Greiningardeildir og fyrirtæki oft ekki mikið betri en spákerlingar

Það sem sumir hafa óttast er nú orðin staðreynd: Moody's lækkaði lánshæfismat íslensku bankanna.  Þetta getur haft ennþá neikvæðari áhrif á skuldaálag bankanna sem var þó farið að aukast fyrir þessa matsbreytingu.

Hinu má ekki gleyma að þetta er mat. Svona mat er hvorki betra eða áreiðanlegra en það mat greiningardeilda íslensku bankanna að hlutabréfaverð ársins 2007 myndi hækka um 30% (eða hvað það nú var) sem reyndist eiginlega afkáralegt bull í lok ársins. Síðan um áramót hefur hlutabréfaverð lækkað enn frekar og það er ekki vegna þess að fyrirtækjunum gengur almennt verr heldur endurspeglar hlutabréfaverð almenna bjart- eða svartsýni hlutafjáreigenda.

Hefði maður jafnvel búist við að starfsmenn greiningardeilda ættu að ganga um með hauspoka í framhaldinu. Þeir gera það bara hreint ekkert enda skilja þeir manna best að starf þeirra er sambærilegt við starf þeirra sem spá fyrir um veðrið. Spár reynast oft rangar.

Það sem er hins vegar stóra spurningin í þessu dæmi öllu er vitneskjan um að sumir stjórnendur í fjármálakerfinu hafa teflt mjög djarft með óheyrilegt erlent lánsfé og það á eftir að reyna á alvöru snilli þessara fjármálamanna næstu mánuðina. Nú fáum við að sjá hvort þeir hafi verið virði ofurlaunanna. Ég vona einhvern veginn okkar allra vegna að svo sé.


mbl.is Lánshæfismat bankanna lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég var vitur fyrifram en ekki eftir á og flestir hefðu nú getað sagt sér sjálfir að þetta gæti aldrei annað en endað illa...ég talaði hins vegar fyrir daufum eyrum og enginn hafði áhuga á að heyra að úttútnuð blaðran myndi að sjálfsögðu springa....allavegana puðrast úr henni mest loft.

VALD.ORG ....betri markaðsupplýsingar.

Georg P Sveinbjörnsson, 28.2.2008 kl. 19:35

2 identicon

Í þessu samhengi, þ.e. þegar talað er um hag- og fjárhagsspár, er mikill lúxus að vinna "einungs" við að spá til um veðurfar. Spá veðurfræðinga hefur ekki hin minntu áhrif á veður og veðurfar. Veðrinu er alveg sama hverju veðurfræðingar spá um veður framtíðarinnar. Verðurfræðingar eru því heppnir í þessu samhengi.

Spái hinsvegar greiningadeildir banka að fjárhagur eða efnahagshorfur fari versnandi, já, þá mun það strax hafa áhrif á markaðina og hugsanlega í þá átt sem spáin gengur (fjármála-verðið).

EN -> og hugsum okkur nú vel um -> bæði greinendur, fjárfestar, leikmenn sem hagfræðistofnanir hafa alltaf spáð fyrir um allar þær fjármála- og efnahagskreppur sem frá örófi tímanna hafa dunið yfir mannkynið. Það var bara ekki hlustað á þá, - eða þá - þeir voru færri sem spáðu X en þeir sem spáðu Y og það var X sem rættist. Auðvitað var ekki hlustað á þá. Hver nennir að hlusta á stormaðvaranir í blíðu og ofsa sólskini í miðri Sahara eyðimörk, - þar sem einungis rignir stöku sinnum? Enginn!

En ef veðrið stjórnaðist af hugsunum manna, þá er aldrei að vita nema væntingar manna muni hafa þau áhrif á veðrið að um seint og síðir mígrigni loksins yfir mennina - sé þess vænst nógu mikið!

Ergo: væntingar eru miklu mikilvægari þáttur en þáttur þess sem skeður akkúrat núna í núinu. Væntingar stýra því hvort hlutir rætast eða ekki. Væni maður verður- eða verðbólgu þá mun hún verða.

Gunnar Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona svo sannarlega líka að þeir séu verðir ofurlaunanna sinna.  En nú skilur sennilega milli feigs og ófeigs í þessum geira.  Erfiðleikar draga alltaf fram raunveruleikann, sem er hulinn meðan allt gengur eins og í sögu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 08:47

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Veit ekki hvernig þetta er núna, en síðast (eða var það þarsíðast?) þegar fjölmiðlar bauluðu um hversu mjög lánsmat bankanna hefi lækkað var það vegna þess að reikniformúlunni hafði verið breytt og lánshæfismat allra banka í gervöllum heiminum lækkaði. Lítið talað um það samt hérlendis.

Ingvar Valgeirsson, 29.2.2008 kl. 10:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband