Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hluti af viðskiptasamkeppni að tala niður keppinautana

Danir virðast eiga erfitt með að sætta sig við að íslendingar geti gert eitthvað annað en að lykta illa í moldarkofum hér upp á næstum-því-freðmýrinni Íslandi sem var nýlenda þeirra á fyrri velmektardögum þeirra sem næstum-því-heimsveldi.

Það hefur farið ómælt í taugarnar á þeim að Jón Ásgeir og fleiri íslenskir fjármálauppskafningar hafi komið og keypt danskar þjóðargersemar við andlitið á þeim.

Hluti af samkeppni í flestum greinum viðskipta er að gera keppinautana tortryggilega á einhvern hátt. Vinsælt hefur verið að tala niður til þeirra og segja þá við dauðans dyr fjárhagslega eða óheiðarlega á einhvern hátt.

Flestir sem til þekkja sjá í gegnum svona málflutning. Það er hins vegar pirrandi fyrir stjórnarmenn þessara fyrirtækja að þurfa sífellt að sannfæra hinn grænni hluta fjölmiðlafólksins um að þetta sé hinn eðlilegi hluti heilbrigðrar samkeppni. 


mbl.is Verið að skrúfa fyrir súrefnið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær væri að persóna George W. Bush verðskuldaði viðskiptabann

Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi gert og reynt ýmislegt miður fallegt í gegnum tíðina til að koma Fidel Castro frá völdum er ótrúlegt hvað kallinn hefur staðið þetta af sér.

Ef við hinsvegar skoðum hvort Kúba og Castro hafi verðskuldað þetta viðskiptabann Bandaríkjamanna þá hljótum við að viðurkenna að nær hefði verið að sett væri viðskiptabann á Bandaríkjamenn vegna þeirra eigin hegðunar á alþjóðavettvangi.

Afskiptasemi, íhlutun, innrásir og alls kyns kúgunarstarfsemi um allan heim hefur verið viðloðandi Bandaríkjamenn allt of lengi og trúlega er George W. Bush eitthvert alversta dæma um þjóðhöfðingja sem fengið hefur svona mikil völd.

Það er löngu tímabært að Bandaríkjamenn láti af þessum ofsóknum á hendur Kúbu. Vonandi breytist eitthvað í þessa veru með nýjum forseta á næsta ári. 


mbl.is Viðskiptabann áfram á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrja á því að binda gengi krónunnar við Evru

Mér finnst stundum alveg makalaust hvernig málflutningur sumra er varðandi íslensk efnahagsmál. Vandamál íslendinga eru mest heimatilbúin og þess vegna er alltaf jafn hjákátlegt að gera því skóna að með því að gerast máttlaus nýlenda Evrópu lagist eitthvað á skerinu.

Við getum bundið gengi krónunnar við Evru án þess að Evrópusambandinu komi það nokkuð meira við. Vandamálin sem tengjast því að gera þetta einhliða eru hins vegar heimatilbúinn vandi í okkar eigin ranni. Bankarnir eru nefnilega bæði með axlabönd og belti þegar kemur að vaxta- og verðbótaokri. Afnema þyrfti slíka sjálftöku með upptöku bindingar við Evru.  Það myndi gera kröfu um að vextir yrðu að lækka til samræmis við vexti í Evrópu, sem myndi þýða að krónubréfin yrðu innleyst og þar með vegið að þessari bindingu við Evruna.  Hvernig svo sem á það er litið þarf að koma okkar gjaldmiðilsmáli í þann farveg að gengið sé eðlilegt þegar bindingin á sér stað.

Það sem ég skil ekki í umræðunni er hvers vegna sumum mönnum er svo mjög umhugað um að Ísland verði samhliða þessu aftur nýlenda erlends valds?
 


mbl.is Eina leiðin að sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingar - Sumar eldast verr en aðrar

Steve McQueen er einn af almestu töffurum hvíta tjaldsins. Sem ungur maður lék hann í vestrum sem sýndir voru í kananum okkur pjökkunum til mikillar ánægju. Þessi vestri hét Wanted - dead or alive (sem útleggst nokkurn veginn: Gómið hann - dauðan eða lifandi).

Tóbaksframleiðandi nokkur var kostunaraðili þessarar þáttaseríu og hér sést leikarinn mæla með þessum rettum og má af kaldhæðni segja að naglarnir náðu honum sjálfum fyrir rest - dauðum. Auglýsing þessi er svo kjánaleg í dag að hún vekur upp bjánahroll.

Til að gæta allrar sanngirni voru sígarettureykingar ekki taldar svo hættulegar á þessum tíma (1960) og það var ekki fyrr en 5 árum seinna að okkur púkunum var sýnd hrollvekjandi fræðslumynd í Álftamýrarskóla um skaðsemi reykinga. Það var eins og við manninn mælt - flest byrjuðum við að reykja!

Ef þú ert einn þeirra sem reykir skaltu hugleiða að hætta - sem fyrst!


Ljóskubrandari

Ljóskan kom inn í kirkjuna leit inn í kórinn og hrópaði í angist: "Djísuss Kræst! Hver hangir þarna á plúsnum?"

Ríkisendurskoðun mokar yfir vatnstjónshneykslið skv. pöntun

Það er ótrúlegt að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar um vatnstjónið á Keflavíkurflugvelli. Hún er heilar 23 síður og þegar þú ert búinn að lesa skýrsluna kemur ekkert af viti fram hversu dýr viðgerðin á þessu endanlega verður.

Næstum öll skýrslan eru afsakanir frá utanríkisráðuneytinu og undirstofnunum þess við að losa sig undan þeirri einföldu staðreynd að skrúfað var fyrir vatnið á 106 íbúðum og 13 öðrum byggingum. Dómur aðkeyptrar verkfræðistofu var á þá lund að tjónið væri 79-109 milljónir og engum sérstökum að kenna.

Sú ótrúlega framsetning að kenna að einhverju leyti um óvenjulegri lagnahönnun er algjört þvaður og yfirklór. Það væri trúlega vitlegra að kenna Veðurstofu Íslands um það að hafa ekki hringt í Valgerði til að tilkynna henni um yfirvofandi frosthörku á þessum tíma.

Það var ekki haft samband við þá sem hafa reynslu af viðgerðum og mati á kostnaði við vatnstjón af þessu tagi. Þar eru tjónadeildir tryggingarfélaga með alla kunnáttuna. Enda ljóst við lestur skýrslunnar að það á ekki að taka tillit til þess raunverulegs tjóns sem verður á málningu, innréttingum, flísalögnum, öðrum gólfefnum og fleiru sem eru afleiðingar af sprungnum pípum. Það er varlegt að áætla að það kosti 6-10 milljónir á hverja einustu íbúð að skipta út öllum innréttingum og gólfefnum. Í þessu er niðurrif og vinna við uppsetningu. Það er nefnilega dýrara að skipta út innréttingum og gólfefnum heldur en að setja upp nýtt. Fróðir menn, tengdir tryggingarfélögum segja mér að endanlega tjónið sé aldrei undir milljarði á þessum 120 eignahlutum.

Þessa skýrslu Ríkisendurskoðunar tók 15 mánuði að gera. Í Fréttablaðinu er því m.a. kennt um að stofnunin hafi verið mjög upptekin í nóvember og desember. En það skýrir hugsanlega 2ja mánaða drátt en ekki 15. Einnig er utanríkisráðuneytinu kennt um að hafa svarað sínum fyrirspurnum seint.

Fyrir þá sem nenna ekki að lesa 23 blaðsíður skýrslunnar er þetta niðurstaða Ríkisendurskoðunar:

"Mun nær þykir að álykta sem svo að tjónið megi að mestu leyti rekja til atvika, serm erfitt var að sjá fyrir, einkum óvenjulegs veðurlags og óvenjulegs frágangs vatnslagna. Af þessum sökum væri ósanngjarnt að ásaka þá aðila sem ábyrgð báru á svæðinu á þeim tíma sem tjónið varð, um vanrækslu á eftirlits- og viðhaldsskyldum."

Skv. ofansögðu kom allt í einu frost og pípulagnir gáfu sig eftir áratuga farsæla frammistöðu hjá kananum. Trúlegt? Gáfulegt? Eru það sprenglærðu viðskiptafræðingarnir hjá Ríkisendurskoðun sem gefa út þessa stórkostlegu ályktun um óvenjulega veðurlagið og heimskulegu pípulagnirnar eftir 15 mánaða yfirlegu?

Valgerður Sverrisdóttir getur nú glaðst yfir þessari niðurstöðu hinnar óháðu Ríkisendurskoðunar. Hún er ekki gerð ábyrg og má því núna yppa öxlum í stað þess að axla ábyrgð.

Ég kannast við sumt af starfsfólki Ríkisendurskoðunar af góðu einu og þykir dapurt þeirra vegna að þessi ótrúlega skýrsla skuli geta tengst þeim.


mbl.is Vatnstjón á Keflavíkurflugvelli ekki rakið til beinnar vanrækslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upptaka evru þarf hvorki að þýða ESB aðild né sjálfstæðisafsal

Mér finnast það óskiljanlegar úrtölur að íslendingar geti ekki tekið upp annan gjaldmiðil en krónuna án inngöngu í ESB.

Fjöldamörg smáríki í heiminum eru ekki með eigin gjaldmiðil og halda sínu sjálfstæði þrátt fyrir það. Manni sýnist að enn séu öfl á Íslandi sem vilji halda okkur í hreinni tímaskekkju og ekki bara í sambandi við gjaldmiðilinn.

Það er líka tímabært að losa okkur út úr því ófrelsi og heimsmetsokri sem felst í dýrvitlausri landbúnaðarstyrkjastefnu, ofurtollum, vörugjöldum og öðru sem hindrar að íslendingar taki alvöru forystu í viðskiptafrelsi í heiminum.

Stærstu mistökin yrðu samt þau að ganga samhliða í ESB og tapa þar með sjálfstæðinu sem var svo torfengið eftir margra alda baráttu.


mbl.is Hægfara evruvæðing skaðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust sett á gullfiskaminni kjósenda

Skv. heimildum Fréttablaðsins er Vilhjálmur búinn að fá ráðleggingar hjá yfirblýantsnagaranum í Seðlabankanum varðandi næstu leiki í stöðunni. Næsti leikur er nefnilega sá að leika bara alls ekki neitt og láta lítið á sér bera. Treysta svo á að fólk gleymi þessum vitleysisgangi og klaufalegu lygaþvælu sem allra fyrst.

Gullfiskaminni kjósenda er besti vinur ónýtra og spilltra stjórnmálamanna.


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira af Bobby Darin - Hann var líka góður í eftirhermunum

Það kom mér á óvart að maður skyldi ekki hafa vitað meira um Bobby Darin. Hann er greinilega stórlega vanmetinn í sögulegu samhengi. Í þessu myndskeiði sýnir hann hversu góður hann var í að herma eftir helstu stórleikurum þess tíma.


Hvenær telst nóg komið af yfirgengilegri spillingu?

Ég hef áður lýst því að það er löngu ljóst að það ætti fyrir löngu að vera búið að reka stjórnendur OR og kæra fyrir spillingu í starfi, yfirhylmingar og tilraun til þjófnaðar.

Það dylst engum lengur að þeir voru ekki að vinna fyrir hagsmuni eigenda sinna heldur sjálfa sig. Linka borgarfulltrúa við að koma réttlæti yfir þessa menn er ótrúleg í ljósi þess sem gerst hefur. Maður fær á tilfinninguna að borgarbúar hafi kosið yfir sig þvílíkt safn af óvitum á sviði viðskipta að það hljóti að vera heimsmet. 

Hliðstæða þessa máls er þjófnaðurinn á eignunum á varnarsvæðinu. Þar eru flæktir í málin helstu stjórnendur Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og þar virðist heldur enginn möguleiki á að koma böndum á stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar.

Með svona stjórn á almúganum skyldi engan undra að siðferði sé á undanhaldi, þvílíkar eru fyrirmyndirnar. 


mbl.is Forstjóri OR álitsgjafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband