Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
7.2.2008 | 07:55
Enn ein áróðursfréttin til að réttlæta hernaðarútgjöld
Fólk ætti að vera farið að sjá í gegnum þessar "fréttir". Þær eru tilbúnar af þeim áróðursöflum sem gera í raun allt til að viðhalda ófriði.
Ófriður er góður bisness og svona "fréttir" eru auglýsingarnar.
Myndbönd sýna börn bera vopn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2008 | 07:32
NATO má fara að leggja af
Sú var tíðin að maður trúði flestu sem kom frá stjórnvöldum. Enda var fjölmiðlun minni og henni var allri meira og minna stýrt beint af stjórnmálamönnum. A. m. k. hafa komið fram upplýsingar um að þeir hafi jafnvel samið spurningarnar fyrir blaðamennina á sínum tíma og skrifað jafnvel heilu viðtölin við sjálfa sig.
Sem betur fer er þessi tími liðinn. Það er hins vegar ennþá hægt að finna sögulegar skekkjur í umferð í heiminum og ein af þeim er NATO.
Íslendingar hafa verið áhrifagjarnir í gegnum tíðina og trúað útlendingum oft í sárri blindni. Vera má að margt gott hafi komið frá útlendingum, en í friðarmálum held ég að íslendingar hafi verið manna friðsælastir og haft að mestu vit á því að láta aðrar þjóðir í friði. Sár og skammarleg undantekning frá þessu var stuðningur þáverandi forsætisráðherra (sem ég má ekki nefna á nafn!) og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra við árásarstríðið í Írak og í framhaldinu dæmalausan málflutning til að réttlæta þær hörmungar sem þar hafa verið og er langt í frá lokið.
NATO er geymslustaður fyrir hernaðarsinna og fólk með sjúklega afskiptaáráttu. Það er löngu tímabært að loka þessu batteríi og leyfa öðrum þjóðum að ráða sér sjálfum. Það hefur sýnt sig í sögulegu samhengi að innrás í önnur ríki hefur sjaldnast leitt af sér neitt annað en hörmungar.
Einu ákvarðanir sem NATO tekur eru í sambandi við svona afskiptasemi, hernaðaruppbyggingu og því hvernig ofsóknaræðinu verður best viðhaldið í heiminum. Venjulegt fólk vill ekki hernaðarhyggju en er því miður flest sinnulaust og viljalaust í þessari umræðu á meðan áhrifagjarnir og undirgefnir ráðamenn Íslands styðja endalaust fjáraustur í þessa tímaskekkju.
(Höfundur er fyrrverandi starfsmaður Varnarliðsins og fyrrverandi flokksbundinn Sjálfstæðismaður til rúmlega 30 ára.)
Framtíð NATO í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:39 | Slóð | Facebook
6.2.2008 | 13:32
200.000 íslendingar yrðu dæmdir til dauða
Getið þið ímyndað ykkur hversu marga dómara Davíð Oddsson þyrfti að koma fyrir í dómskerfinu á Íslandi til þess að koma sambærilegum hegningum yfir íslendinga?
Hengingar yrðu meira en fullt starf fyrir fjölda, fjölda íslendinga. Útfararstofur myndu blómstra sem aldrei fyrr. Blómabúðir ættu meira en fullt í fangi með að útbúa kransa fyrir dauðadæmda drykkjumenn. Veitingasalir væru alltaf fullbókaðir frá morgni til kvölds við erfidrykkjur (hmmm bara kaffi)
Sala á jarðvinnsluvélum til grafartöku yrði aftur gjöfull bisniss og.....
Við getum verið þakklát fyrir að þurfa ekki að horfa upp á þessa vitleysu. Íslamistarnir geta þó huggað sig við að íslendingar deyja á endanum allir... saddir lífdaga flestir og búnir úr glasinu!
Dauðarefsing fyrir að drekka áfengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook
4.2.2008 | 21:20
Sami hálfvitagangurinn í eignaumsýslunni áfram
Þetta þarf ekki að koma á óvart. Þegar Valgerður Sverrisdóttir var utanríkisráðherra klúðraði hún eignaumsýslunni á vellinum svo gjörsamlega að þar varð líklega tjón upp á heilan milljarð. Á þeim tíma tímdu menn ekki að hita upp húsin á varnarsvæðinu með skelfilegum afleiðingum. Svipað virðist hafa orðið upp á teningnum núna í síðasta kuldakasti.
Stjórnmálamenn þessa lands eru annað hvort í því að stela eignunum þarna á vellinum eða eyðileggja. Það virðist ekkert þar á milli.
Vatnsleki í gömlu flugstöðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.2.2008 kl. 06:14 | Slóð | Facebook
3.2.2008 | 14:27
Johnnie Cochran (1937-2005) var verjandi O. J. Simpson
Ekki veit ég hvað er verið að selja hérna, aðgangseyri að fyrirlestrum eða hvað. En það er algjör óþarfi að ljúga svona blákalt að fólki. Eina leiðin til að fá Johnnie Cochran til Íslands væri í gegnum miðilsfund hjá Dodda draug eða einhverjum ámóta því hann er nefnilega dauður.
Þið getið lesið um verjanda O. J. Simpson t.d. hér á Wikipediu
Verjandi O.J. Simpson með námskeið á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook
2.2.2008 | 17:14
Til hamingju með daginn Moggamenn!
Ég sendi mínar bestu afmælisóskir með daginn.
www.mbl.is hefur átt stóran þátt í minni tilveru frá því hann leit dagsins ljós. Hann er upphafssíða hjá mér til langs tíma og mikilvægasta fréttaveitan mín.
Miðillinn er ekki gallalaus, mun aldrei verða og á aldrei að verða. Það hefur veitt manni ómælda ánægju að veita honum hæfilegt aðhald með því að gera athugasemdir um fréttir og annað sem mun alltaf verða uppspretta nauðsynlegra skoðanaskipta.
Megi miðillinn dafna um næstu framtíð og vonast ég til að ritstjórnarlegt frelsi verði sem mest í framtíðinni og sem mest laus við þjónkun við hagsmunahópa. Þá mun honum vel farnast.
Mbl.is á afmæli í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson