Upptaka evru þarf hvorki að þýða ESB aðild né sjálfstæðisafsal

Mér finnast það óskiljanlegar úrtölur að íslendingar geti ekki tekið upp annan gjaldmiðil en krónuna án inngöngu í ESB.

Fjöldamörg smáríki í heiminum eru ekki með eigin gjaldmiðil og halda sínu sjálfstæði þrátt fyrir það. Manni sýnist að enn séu öfl á Íslandi sem vilji halda okkur í hreinni tímaskekkju og ekki bara í sambandi við gjaldmiðilinn.

Það er líka tímabært að losa okkur út úr því ófrelsi og heimsmetsokri sem felst í dýrvitlausri landbúnaðarstyrkjastefnu, ofurtollum, vörugjöldum og öðru sem hindrar að íslendingar taki alvöru forystu í viðskiptafrelsi í heiminum.

Stærstu mistökin yrðu samt þau að ganga samhliða í ESB og tapa þar með sjálfstæðinu sem var svo torfengið eftir margra alda baráttu.


mbl.is Hægfara evruvæðing skaðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Haukur!  Mér sýnist þú vera að ætlast til að lagðar verði af flesta lífæðar Sjálfstæðisflokksins.  Þú ert ekkert að ráðast á kotbýlin, enda lítið þar að hafa.

Vandamál okkar hefur lengi verið að þjóðina vantar góða stjórnendur fyrirtækja. Ef við hefðum góða stjórnendur fyrirtækja, væri ekki svona mikil átök í sambandi við gjaldmiðilinn. 

Þegar við áttum okkur á því að það er ekki pappírnum að kenna þó manni líki ekki bréfið sem maður fær, þá erum við að nálgast skilning á því hvers vegna verðlag er eins og það er hjá okkur.

Vonandi náum við því áður en við glötum sjálfstæði okkar. 

Guðbjörn Jónsson, 13.2.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sjá forsíðu Fréttablaðsins í dag, vhar Jürgen Stark, stjórnarmaður í Evrópska seðlabankanum, fjallar um einhliða upptöku Evru. Hann segir t.d. : "Seðlabanki Evrópu er á móti einhliða upptöku Evru og mun ekki styðja við slíkt. Þá hefur þessi afstaða líka verið staðfest af sjálfu Evrópusambandinu".

Sumsé, það er verið að reyna allt til að þvinga lönd til að ganga í sambandið.

Hinsvegar er vitað að Bandaríkin hafa ekkert á móti því að önnur lönd noti Bandaríkjadali sem gjaldmiðil. Möguleiki?

Ingvar Valgeirsson, 14.2.2008 kl. 14:11

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Við vorum einmitt að ræða þetta í dag hvernig ESB reynir að þvinga okkur til fylgislags með ýmist alls kyns duldum hótunum og/eða fagurgala.

Haukur Nikulásson, 14.2.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér hefur sýnst að Norðmenn hafi það ágætt án aðildar. Annars er jú vitað mál að okkur verður troðið þarna inn á endanum - ef kosið verður um málið hérlendis og aðild hafnað verður bara kosið aftur nokkrum árum seinna þangað til aðild verður samþykkt - þá verður aldrei kosið aftur.

Ingvar Valgeirsson, 16.2.2008 kl. 17:59

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264908

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband