Að flýja heimatilbúin vandamál með aðild að ESB er bara della

það er ekkert nýtt að þegar lægð kemur í efnahagslíf íslendinga þá stækkar sá hópur sem heldur að það sé til bóta að selja sjálfstæði okkar til Brussel og verða einhver útnáranýlenda ESB.

Við höfðum mikið fyrir því að vera sjálfstæð þjóð enda er landafræði Íslands með þeim hætti að við tengjumst engu öðru landi. Þetta er eyja ef einhver skyldi hafa gleymt því.

ESB læknar engin efnahagsvandræði hjá okkur. Þau eru nefnilega öll heimatilbúin vegna óhóflegrar yfirbyggingar í opinberum rekstri, verndarstefnu við úreltan landbúnað og það er mér algerlega óskiljanlegt að fólk skuli í efnahagslegu hræðslukasti vilja fleygja tiltölulega nýlega torfengnu sjálfstæði vegna tímabundinna vandræða.


mbl.is Stuðningur við ESB rúm 55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er alveg makalaust að fólk sem er á móti aðild telur alltaf að vegið sé að sjálfstæði þjóðarinnar.  Þeir eru með því að segja að þjóðir evrópu séu ekki lengur sjálfstæðar vegna þess að þær ákveða að starfa saman í stað þess að loka sig inni bak við tollamúra og vaxtaokur eins og íslendingar gera .. og telja til göfugs sjálfstæðis.

Óskar Þorkelsson, 26.2.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er hvorki ósammála því að taka upp annan gjaldmiðil eða tengja krónuna við Evru.

Í prinsippinu er ég á móti batteríi eins og ESB vegna þeirrar staðreyndar að heimurinn er bara miklu stærri en Evrópa. Það á að byggja upp frelsi á heimsvísu og við eigum skilyrðislaust að vera með opið viðskiptasamband við ALLAR þjóðir.

Ég hef aldrei heyrt haldbær rök fyrir því með hvaða hætti ESB aðild á að bæta lífskjör. Ekkert af því sem lagt hefur verið fram í þeim efnum eru ekki hlutir sem við getum ekki framkvæmt einhliða og haldið jafnframt sjálfstæði okkar. 

Haukur Nikulásson, 26.2.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Merkileg tímasetning á þessari skoðanakönnun Fréttablaðsins, fyrst tjáir Jón Ásgeir sig um aðild að E.S.B, svo kemur þessi skoðanakönnun og stöð 2 fylgir svo málinu eftir.

Skemmtileg tímasetning á tilviljun.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.2.2008 kl. 13:51

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Skoðannakannanir fréttablaðsins eru ómarktækustu skoðannankannanir sem framkvæmdar eru. skoðannakannanir sem settar eru hérna inn á bloggið eru í raun ekki ónákvæmari heldur þessar sem fréttablaðið er með.

til að verða marktæk þarf úrtak úr þjóðskrá. fréttablaðið notar símaskránna.

til að verða marktæk þarf helst 1200 manna úrtak. fréttablaðið hefur 700.

til að verða marktæk þarf svörun að vera ekki minna en 65% eða um 780 manns. það er meira en fréttablaðið hringir í.

ef það er 65% svörun hjá fréttablaðinu þá eru þetta um 455 manns. 455 manns eru of lítið og skekkjumörkin verða of mikil.

Þannig er að fréttablaðskannanir eru í raun með öllu ómarktækar og þetta getur hver sá sem eitthvað vit hefur eða lært hefur um skoðannakannanir sagt ykkur.

Fannar frá Rifi, 26.2.2008 kl. 21:56

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband