Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Enn ein áróðursfréttin til að réttlæta hernaðarútgjöld

Fólk ætti að vera farið að sjá í gegnum þessar "fréttir". Þær eru tilbúnar af þeim áróðursöflum sem gera í raun allt til að viðhalda ófriði.

Ófriður er góður bisness og svona "fréttir" eru auglýsingarnar. 


mbl.is Myndbönd sýna börn bera vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NATO má fara að leggja af

Sú var tíðin að maður trúði flestu sem kom frá stjórnvöldum. Enda var fjölmiðlun minni og henni var allri meira og minna stýrt beint af stjórnmálamönnum. A. m. k. hafa komið fram upplýsingar um að þeir hafi jafnvel samið spurningarnar fyrir blaðamennina á sínum tíma og skrifað jafnvel heilu viðtölin við sjálfa sig.

Sem betur fer er þessi tími liðinn. Það er hins vegar ennþá hægt að finna sögulegar skekkjur í umferð í heiminum og ein af þeim er NATO.

Íslendingar hafa verið áhrifagjarnir í gegnum tíðina og trúað útlendingum oft í sárri blindni. Vera má að margt gott hafi komið frá útlendingum, en í friðarmálum held ég að íslendingar hafi verið manna friðsælastir og haft að mestu vit á því að láta aðrar þjóðir í friði. Sár og skammarleg undantekning frá þessu var stuðningur þáverandi forsætisráðherra (sem ég má ekki nefna á nafn!) og  Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra við árásarstríðið í Írak og í framhaldinu dæmalausan málflutning til að réttlæta þær hörmungar sem þar hafa verið og er langt í frá lokið.

NATO er geymslustaður fyrir hernaðarsinna og fólk með sjúklega afskiptaáráttu. Það er löngu tímabært að loka þessu batteríi og leyfa öðrum þjóðum að ráða sér sjálfum. Það hefur sýnt sig í sögulegu samhengi að innrás í önnur ríki hefur sjaldnast leitt af sér neitt annað en hörmungar.

Einu ákvarðanir sem NATO tekur eru í sambandi við svona afskiptasemi, hernaðaruppbyggingu og því hvernig ofsóknaræðinu verður best viðhaldið í heiminum. Venjulegt fólk vill ekki hernaðarhyggju en er því miður flest sinnulaust og viljalaust í þessari umræðu á meðan áhrifagjarnir og undirgefnir ráðamenn Íslands styðja endalaust fjáraustur í þessa tímaskekkju.

(Höfundur er fyrrverandi starfsmaður Varnarliðsins og fyrrverandi flokksbundinn Sjálfstæðismaður til rúmlega 30 ára.) 


mbl.is Framtíð NATO í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

200.000 íslendingar yrðu dæmdir til dauða

Getið þið ímyndað ykkur hversu marga dómara Davíð Oddsson þyrfti að koma fyrir í dómskerfinu á Íslandi til þess að koma sambærilegum hegningum yfir íslendinga?

Hengingar yrðu meira en fullt starf fyrir fjölda, fjölda íslendinga. Útfararstofur myndu blómstra sem aldrei fyrr. Blómabúðir ættu meira en fullt í fangi með að útbúa kransa fyrir dauðadæmda drykkjumenn. Veitingasalir væru alltaf fullbókaðir frá morgni til kvölds við erfidrykkjur (hmmm bara kaffi) 

Sala á jarðvinnsluvélum til grafartöku yrði aftur gjöfull bisniss og.....

Við getum verið þakklát fyrir að þurfa ekki að horfa upp á þessa vitleysu. Íslamistarnir geta þó huggað sig við að íslendingar deyja á endanum allir... saddir lífdaga flestir og búnir úr glasinu!


mbl.is Dauðarefsing fyrir að drekka áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sami hálfvitagangurinn í eignaumsýslunni áfram

Þetta þarf ekki að koma á óvart. Þegar Valgerður Sverrisdóttir var utanríkisráðherra klúðraði hún  eignaumsýslunni á vellinum svo gjörsamlega að þar varð líklega tjón upp á heilan milljarð. Á þeim tíma tímdu menn ekki að hita upp húsin á varnarsvæðinu með skelfilegum afleiðingum. Svipað virðist hafa orðið upp á teningnum núna í síðasta kuldakasti.

Stjórnmálamenn þessa lands eru annað hvort í því að stela eignunum þarna á vellinum eða eyðileggja. Það virðist ekkert þar á milli. 


mbl.is Vatnsleki í gömlu flugstöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Johnnie Cochran (1937-2005) var verjandi O. J. Simpson

Ekki veit ég hvað er verið að selja hérna, aðgangseyri að fyrirlestrum eða hvað. En það er algjör óþarfi að ljúga svona blákalt að fólki. Eina leiðin til að fá Johnnie Cochran til Íslands væri í gegnum miðilsfund hjá Dodda draug eða einhverjum ámóta því hann er nefnilega dauður.

Þið getið lesið um verjanda O. J. Simpson t.d. hér á Wikipediu 


mbl.is Verjandi O.J. Simpson með námskeið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn Moggamenn!

Ég sendi mínar bestu afmælisóskir með daginn.

www.mbl.is hefur átt stóran þátt í minni tilveru frá því hann leit dagsins ljós. Hann er upphafssíða hjá mér til langs tíma og mikilvægasta fréttaveitan mín.

Miðillinn er ekki gallalaus, mun aldrei verða og á aldrei að verða. Það hefur veitt manni ómælda ánægju að veita honum hæfilegt aðhald með því að gera athugasemdir um fréttir og annað sem mun alltaf verða uppspretta nauðsynlegra skoðanaskipta.

Megi miðillinn dafna um næstu framtíð og vonast ég til að ritstjórnarlegt frelsi verði sem mest í framtíðinni og sem mest laus við þjónkun við hagsmunahópa. Þá mun honum vel farnast.


mbl.is Mbl.is á afmæli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 264906

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband