nefnilega næstur, líka með trýnið oní krapapyttinum. (Smellið þrisvar á myndina til að fá fram bestu gæði.) - Ljósm. Rúnar Daðason.
Þetta var skemmtileg og ný upplifun fyrir malbiksjeppaeigandann, sem í augnabliksfáfræði lét sér detta í hug að fylgja breyttu bílunum þarna uppeftir. Sem betur fer var haft vit fyrir honum.
Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir samveruna þessa helgi og er þess vegna til í að endurtaka leikinn að ári.
22.2.2008 | 10:28
Sorgleg afföll í ferjuflugi - Þarf að herða öryggisreglur?
Mér finnst satt að segja allt of stutt síðan önnur lítil flugvél fór í hafið við Ísland í svokölluðu ferjuflugi.
Það hljóta að vakna spurningar um það hvort þessar rellur séu yfirhöfuð færar um svona löng flug yfir úthöfin.
Leit haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2008 | 23:55
Kóngurinn og drottningin í Hollywood 1935-1945
Þegar ég var að komast til einhvers vits upp úr 1960 hafði pabbi gerst svo djarfur að fjárfesta í sjónvarpi og setti upp loftnet til að horfa á kanann. Um tíma var þetta eina sjónvarsptækið í blokkinni okkar í Álfheimunum og eldri bróðir minn seldi aðgang að því. Stundum var efnið ekki merkilegra en að snöggklipptur horaður sjóliði með yfirskegg í matrósarfötum þuldi fréttir af blaði og það í bullandi snjókomu.
Ekki leið að löngu áður en búið var að kortleggja helstu hetjur hvíta tjaldsins og hjá mér fór aldrei á milli mála hverjir voru í uppáhaldi. Karlhetjan var Errol Flynn og kvenhetjan hin yndisfríða Olivia de Havilland. Saman léku þau í 9 kvikmyndum sem drógu vel í kassann á þeirra velmektarárum. Meðal þessara mynda var fræg útgáfa af Hróa hetti frá árinu 1938.
Mér var samt eftirminnilegust Captain Blood, sjóræningjamynd frá árinu 1935 og ég get ennþá gleymt mér yfir að horfa á þessa mynd þó í svart hvítu sé.
Errol Flynn lést fimmtugur árið 1959 úr hjartaáfalli, en Olivia de Havilland lifir enn í hárri elli bráðum 92 ára. Hún vann til tvennra Óskarsverðlauna. Systir hennar, Joan Fontaine (fædd de Havilland) fékk líka Óskar árið 1941 og er líka ennþá í fullu fjöri 91 árs. Svo mikil var samkeppni systranna að þær töluðust ekki við í mörg ár. Þær hafa síðan sæst (enda fengið nægan tíma!)
Hér er Captain Blood klippt niður í 5 mínútna stuttmynd.
Kvikmyndir | Breytt 22.2.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson