Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Fjölmennið var trúlega ekki meira en 50 manns!

Morgunblaðinu hefur ekki hugnast að fjalla um mótmælin á Austurvelli sem fjölmenni þegar þar hafa verið hundruð manna að mótmæla og alltaf vanmetið þar fjölda mótmælenda og talað gjarnan um "nokkur hundruð".

Nú kemur allt í einu annað hljóð í Moggann þegar fyrrum blaðamaður þess, dæmdur þjófur, heldur fund og halda því blákalt fram að 80 manns séu fjölmenni.

Þetta er er kannski að bera í bakkafullan lækinn: Getur einhver talið fleiri en 50 manns á þessari mynd af öllum fundinum?

Áróðurinn í þessu blaði er skiljanlegur, en af hverju þarf hann að vera hlægilegur?

 

Fundur Árna
 

 


 


mbl.is Fjölmenni á fundi hjá Árna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin ræður bara einn starfsmann - og þá á ofurlaunum

Ef ég man þetta rétt þá ræður stjórn Ríkisútvarpsins bara einn starfsmann og það er útvarpsstjórinn og hann er á ofurlaunum miðað við ábyrgð starfsins.

Það er fróðlegt að heyra menntamálaráðherra taka undir að launin hans séu of há en treysta samt stjórninni sem ekki getur ráðið eina starfsmanninn sem heyrir undir hana öðruvísi en á ofurlaunum.

Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hvað stjórnmálamenn fái lengi að tala þvert á allar staðreyndir og jafnvel þvert á eigin málflutning eins og Þorgerður Katrín gerir hér. Fréttamaðurinn hefði líklega þjarmað betur að henni ef ekki væri um að ræða samsetninguna Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkinn. 


mbl.is Launin kannski of há
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárhagsgat Íslands svo stórt að við förum tvisvar í röð á hausinn?

Ég velti því alvarlega fyrir mér að fjárhagsstaða Íslands sé í raun svo slæm að við munum ekki bara horfa upp á eitt gjaldþrot heldur tvö þegar á reynir.

Lán frá IMF og fleirum muni ekki duga til að gera upp krónu- og jöklabréfin sem hljóta að þurfa að komast "heim" aftur í formi gjaldeyris. Ef þetta væri ekki raunin væri að sjálfsögðu ekki þörf á 18% stýrivöxtum eða hvað? Það sé jafnvel ljóst í dag að seinna gjaldþrot þjóðarinnar sé ekki langt undan. Hver vill taka að sér að sannfæra mig um annað?

Örvæntingin sem skín úr öllum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er að verða þjóðinni nokkuð augljós. Hún ræður ekki við neitt en manni finnst orðið skrýtið að hún skuli enn sitja með allt niður um sig. Það er líka orðið flestum ljóst að það sé að styttast í veru þeirra í ríkisstjórn. Til viðbótar því að verkefnin eru bara leiðindi á leiðindi ofan geta þau sem best hætt áður en nokkrar breytingar verða á eftirlaunalögunum og farið bara á feitan lífeyri og fylgst með öðrum reyna að bjarga þjóðinni.


mbl.is Tvöfaldur gjaldeyrismarkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að stinga dúsu upp í erlenda kröfuhafa?

Það er með ólíkindum hversu dómgreindarlaus þessi ríkisstjórn er í efnahagsmálum. Hvernig dettur henni í hug að bjóða erlendum kröfuhöfum "hlut" í nýju bönkunum?

Fyrst stela þeir eignum bankanna með fádæma óheiðarlegum og vitlausum neyðarlögum og svo á að "skila" einhverjum hluta af þýfinu til baka í þeirri hugsun að vinna sér eitthvert "traust" aftur og þá í þeim tilgangi að fá aftur lán. - Hverjum dettur í hug að erlendir bankar (nú "erlendir kröfuhafar") vilji lána aftur til þeirra sem stela?

Það er yfirleitt ekki til vinsælda fallið að vera stóryrtur en ég ætla að leyfa mér að spyrja: Hvaða helvítis fávita datt þessi vitleysa í hug?


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Told you so! - Hefði hann viljað þetta í alvöru hefði hann sett lög eins og áður

Beiðni um launalækkun til kjararáðs var bara sýndarmennska til að gera sig huggulegri fyrir þeirri alþýðu manna sem sér ekki fram á að framfleyta sér með yfirvofandi gjaldþrotum og atvinnuleysi.

Geir vissi sjálfur allan tímann að hann yrði að setja enn ein lögin til að breyta þessu, en kýs af augljósum ástæðum að gera það ekki. Hann vill nefnilega ekkert í neinni alvöru lækka launin sín eða frúarinnar sem er í feitum nefndarstörfum fyrir ríkið sem enginn veit enn hversu mikið er borgað fyrir.

Þessi sýndarmennska var allan tímann augljós og niðurstaðan fyrirfram ljós. 

Það er í lagi minna á að sóðalegu eftirlaunalögin voru sett árið 2003. Þau eru enn í gildi. Þau munu draga lappirnar í þessu mál endalaust líkt og fyrri daginn.  


mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir heilagir þarna á RÚV?

Ekki vantar frekjuganginn í þessa yfirlýsingu.  Það er ekki nokkur leið að losna við nauðungaráskrftina að þessum ríkisfjölmiðli sem gengur erinda ríkisstjórnar sem er rúin öllu trausti.

Sjónvarpið er búið að vera undir stjórn Sjálfstæðisflokksins síðan 1991 og þeir halda að þetta sé hlutlaust batterí. Kannski eru þeir bara hlutlausir með það hvaða Sjálfstæðismenn þeir styðja?

Páll Magnússon á að sjá sóma sinn í að biðja um launalækkun niður fyrir milljón á mánuði. Það er miklu hærri upphæð en hann er verður. 


mbl.is Fordæma uppsagnir á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur ekki lagaforsendur til að lækka laun

Mér finnst sennilegt að kjararáð hafni beiðni Geirs, enda stríðir það gegn lögum um kjararáð og Geir hefur ekki umboð til að biðja um svona "valdníðslu". Hann getur skilað hluta af sínum launum og frúarinnar sem hann er með líka feitt á ríkisjötunni.

Hann getur ekki beðið um valdníðlslu á aðra embættismenn og trúlega vissi hann allt um það áður en hann lagði inn þessa beiðni. Ég get best trúað að beiðni Geirs sé sýndarmennskan ein. Hvernig á kjararáð að fara gegn lagafyrirmælum um ákvörðun launa?

Ef Geir meinti eitthvað í alvöru með þessu myndi hann einfaldlega láta setja enn ein ný lög á Alþingi en hann hefur engan áhuga á því. Samt mun hann áfram þiggja sín laun á þeim forsendum að hann hafi því miður ekki vald til að lækka þau


mbl.is Niðurstaða komin hjá kjararáði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er meiri skítur innandyra við Austurvöll - Hreinsið hann!

Fyrst talandi er um skít utandyra má alveg minna á þau skítverk sem framin eru innandyra Alþingis við Austurvöll.

Meðal nýlegra skítverka sem mætti hreinsa upp eru neyðarlögin, gjaldeyrislögin og frumvarpið um rannsóknarnefndina.

Alþingi má líka hugleiða að þau horfa upp á að lang-óvinsælasti stjórnandi landsins nú um stundir hefur einræðisvald í útdeilingu fjármuna frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Sá hinn sami hefur verið staðinn að ítrekuðum óknyttum og skiptir fólki svo vandlega upp í vini og óvini að hann meira að segja hringir í forráðamenn ákveðinna fyrirtækja þegar hann ákveður að láta þá hafa gjaldeyri umfram aðra.

Alþingi íslendinga hefur löngum verið ónýtt. Þingmenn eru að toppa sjálfa sig margfalt núna. Þessi mannskapur hefur haft 6-7 mánaða frí frá þingstörfum á hverju ári á góðum launum og fékk sér ráðna aðstoðarmenn að auki! - Ekki veit ég hvar annars staðar í heiminum fæst önnur eins gæðavinna.

Það að Morgunblaðið geri rónaskít að sérstöku umtalsefni segir okkur að miðillinn tekur hvað sem er að sér til að búa til smjörklípur fyrir Davíð og dvergana hans. 


mbl.is Gekk örna sinna í runna á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband